Sex töp í átta leikjum hjá Boston 8. janúar 2009 09:39 Yao Ming og félagar sóttu sigur til Boston AP Meistarar Boston Celtics töpuðu enn einum leiknum í NBA deildinni í nótt þegar þeir fengu Houston Rockets í heimsókn. Houston hafði líka átt í vandræðum í síðustu leikjum en sigraði 89-85. Yao Ming skoraði 26 stig fyrir Houston rétt eins og Paul Pierce í liði heimamanna, en Boston hefur nú tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir 19 leikja sigurgöngu. Þegar sagan er skoðuð má reyndar sjá að mörg af þeim liðum sem hafa náð í kring um 20 leikja sigurgöngum hafa oftar en ekki átt erfitt uppdráttar þegar þau loks töpuðu. Þannig tapaði Houston einmitt 5 af næstu 8 leikjum sínum eftir að það vann 22 leiki í röð á síðustu leiktíð, en það var næstlengsta sigurganga allra tíma í NBA deildinni. Chris Paul reynir að verja skot frá Deron Williams í nóttAP Ólympíufararnir Deron Williams og Chris Paul háðu ellefta einvígi sitt á ferlinum sem atvinnumenn þegar lið þeirra Utah og New Orleans mættust í Salt Lake City. Deron Williams mætti veikur til leiks og skoraði aðeins 8 stig og gaf 8 stoðsendingar en það kom ekki að sök því Utah vann auðveldan sigur 116-90. Chris Paul skoraði 26 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Orleans en Paul Millsap skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah. Deron Williams hefur haft betur í 9 af 11 viðureignum þeirra félaga, sem almennt eru álitnir bestu ungu leikstjórnendur deildarinnar. Orlando hafði betur gegn Atlanta á útivelli í uppgjöri tveggja liða sem eru á mikilli uppleið í Austurdeildinni. Dwight Howard var frábær að venju hjá Orlando og skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst, en Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Cleveland burstaði Charlotte 111-81. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland en Raymond Felton 15 fyrir Charlotte. Toronto lagði Washington úti 99-93. Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Kanadaliðið en Antawn Jamison 32 fyrir Washington. New Jersey skellti Memphis á heimavelli 100-89. OJ Mayo skoraði 26 stig fyrir Memphis en Vince Carter skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá New Jersey. Danny Granger og Mike Dunleavy fagna flautukörfu þess fyrrnefnda í sigrinum á PhoenixAP Denver vann fimmta leikinn í röð þegar það lagði Miami 108-97. Dwyane Wade skoraði 31 stig fyrir Miami en Linas Kleiza og Chauncey Billups skoruðu 21 stig hvor fyrir Denver, sem lék án Carmelo Anthony sem er meiddur næstu vikurnar. Philadelphia lagði Milwaukee á útivelli 110-105. Andre Miller skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia en Richard Jefferson skoraði 27 fyrir Milwaukee. Indiana vann nokkuð óvæntan útisigur á Phoenix 113-110. Danny Granger skoraði sigurkörfu Indiana um leið og lokaflautið gall. Granger skoraði 37 stig fyrir Indiana en Amare Stoudemire skoraði 23 stig fyrir Phoenix. Portland vann naumam heimasigur á Detroit 84-83. Tayshaun Prince skoraði 26 stig fyrir Detroit en LaMarcus Aldridge var með 26 hjá heimamönnum.Þá vann LA Lakers sigur á Golden State á útivelli 114-106. Pau Gasol skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Lakers en Jamal Crawford var með 25 stig og 9 stoðsendingar hjá Golden State. NBA Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Meistarar Boston Celtics töpuðu enn einum leiknum í NBA deildinni í nótt þegar þeir fengu Houston Rockets í heimsókn. Houston hafði líka átt í vandræðum í síðustu leikjum en sigraði 89-85. Yao Ming skoraði 26 stig fyrir Houston rétt eins og Paul Pierce í liði heimamanna, en Boston hefur nú tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir 19 leikja sigurgöngu. Þegar sagan er skoðuð má reyndar sjá að mörg af þeim liðum sem hafa náð í kring um 20 leikja sigurgöngum hafa oftar en ekki átt erfitt uppdráttar þegar þau loks töpuðu. Þannig tapaði Houston einmitt 5 af næstu 8 leikjum sínum eftir að það vann 22 leiki í röð á síðustu leiktíð, en það var næstlengsta sigurganga allra tíma í NBA deildinni. Chris Paul reynir að verja skot frá Deron Williams í nóttAP Ólympíufararnir Deron Williams og Chris Paul háðu ellefta einvígi sitt á ferlinum sem atvinnumenn þegar lið þeirra Utah og New Orleans mættust í Salt Lake City. Deron Williams mætti veikur til leiks og skoraði aðeins 8 stig og gaf 8 stoðsendingar en það kom ekki að sök því Utah vann auðveldan sigur 116-90. Chris Paul skoraði 26 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Orleans en Paul Millsap skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah. Deron Williams hefur haft betur í 9 af 11 viðureignum þeirra félaga, sem almennt eru álitnir bestu ungu leikstjórnendur deildarinnar. Orlando hafði betur gegn Atlanta á útivelli í uppgjöri tveggja liða sem eru á mikilli uppleið í Austurdeildinni. Dwight Howard var frábær að venju hjá Orlando og skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst, en Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Cleveland burstaði Charlotte 111-81. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland en Raymond Felton 15 fyrir Charlotte. Toronto lagði Washington úti 99-93. Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Kanadaliðið en Antawn Jamison 32 fyrir Washington. New Jersey skellti Memphis á heimavelli 100-89. OJ Mayo skoraði 26 stig fyrir Memphis en Vince Carter skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá New Jersey. Danny Granger og Mike Dunleavy fagna flautukörfu þess fyrrnefnda í sigrinum á PhoenixAP Denver vann fimmta leikinn í röð þegar það lagði Miami 108-97. Dwyane Wade skoraði 31 stig fyrir Miami en Linas Kleiza og Chauncey Billups skoruðu 21 stig hvor fyrir Denver, sem lék án Carmelo Anthony sem er meiddur næstu vikurnar. Philadelphia lagði Milwaukee á útivelli 110-105. Andre Miller skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia en Richard Jefferson skoraði 27 fyrir Milwaukee. Indiana vann nokkuð óvæntan útisigur á Phoenix 113-110. Danny Granger skoraði sigurkörfu Indiana um leið og lokaflautið gall. Granger skoraði 37 stig fyrir Indiana en Amare Stoudemire skoraði 23 stig fyrir Phoenix. Portland vann naumam heimasigur á Detroit 84-83. Tayshaun Prince skoraði 26 stig fyrir Detroit en LaMarcus Aldridge var með 26 hjá heimamönnum.Þá vann LA Lakers sigur á Golden State á útivelli 114-106. Pau Gasol skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Lakers en Jamal Crawford var með 25 stig og 9 stoðsendingar hjá Golden State.
NBA Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn