Páll Axel verður ekki með Grindavík í kvöld 23. mars 2009 15:55 Páll Axel er hér á fullri ferð í síðari leiknum gegn ÍR í Seljaskóla í fyrstu umferðinni Mynd/Rósa Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur orðið fyrir blóðtöku á versta mögulega tíma. Páll Axel Vilbergsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með liðinu í fyrsta leiknum gegn Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í Grindavík í kvöld. Hnéð hefur verið að stríða Páli að undanförnu og var hann með tognuð liðbönd, en á æfingu á föstudaginn tóku sig upp ný meiðsli í hnénu sem gera það að verkum að stórskyttan getur ekki spilað í kvöld. "Það gerðist eitthvað í hnénu á mér á föstudaginn og ég er bara óleikfær eftir það. Ég fór í sprautu í morgun en það virkaði ekkert og ég er enn með verk. Ég fer í myndatöku í fyrramálið þar sem kemur vonandi í ljós hvað þetta er," sagði Páll Axel í samtali við Vísi. Hann er vitanlega skúffaður yfir tímasetningu meiðslanna. "Ég er svo sem ekkert smeykur við hvað þetta er, því ég held að þetta sé ekki alvarlegt, en tímasetningin er fáránleg," sagði Páll Axel, sem sagði ómögulegt að segja til um framhaldið fyrr en eftir myndatöku. Páll Axel er annar Grindvíkingurinn sem lendir í basli með meiðsli á stuttum tíma, en skemmst er að minnast hrakfara Nick Bradford þegar hann fór til læknis fyrir nokkrum dögum. Páll segir Bradford á góðum batavegi. "Nick er allur að koma til. Hann hvíldi sig vel eftir þetta og hefur tekið þátt í æfingum með okkur. Það hefði verið verst ef þeir hefðu þurft að víra saman á honum kjálkann, því þá hefði hann ekki geta rifið kjaft. Þá er alveg eins hægt að hafa hann uppi í stúku. Hann var meira að segja búinn að búa sig undir það versta og skrifa miða handa okkur svo við gætum rifið kjaft fyrir hann ef á þyrfti að halda," sagði Páll Axel léttur í bragði. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur orðið fyrir blóðtöku á versta mögulega tíma. Páll Axel Vilbergsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með liðinu í fyrsta leiknum gegn Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í Grindavík í kvöld. Hnéð hefur verið að stríða Páli að undanförnu og var hann með tognuð liðbönd, en á æfingu á föstudaginn tóku sig upp ný meiðsli í hnénu sem gera það að verkum að stórskyttan getur ekki spilað í kvöld. "Það gerðist eitthvað í hnénu á mér á föstudaginn og ég er bara óleikfær eftir það. Ég fór í sprautu í morgun en það virkaði ekkert og ég er enn með verk. Ég fer í myndatöku í fyrramálið þar sem kemur vonandi í ljós hvað þetta er," sagði Páll Axel í samtali við Vísi. Hann er vitanlega skúffaður yfir tímasetningu meiðslanna. "Ég er svo sem ekkert smeykur við hvað þetta er, því ég held að þetta sé ekki alvarlegt, en tímasetningin er fáránleg," sagði Páll Axel, sem sagði ómögulegt að segja til um framhaldið fyrr en eftir myndatöku. Páll Axel er annar Grindvíkingurinn sem lendir í basli með meiðsli á stuttum tíma, en skemmst er að minnast hrakfara Nick Bradford þegar hann fór til læknis fyrir nokkrum dögum. Páll segir Bradford á góðum batavegi. "Nick er allur að koma til. Hann hvíldi sig vel eftir þetta og hefur tekið þátt í æfingum með okkur. Það hefði verið verst ef þeir hefðu þurft að víra saman á honum kjálkann, því þá hefði hann ekki geta rifið kjaft. Þá er alveg eins hægt að hafa hann uppi í stúku. Hann var meira að segja búinn að búa sig undir það versta og skrifa miða handa okkur svo við gætum rifið kjaft fyrir hann ef á þyrfti að halda," sagði Páll Axel léttur í bragði.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti