Svavar Gestsson: Eins og Kristján og Vigdís Svavar Gestsson skrifar 23. apríl 2010 13:17 Ef forseti Íslands á að vera til sem embætti þá þarf að vera sátt um embættið sem sameiningartákn. Forseti Íslands þarf að haga orðum sínum með hliðsjón af þessu mikilvæga hlutverki. Hann gætir þess að erlendir sendimenn skilji orð hans ekki svo að Rússland eigi að fá Keflavíkurflugvöll. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að hann telji að Íslendingar séu gáfaðri og hæfari en allir aðrir sem fjármálamenn. Það gæti eins og kunnugt er misskilist. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að heimurinn telji að Kötlugos sé yfirvofandi og að landið sé þess vegna að lokast. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að ritstjóri víðlesnasta blaðs landsins telji hann stökkva á næsta hljóðnema einkum ef hann er merktur erlendri fréttastofu. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki þannig að hann sé skilinn svo að hann hafni rannsóknarnefndarskýrslunni. Hann gætir sín að haga orðum sínum ekki þannig að Kaupþing muni ekki gera upp Edge-reikningana í Þýskalandi. Nú kann Ólafur Ragnar vafalaust svör við þessu öllu:að hann hafi aldrei sagt að Rússar eigi að fá Keflavíkurflugvöll.að hann hafi aldrei sagt að Íslendingar væru betri fjármálamenn en aðrir.að hann hafi aldrei sagt að það væri alveg að koma Kötlugos.að hann hafi aldrei sagt að Kaupþing myndi ekki gera upp Edge-reikningana.að hann stökkvi aldrei á næsta hljóðnema merktan alþjóðlegri fréttastofuað það sé misskilningur að hann hafi gagnrýnt skýrslu rannsóknarnefndarinnar. En það breytir ekki því að forsetaembættið hefur breyst; margir myndu telja það hafa skaðast. Einhverjir eru sjálfsagt ánægðir. Í framhaldi af umræðum um skýrslu rannsóknarnefndarinnar hefur verið bent á nauðsyn þess að endurskoða rammann um forsetaembættið: Það eigi að setja siðareglur um embættið, að það eigi að setja lög um embættið og að það eigi að endurskoða stjórnarskrárákvæðin um embættið. Það hefur jafnvel heyrst oftar en áður að embættið eigi að leggja niður; það sé þarflaust tildurembætti. Þá benda aðrir á að það þurfi að vera hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur. En það er mál sem Alþingi á að ákveða og það á þá að breyta stjórnarskránni þannig að minnihluti Alþingis - stór minnihluti - geti kallað fram þjóðaratkvæði. Allt þetta og fleira kemur upp í hugann þessa dagana. Aðalatriðið að þjóðin vill að forsetaembættið sé sameiningartákn. Eins og í tíð Kristjáns og Vigdísar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ef forseti Íslands á að vera til sem embætti þá þarf að vera sátt um embættið sem sameiningartákn. Forseti Íslands þarf að haga orðum sínum með hliðsjón af þessu mikilvæga hlutverki. Hann gætir þess að erlendir sendimenn skilji orð hans ekki svo að Rússland eigi að fá Keflavíkurflugvöll. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að hann telji að Íslendingar séu gáfaðri og hæfari en allir aðrir sem fjármálamenn. Það gæti eins og kunnugt er misskilist. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að heimurinn telji að Kötlugos sé yfirvofandi og að landið sé þess vegna að lokast. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að ritstjóri víðlesnasta blaðs landsins telji hann stökkva á næsta hljóðnema einkum ef hann er merktur erlendri fréttastofu. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki þannig að hann sé skilinn svo að hann hafni rannsóknarnefndarskýrslunni. Hann gætir sín að haga orðum sínum ekki þannig að Kaupþing muni ekki gera upp Edge-reikningana í Þýskalandi. Nú kann Ólafur Ragnar vafalaust svör við þessu öllu:að hann hafi aldrei sagt að Rússar eigi að fá Keflavíkurflugvöll.að hann hafi aldrei sagt að Íslendingar væru betri fjármálamenn en aðrir.að hann hafi aldrei sagt að það væri alveg að koma Kötlugos.að hann hafi aldrei sagt að Kaupþing myndi ekki gera upp Edge-reikningana.að hann stökkvi aldrei á næsta hljóðnema merktan alþjóðlegri fréttastofuað það sé misskilningur að hann hafi gagnrýnt skýrslu rannsóknarnefndarinnar. En það breytir ekki því að forsetaembættið hefur breyst; margir myndu telja það hafa skaðast. Einhverjir eru sjálfsagt ánægðir. Í framhaldi af umræðum um skýrslu rannsóknarnefndarinnar hefur verið bent á nauðsyn þess að endurskoða rammann um forsetaembættið: Það eigi að setja siðareglur um embættið, að það eigi að setja lög um embættið og að það eigi að endurskoða stjórnarskrárákvæðin um embættið. Það hefur jafnvel heyrst oftar en áður að embættið eigi að leggja niður; það sé þarflaust tildurembætti. Þá benda aðrir á að það þurfi að vera hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur. En það er mál sem Alþingi á að ákveða og það á þá að breyta stjórnarskránni þannig að minnihluti Alþingis - stór minnihluti - geti kallað fram þjóðaratkvæði. Allt þetta og fleira kemur upp í hugann þessa dagana. Aðalatriðið að þjóðin vill að forsetaembættið sé sameiningartákn. Eins og í tíð Kristjáns og Vigdísar.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar