Umfjöllun: Draumabyrjun Sigurðar með Njarðvík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. október 2009 22:06 Friðrik átti þokkalegan leik með Njarðvík í kvöld. Mynd/Arnþór Sigurður Ingimundarson þreytti frumraun sína sem þjálfari Njarðvíkur í kvöld er hans menn sóttu ÍR heim í íþróttahús Kennaraháskólans. Frumraunin gekk vel því Njarðvík vann öruggan sigur, 70-88. ÍR-ingar komnir á nýjan heimavöll þar sem þeir eru orðnir þreyttir á að spila á dúk í Breiðholtinu. Parket er á gólfinu í Kennaraháskólanum en lítið annað og húsið varla boðlegt fyrir leik í efstu deild. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Hreggviður Magnússon var sjóðheitur og setti niður hvern þristinn á fætur öðrum en hann skoraði 11 af fyrstu 13 stigum ÍR-inga. ÍR-ingar voru reyndar fullkappsmiklir á köflum og Sveinbörn Claessen mátti þakka fyrir að hanga inn á vellinum er hann sparkaði í andlit Páls Kristinssonar. Ljótur leikur hjá Sveinbirni. Njarðvík gaf heimamönnum samt ekkert eftir og var aðeins einu stigi á eftir, 25-24. Gestirnir spiluðu fína vörn í öðrum leikhluta og náðu forystu fyrir leikhlé, 37-44. Þriðji leikhlutinn var lyginni líkastur. Njarðvík spilaði ótrúlega sterka vörn og ÍR kom vart góðu skoti á körfuna. Fyrsta stig heimamanna í leikhlutanum kom ekki fyrr en eftir rúmar 5 mínútur og það af vítalínunni. Fyrstu stig heimamanna í leikhlutanum utan af velli kom þegar 2.20 mín voru eftir af leikhlutanum. Eftir þriðja leikhlutann var staðan 46-69 og síðasti leikhlutinn var aldrei spennandi. Hreggviður var flottur í liði ÍR-inga en vantaði sárlega aðstoð frá fleiri félögum sínum. Nemanja Sovic olli miklum vonbrigðum og fann sig engan veginn. Kristinn Jónsson var í tómu tjóni þangað til hann reiddist og þá fór hann að spila hörkuvel. Félagar hans verða því að muna að pirra hann rækilega fyrir næsta leik. Magnús Þór Gunnarsson og Jóhann Árni Ólafsson voru sterkastir í liði Njarðvíkinga en Jóhann var samt nokkuð mistækur framan af. Rúnar Ingi Erlingsson sýndi einnig lipur tilþrif. ÍR-Njarðvík 70-88 Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 16, Nemanja Sovic 12, Sveinbjörn Claessen 11, Kristinn Jónsson 9, Ólafur Þórisson 8, Davíð Fritzson 5, Steinar Arason 5, Gunnlaugur Elsuson 4.Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 24, Jóhann Árni Ólafsson 21, Kristján Sigurðsson 8, Guðmundur Jónsson 8, Friðrik Stefánsson 8, Páll Kristinsson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 6. Dominos-deild karla Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira
Sigurður Ingimundarson þreytti frumraun sína sem þjálfari Njarðvíkur í kvöld er hans menn sóttu ÍR heim í íþróttahús Kennaraháskólans. Frumraunin gekk vel því Njarðvík vann öruggan sigur, 70-88. ÍR-ingar komnir á nýjan heimavöll þar sem þeir eru orðnir þreyttir á að spila á dúk í Breiðholtinu. Parket er á gólfinu í Kennaraháskólanum en lítið annað og húsið varla boðlegt fyrir leik í efstu deild. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Hreggviður Magnússon var sjóðheitur og setti niður hvern þristinn á fætur öðrum en hann skoraði 11 af fyrstu 13 stigum ÍR-inga. ÍR-ingar voru reyndar fullkappsmiklir á köflum og Sveinbörn Claessen mátti þakka fyrir að hanga inn á vellinum er hann sparkaði í andlit Páls Kristinssonar. Ljótur leikur hjá Sveinbirni. Njarðvík gaf heimamönnum samt ekkert eftir og var aðeins einu stigi á eftir, 25-24. Gestirnir spiluðu fína vörn í öðrum leikhluta og náðu forystu fyrir leikhlé, 37-44. Þriðji leikhlutinn var lyginni líkastur. Njarðvík spilaði ótrúlega sterka vörn og ÍR kom vart góðu skoti á körfuna. Fyrsta stig heimamanna í leikhlutanum kom ekki fyrr en eftir rúmar 5 mínútur og það af vítalínunni. Fyrstu stig heimamanna í leikhlutanum utan af velli kom þegar 2.20 mín voru eftir af leikhlutanum. Eftir þriðja leikhlutann var staðan 46-69 og síðasti leikhlutinn var aldrei spennandi. Hreggviður var flottur í liði ÍR-inga en vantaði sárlega aðstoð frá fleiri félögum sínum. Nemanja Sovic olli miklum vonbrigðum og fann sig engan veginn. Kristinn Jónsson var í tómu tjóni þangað til hann reiddist og þá fór hann að spila hörkuvel. Félagar hans verða því að muna að pirra hann rækilega fyrir næsta leik. Magnús Þór Gunnarsson og Jóhann Árni Ólafsson voru sterkastir í liði Njarðvíkinga en Jóhann var samt nokkuð mistækur framan af. Rúnar Ingi Erlingsson sýndi einnig lipur tilþrif. ÍR-Njarðvík 70-88 Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 16, Nemanja Sovic 12, Sveinbjörn Claessen 11, Kristinn Jónsson 9, Ólafur Þórisson 8, Davíð Fritzson 5, Steinar Arason 5, Gunnlaugur Elsuson 4.Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 24, Jóhann Árni Ólafsson 21, Kristján Sigurðsson 8, Guðmundur Jónsson 8, Friðrik Stefánsson 8, Páll Kristinsson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 6.
Dominos-deild karla Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira