Sex töp í átta leikjum hjá Boston 8. janúar 2009 09:39 Yao Ming og félagar sóttu sigur til Boston AP Meistarar Boston Celtics töpuðu enn einum leiknum í NBA deildinni í nótt þegar þeir fengu Houston Rockets í heimsókn. Houston hafði líka átt í vandræðum í síðustu leikjum en sigraði 89-85. Yao Ming skoraði 26 stig fyrir Houston rétt eins og Paul Pierce í liði heimamanna, en Boston hefur nú tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir 19 leikja sigurgöngu. Þegar sagan er skoðuð má reyndar sjá að mörg af þeim liðum sem hafa náð í kring um 20 leikja sigurgöngum hafa oftar en ekki átt erfitt uppdráttar þegar þau loks töpuðu. Þannig tapaði Houston einmitt 5 af næstu 8 leikjum sínum eftir að það vann 22 leiki í röð á síðustu leiktíð, en það var næstlengsta sigurganga allra tíma í NBA deildinni. Chris Paul reynir að verja skot frá Deron Williams í nóttAP Ólympíufararnir Deron Williams og Chris Paul háðu ellefta einvígi sitt á ferlinum sem atvinnumenn þegar lið þeirra Utah og New Orleans mættust í Salt Lake City. Deron Williams mætti veikur til leiks og skoraði aðeins 8 stig og gaf 8 stoðsendingar en það kom ekki að sök því Utah vann auðveldan sigur 116-90. Chris Paul skoraði 26 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Orleans en Paul Millsap skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah. Deron Williams hefur haft betur í 9 af 11 viðureignum þeirra félaga, sem almennt eru álitnir bestu ungu leikstjórnendur deildarinnar. Orlando hafði betur gegn Atlanta á útivelli í uppgjöri tveggja liða sem eru á mikilli uppleið í Austurdeildinni. Dwight Howard var frábær að venju hjá Orlando og skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst, en Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Cleveland burstaði Charlotte 111-81. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland en Raymond Felton 15 fyrir Charlotte. Toronto lagði Washington úti 99-93. Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Kanadaliðið en Antawn Jamison 32 fyrir Washington. New Jersey skellti Memphis á heimavelli 100-89. OJ Mayo skoraði 26 stig fyrir Memphis en Vince Carter skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá New Jersey. Danny Granger og Mike Dunleavy fagna flautukörfu þess fyrrnefnda í sigrinum á PhoenixAP Denver vann fimmta leikinn í röð þegar það lagði Miami 108-97. Dwyane Wade skoraði 31 stig fyrir Miami en Linas Kleiza og Chauncey Billups skoruðu 21 stig hvor fyrir Denver, sem lék án Carmelo Anthony sem er meiddur næstu vikurnar. Philadelphia lagði Milwaukee á útivelli 110-105. Andre Miller skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia en Richard Jefferson skoraði 27 fyrir Milwaukee. Indiana vann nokkuð óvæntan útisigur á Phoenix 113-110. Danny Granger skoraði sigurkörfu Indiana um leið og lokaflautið gall. Granger skoraði 37 stig fyrir Indiana en Amare Stoudemire skoraði 23 stig fyrir Phoenix. Portland vann naumam heimasigur á Detroit 84-83. Tayshaun Prince skoraði 26 stig fyrir Detroit en LaMarcus Aldridge var með 26 hjá heimamönnum.Þá vann LA Lakers sigur á Golden State á útivelli 114-106. Pau Gasol skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Lakers en Jamal Crawford var með 25 stig og 9 stoðsendingar hjá Golden State. NBA Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Meistarar Boston Celtics töpuðu enn einum leiknum í NBA deildinni í nótt þegar þeir fengu Houston Rockets í heimsókn. Houston hafði líka átt í vandræðum í síðustu leikjum en sigraði 89-85. Yao Ming skoraði 26 stig fyrir Houston rétt eins og Paul Pierce í liði heimamanna, en Boston hefur nú tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir 19 leikja sigurgöngu. Þegar sagan er skoðuð má reyndar sjá að mörg af þeim liðum sem hafa náð í kring um 20 leikja sigurgöngum hafa oftar en ekki átt erfitt uppdráttar þegar þau loks töpuðu. Þannig tapaði Houston einmitt 5 af næstu 8 leikjum sínum eftir að það vann 22 leiki í röð á síðustu leiktíð, en það var næstlengsta sigurganga allra tíma í NBA deildinni. Chris Paul reynir að verja skot frá Deron Williams í nóttAP Ólympíufararnir Deron Williams og Chris Paul háðu ellefta einvígi sitt á ferlinum sem atvinnumenn þegar lið þeirra Utah og New Orleans mættust í Salt Lake City. Deron Williams mætti veikur til leiks og skoraði aðeins 8 stig og gaf 8 stoðsendingar en það kom ekki að sök því Utah vann auðveldan sigur 116-90. Chris Paul skoraði 26 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Orleans en Paul Millsap skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah. Deron Williams hefur haft betur í 9 af 11 viðureignum þeirra félaga, sem almennt eru álitnir bestu ungu leikstjórnendur deildarinnar. Orlando hafði betur gegn Atlanta á útivelli í uppgjöri tveggja liða sem eru á mikilli uppleið í Austurdeildinni. Dwight Howard var frábær að venju hjá Orlando og skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst, en Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Cleveland burstaði Charlotte 111-81. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland en Raymond Felton 15 fyrir Charlotte. Toronto lagði Washington úti 99-93. Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Kanadaliðið en Antawn Jamison 32 fyrir Washington. New Jersey skellti Memphis á heimavelli 100-89. OJ Mayo skoraði 26 stig fyrir Memphis en Vince Carter skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá New Jersey. Danny Granger og Mike Dunleavy fagna flautukörfu þess fyrrnefnda í sigrinum á PhoenixAP Denver vann fimmta leikinn í röð þegar það lagði Miami 108-97. Dwyane Wade skoraði 31 stig fyrir Miami en Linas Kleiza og Chauncey Billups skoruðu 21 stig hvor fyrir Denver, sem lék án Carmelo Anthony sem er meiddur næstu vikurnar. Philadelphia lagði Milwaukee á útivelli 110-105. Andre Miller skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia en Richard Jefferson skoraði 27 fyrir Milwaukee. Indiana vann nokkuð óvæntan útisigur á Phoenix 113-110. Danny Granger skoraði sigurkörfu Indiana um leið og lokaflautið gall. Granger skoraði 37 stig fyrir Indiana en Amare Stoudemire skoraði 23 stig fyrir Phoenix. Portland vann naumam heimasigur á Detroit 84-83. Tayshaun Prince skoraði 26 stig fyrir Detroit en LaMarcus Aldridge var með 26 hjá heimamönnum.Þá vann LA Lakers sigur á Golden State á útivelli 114-106. Pau Gasol skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Lakers en Jamal Crawford var með 25 stig og 9 stoðsendingar hjá Golden State.
NBA Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum