Gos ekki hafið á nýjum stað - mikil gufa orsakar bjarma 24. mars 2010 22:02 Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að bjarminn til vinstri á þessari mynd sé gríðarlega mikil gufa. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu í kvöld og talið að eldgos væri hafið á nýjum stað í grennd við gossprunguna á Fimmvörðuhálsi. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir svo ekki vera. Í vefmyndavél fjarskiptafyrirtækisins Mílu á Þórólfsfelli sést bjarmi á tveimur stöðum. Fyrr í kvöld höfðu starfsmenn Veðurstofunnar samband við lögregluna á Hvolsvelli sem staðfesti að gos væri ekki hafið á nýjum stað, en eldgosið á Fimmvörðuhálsi sést vel frá Hvolsvelli. Sérfræðingur Veðurstofunnar fullyrðir að bjarminn sem sést í vefmyndavél Mílu stafi af hrauntungu sem renni niður og bræði á leiðinni ís og snjó. Við það myndist gríðarlega mikil gufa. Míla hefur sett upp upp tvær myndbandstökuvélar í nánd við gossvæðið á Fimmvörðuhálsi og opnað fyrir beina útsendingu í gegnum vefsíðu fyrirtækisins. Önnur myndavélin er á mastri á Hvolsvelli. Hin er á Þórólfsfelli, norðanmegin við Eyjafjallajökul.Fjölmennur fundur á Hvolsvelli Nú fer fram fjölmennur upplýsingafundur í íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli sem sýslumaðurinn og almannavarnir boðuðu til. Í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins kom fram að 300 til 400 íbúar væru á fundinum og að Kjartan Þorkelsson, sýslumaður, hafi byrjað mál sitt á því að þakka íbúum fyrir samstarfið í kringum rýminguna. Það hafi verið til fyrirmyndar. Þá kom fram sveitarstjórnarmenn hafa áhyggjur af auknum ferðamannastraumi á svæðið og að sveitarstjórnin ætli að koma upp aðstöðu fyrir fólk á litlum bílum við Fljótsdal og vísa á gönguleiðir upp á Þórólfsfell. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu í kvöld og talið að eldgos væri hafið á nýjum stað í grennd við gossprunguna á Fimmvörðuhálsi. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir svo ekki vera. Í vefmyndavél fjarskiptafyrirtækisins Mílu á Þórólfsfelli sést bjarmi á tveimur stöðum. Fyrr í kvöld höfðu starfsmenn Veðurstofunnar samband við lögregluna á Hvolsvelli sem staðfesti að gos væri ekki hafið á nýjum stað, en eldgosið á Fimmvörðuhálsi sést vel frá Hvolsvelli. Sérfræðingur Veðurstofunnar fullyrðir að bjarminn sem sést í vefmyndavél Mílu stafi af hrauntungu sem renni niður og bræði á leiðinni ís og snjó. Við það myndist gríðarlega mikil gufa. Míla hefur sett upp upp tvær myndbandstökuvélar í nánd við gossvæðið á Fimmvörðuhálsi og opnað fyrir beina útsendingu í gegnum vefsíðu fyrirtækisins. Önnur myndavélin er á mastri á Hvolsvelli. Hin er á Þórólfsfelli, norðanmegin við Eyjafjallajökul.Fjölmennur fundur á Hvolsvelli Nú fer fram fjölmennur upplýsingafundur í íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli sem sýslumaðurinn og almannavarnir boðuðu til. Í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins kom fram að 300 til 400 íbúar væru á fundinum og að Kjartan Þorkelsson, sýslumaður, hafi byrjað mál sitt á því að þakka íbúum fyrir samstarfið í kringum rýminguna. Það hafi verið til fyrirmyndar. Þá kom fram sveitarstjórnarmenn hafa áhyggjur af auknum ferðamannastraumi á svæðið og að sveitarstjórnin ætli að koma upp aðstöðu fyrir fólk á litlum bílum við Fljótsdal og vísa á gönguleiðir upp á Þórólfsfell.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira