Bourdais rekinn frá Torro Rosso 16. júlí 2009 11:00 Sebastian Bourdais náði ekki að setja mark sitt á Formúlu 1. mynd: kappakstur.is Franski ökumaðurinn Sebastian Bourdais hefur verið sagt upp hjá Torro Rosso með formlegum hættum. Liðið tilkynnti þetta í dag. Bourdais varð fjórfaldur meistari í bandarísku Champ Car mótaröðinni og gekk til liðs við Torro Rosso í fyrra. Hann náði framhaldssamning fyrir þetta ár, en ljóst var að liðið var ekkert yfir sig hrifið af frammistöðu hans í fyrra. Þá hefur nýliðnn Sebastian Bourdais verið fljótari í sjö tímatökum af níu á þessu ári og Bourdais ekki staðið undir væntingum liðsins. Bourdais ók í 26 mótum með Torro Rosso og nældi aðeins í 6 stig. Líklegt þykir að hann hverfi aftur til Bandaríkjanna þar sem hann var í miklum metum. "Við höfum ákveðið að skipa annan ökumann í sæti Bourdais frá og með ungverska kappakstrinum um aðra helgi. Tilkynnt verður um nýjan ökumann liðsins nokkrum dögum fyrir mótið", sagði Franz Tost liðsstjóri liðsins í tilkynningu. Líklegt þykir að varaökumamður liðsins, Jamie Alguersuari verði ökumaður í stað Bourdais. Þá er möguleiki á því að Sebastian Loeb, heimsmeistari í rallakstri taki sprett á bílnum í lokamótinu í Abu Dhabi. Takuma Sato frá Japan barðist um sæti hjá Torro Rosso á síðasta ári, en það gekk ekki upp og spurning hvort hann nær eitthvað að pota sér að núna í ljósi stöðunnar. Sjá upplýsingar um Jamie Alguersuari Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Franski ökumaðurinn Sebastian Bourdais hefur verið sagt upp hjá Torro Rosso með formlegum hættum. Liðið tilkynnti þetta í dag. Bourdais varð fjórfaldur meistari í bandarísku Champ Car mótaröðinni og gekk til liðs við Torro Rosso í fyrra. Hann náði framhaldssamning fyrir þetta ár, en ljóst var að liðið var ekkert yfir sig hrifið af frammistöðu hans í fyrra. Þá hefur nýliðnn Sebastian Bourdais verið fljótari í sjö tímatökum af níu á þessu ári og Bourdais ekki staðið undir væntingum liðsins. Bourdais ók í 26 mótum með Torro Rosso og nældi aðeins í 6 stig. Líklegt þykir að hann hverfi aftur til Bandaríkjanna þar sem hann var í miklum metum. "Við höfum ákveðið að skipa annan ökumann í sæti Bourdais frá og með ungverska kappakstrinum um aðra helgi. Tilkynnt verður um nýjan ökumann liðsins nokkrum dögum fyrir mótið", sagði Franz Tost liðsstjóri liðsins í tilkynningu. Líklegt þykir að varaökumamður liðsins, Jamie Alguersuari verði ökumaður í stað Bourdais. Þá er möguleiki á því að Sebastian Loeb, heimsmeistari í rallakstri taki sprett á bílnum í lokamótinu í Abu Dhabi. Takuma Sato frá Japan barðist um sæti hjá Torro Rosso á síðasta ári, en það gekk ekki upp og spurning hvort hann nær eitthvað að pota sér að núna í ljósi stöðunnar. Sjá upplýsingar um Jamie Alguersuari
Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira