Enski boltinn

Ronaldo: Líklegt að Börsungur fái Gullboltann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leik með Real Madird.
Cristiano Ronaldo í leik með Real Madird. Nordic Photos / AFP

Cristiano Ronaldo telur líklegast að leikmaður úr röðum Barcelona hljóti Gullboltann í ár, verðlaun France Football fyrir knattspyrnumann ársins í Evrópu.

Ronaldo varð Englandsmeistari með Manchester United síðastliðið vor og var á síðasta ári bæði kjörinn knattspyrnumaður ársins hjá France Football og Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA.

Hann gekk í raðir Real Madrid í sumar og hefur slegið þar í gegn. Hann á reyndar við meiðsli að stríða eins og er.

„Fyrst Barcelona vann Meistaradeildina er líklegast að leikmaður frá Barcelona vinni verðlaunin," sagði Ronaldo. „Ef Manchester United hefði orðið Evrópumeistari myndi líklega leikmaður United hljóta verðlaunin."

„Þeir Iniesta, Xavi og Messi eru allir að spila vel eins og er," bætti hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×