NBA í nótt: Shaq og LeBron töpuðu fyrir Charlotte - Melo með 50 stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2009 11:00 Shaq og LeBron í leiknum í nótt. Mynd/AP Charlotte Bobcats vann í nótt nokkuð öruggan sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir slaka frammistöðu í fjórða leikhluta, 94-87. Í leik Denver og New York gerði Carmelo Anthony sér lítið fyriog skoraði 50 stig í sigri Denver, 128-125. Þetta var persónulegt met hjá honum. Shaquille O'Neal lék aftur með Cleveland eftir að hafa misst af sex leikjum í röð vegna axlarmeiðsla. Hann skoraði ellefu stig í leiknum og LeBron James 25 en aðalstjarna leiksins var þá Gerald Wallace hjá Charlotte sem skoraði 31 stig í leiknum. Charlotte byrjaði mjög vel í leiknum og var fimmtán stigum yfir í hálfleik. Munurinn varð mestur í þriðja leikhluta eða 24 stig en þá vöknuðu gestirnir til lífsins og náðu að minnka muninn talsvert. En þó svo að Charlotte hafi misnotað síðustu tólf skotin sín í leiknum og ekki skorað nema af vítalínunni síðustu níu mínútur leiksins náði liðið að innbyrða sjö stiga sigur sem fyrr segir. Cleveland hafði unnið sjö síðustu leiki þessara liða en þetta var þriðji sigur Charlotte í röð eftir slaka byrjun í deildinni í haust. Orlando, Boston og Atlanta eru hnífjöfn á toppi Austurdeildarinnar en Cleveland er þó skammt undan. Það hefur þó ekkert lið byrjað betur í deildini en Phoenix Suns og liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 120-95, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum fimmtánda leik í röð. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Phoenix í leiknum en Minnesota hefur ekki unnið síðan á fyrsta keppnisdegi tímabilsins. Árangur Minnesota er þó ekki jafn slæmur og hjá New Jersey sem hefur tapað öllum sextán leikjum sínum á tímabilinu. Í nótt tapaði liðið fyrir Sacramento, 109-96. Liðið vantar aðeins einn leik upp á að jafna verstu byrjun liðs í sögu NBA-deildarinnar. Það verður að teljast afar ólíklegt að New Jersey forðist að jafna þetta met þar sem liðið mætir LA Lakers í næsta leik - aðfaranótt mánudags. Washington vann Miami, 94-84. Antawn Jamison skoraði 24 stig og Nick Young 22 fyrir Washington sem vann Miami í fyrsta sinn í síðustu sjö tilraunum sínum. Atlanta vann Philadelphia, 100-76. Jamal Crawford skoraði 24 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Mike Bibby kom næstur með 21 stig. Dallas vann Indiana, 113-92. Dirk Nowitzky skoraði 31 stig fyrir Dallas en hann hefur verið frábær á tímabilinu. Í nótt hitti hann úr tíu af fjórtán skotum utan af velli og ellefu af þrettán vítaköstum. Þetta var fimmti útisigur Dallas í röð en liðið er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar, á eftir Phoenix, Lakers og Denver. San Antonio vann Houston, 92-84. Tony Parker skoraði nítján stig fyrir San Antonio sem vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu. LA Clippers vann Detroit, 104-96. Chris Kaman skoraði 26 stig og Baron Davis 25 fyrir Clippers. Oklahoma City vann Milwaukee, 108-90. Kevin Durant fór mikinn fyrir Oklahoma City og skoraði 33 stig og tók tólf fráköst. Memphis vann Portland, 106-96. Zach Randolph skoraði 21 stig og þeir Marc Gasol og OJ Mayo með nítján hvor. Boston vann Toronto, 116-103. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Hedu Turkoglu 20 fyrir Toronto. NBA Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Charlotte Bobcats vann í nótt nokkuð öruggan sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir slaka frammistöðu í fjórða leikhluta, 94-87. Í leik Denver og New York gerði Carmelo Anthony sér lítið fyriog skoraði 50 stig í sigri Denver, 128-125. Þetta var persónulegt met hjá honum. Shaquille O'Neal lék aftur með Cleveland eftir að hafa misst af sex leikjum í röð vegna axlarmeiðsla. Hann skoraði ellefu stig í leiknum og LeBron James 25 en aðalstjarna leiksins var þá Gerald Wallace hjá Charlotte sem skoraði 31 stig í leiknum. Charlotte byrjaði mjög vel í leiknum og var fimmtán stigum yfir í hálfleik. Munurinn varð mestur í þriðja leikhluta eða 24 stig en þá vöknuðu gestirnir til lífsins og náðu að minnka muninn talsvert. En þó svo að Charlotte hafi misnotað síðustu tólf skotin sín í leiknum og ekki skorað nema af vítalínunni síðustu níu mínútur leiksins náði liðið að innbyrða sjö stiga sigur sem fyrr segir. Cleveland hafði unnið sjö síðustu leiki þessara liða en þetta var þriðji sigur Charlotte í röð eftir slaka byrjun í deildinni í haust. Orlando, Boston og Atlanta eru hnífjöfn á toppi Austurdeildarinnar en Cleveland er þó skammt undan. Það hefur þó ekkert lið byrjað betur í deildini en Phoenix Suns og liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 120-95, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum fimmtánda leik í röð. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Phoenix í leiknum en Minnesota hefur ekki unnið síðan á fyrsta keppnisdegi tímabilsins. Árangur Minnesota er þó ekki jafn slæmur og hjá New Jersey sem hefur tapað öllum sextán leikjum sínum á tímabilinu. Í nótt tapaði liðið fyrir Sacramento, 109-96. Liðið vantar aðeins einn leik upp á að jafna verstu byrjun liðs í sögu NBA-deildarinnar. Það verður að teljast afar ólíklegt að New Jersey forðist að jafna þetta met þar sem liðið mætir LA Lakers í næsta leik - aðfaranótt mánudags. Washington vann Miami, 94-84. Antawn Jamison skoraði 24 stig og Nick Young 22 fyrir Washington sem vann Miami í fyrsta sinn í síðustu sjö tilraunum sínum. Atlanta vann Philadelphia, 100-76. Jamal Crawford skoraði 24 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Mike Bibby kom næstur með 21 stig. Dallas vann Indiana, 113-92. Dirk Nowitzky skoraði 31 stig fyrir Dallas en hann hefur verið frábær á tímabilinu. Í nótt hitti hann úr tíu af fjórtán skotum utan af velli og ellefu af þrettán vítaköstum. Þetta var fimmti útisigur Dallas í röð en liðið er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar, á eftir Phoenix, Lakers og Denver. San Antonio vann Houston, 92-84. Tony Parker skoraði nítján stig fyrir San Antonio sem vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu. LA Clippers vann Detroit, 104-96. Chris Kaman skoraði 26 stig og Baron Davis 25 fyrir Clippers. Oklahoma City vann Milwaukee, 108-90. Kevin Durant fór mikinn fyrir Oklahoma City og skoraði 33 stig og tók tólf fráköst. Memphis vann Portland, 106-96. Zach Randolph skoraði 21 stig og þeir Marc Gasol og OJ Mayo með nítján hvor. Boston vann Toronto, 116-103. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Hedu Turkoglu 20 fyrir Toronto.
NBA Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira