Tæpar 400 þúsund krónur nægja ekki fyrir framfærslunni Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 15. desember 2010 18:52 Öryrki og einstæð móðir með nærri fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur frá Tryggingastofnun kveðst ekki hafa efni á jólunum. Að minnsta kosti 75 prósent vinnandi fólks í landinu er með minna á milli handanna eftir skatta. Starfsgreinasambandið er að berjast fyrir 200 þúsund króna lágmarkslaunum, samkvæmt tölum hagstofunnar eru meðal mánaðarlaun fólks í landinu 334 þúsund krónur, þar kemur líka fram að 75% þjóðarinnar er með minna en 383 þúsund krónur á mánuði í föst laun fyrir fulla vinnu sem gefa um 267 þúsund krónur í vasann eftir skatta, gjöld og lífeyrissjóð. Freyja Dís Númadóttir, öryrki og einstæð móðir þriggja barna, er hins vegar með um 388 þúsund krónur í heildargreiðslur frá Tryggingastofnun. Það eru hennar ráðstöfunartekjur, sem jafngilda þá tæpum 600 þúsund krónum (596.000 kr.) í mánaðarlaun. Til viðmiðunar má nefna að föst laun þingmanna eru 520 þúsund krónur. Auk örorkubóta eru greiðslur Freyju meðal annars meðlög, barnalífeyrir og umönnunargreiðslur vegna barna. Freyja býr í félagslegri íbúð í Norðlingaholti ásamt þremur dætrum sínum, 10 til 13 ára. Hún kveðst hafa veikst af heilahimnubólgu 7 ára gömul og greind öryrki 16 ára. „Upp úr þessu hef ég ekki haft fulla vinnslugetu eins og eðlileg persóna," segir Freyja. Hún segist vera óvinnufær, meðal annars með áreynsluasma og lélegt ónæmiskerfi. „Ég á bara einn þúsundkall í veskinu mínu," segir Freyja. Hún segist ekki eiga val um annað en að sækja sér mataraðstoð hjá hjálparsamtökum. Jafnvel þó að það þýði að hún muni krókna á tánum. Hún segir að fleiri séu í svipaðri stöðu og hún. Freyja segist þó gera sér grein fyrir því að hún hafi komið sér í þessa stöðu sjálf. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Öryrki og einstæð móðir með nærri fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur frá Tryggingastofnun kveðst ekki hafa efni á jólunum. Að minnsta kosti 75 prósent vinnandi fólks í landinu er með minna á milli handanna eftir skatta. Starfsgreinasambandið er að berjast fyrir 200 þúsund króna lágmarkslaunum, samkvæmt tölum hagstofunnar eru meðal mánaðarlaun fólks í landinu 334 þúsund krónur, þar kemur líka fram að 75% þjóðarinnar er með minna en 383 þúsund krónur á mánuði í föst laun fyrir fulla vinnu sem gefa um 267 þúsund krónur í vasann eftir skatta, gjöld og lífeyrissjóð. Freyja Dís Númadóttir, öryrki og einstæð móðir þriggja barna, er hins vegar með um 388 þúsund krónur í heildargreiðslur frá Tryggingastofnun. Það eru hennar ráðstöfunartekjur, sem jafngilda þá tæpum 600 þúsund krónum (596.000 kr.) í mánaðarlaun. Til viðmiðunar má nefna að föst laun þingmanna eru 520 þúsund krónur. Auk örorkubóta eru greiðslur Freyju meðal annars meðlög, barnalífeyrir og umönnunargreiðslur vegna barna. Freyja býr í félagslegri íbúð í Norðlingaholti ásamt þremur dætrum sínum, 10 til 13 ára. Hún kveðst hafa veikst af heilahimnubólgu 7 ára gömul og greind öryrki 16 ára. „Upp úr þessu hef ég ekki haft fulla vinnslugetu eins og eðlileg persóna," segir Freyja. Hún segist vera óvinnufær, meðal annars með áreynsluasma og lélegt ónæmiskerfi. „Ég á bara einn þúsundkall í veskinu mínu," segir Freyja. Hún segist ekki eiga val um annað en að sækja sér mataraðstoð hjá hjálparsamtökum. Jafnvel þó að það þýði að hún muni krókna á tánum. Hún segir að fleiri séu í svipaðri stöðu og hún. Freyja segist þó gera sér grein fyrir því að hún hafi komið sér í þessa stöðu sjálf.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira