Guðmundur: Erum að mæta einu besta liði sögunnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. apríl 2010 08:00 Mynd/DIENER Ísland og Frakkland mætast í vináttulandsleik í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn hefst 20.15. Þetta er fyrri vináttuleikur þjóðanna því þau mætast aftur á morgun á sama stað klukkan 16.00. Þetta franska lið er ógnarsterkt og klárlega eitt besta lið allra tíma, ef ekki það besta. Frakkar eru ríkjandi heims-, Evrópu-, og Ólympíumeistarar en ekkert annað landslið hefur nað slíkum árangri í sögunni. Frakkar hafa þess utan staðið í vegi fyrir því að Ísland hafi farið alla leið á stórmótum. Strákarnir okkar töpuðu fyrir þessu franska liði í úrslitum ÓL í Peking 2008 og svo aftur í undanúrslitum EM í Austurríki í janúar síðastliðnum. „Ég er búinn að liggja yfir þessu í fleiri vikur. Bæði að skoða okkar leik á EM og svo auðvitað leik franska liðsins. Við þurfum að gera betur en við höfum gert í síðustu stórleikjum. Við verðum að nálgast þá meira og mér finnst við hafa tapað of stórt á móti þeim og leikirnir hafa farið frá okkur á mjög stuttum köflum. Á EM töpum við leiknum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks eftir að allt var í járnum í fyrri hálfleik. Það er ég óhress með og við þurfum að læra af,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari en hvað þarf liðið helst að bæta? „Við megum ekki taka of mikla óþarfa áhættu eins og vafasamar línusendingar til að mynda. Þeir hirða slíkt upp og það þýðir mark í kjölfarið. Síðan þurfum við að skila okkur hraðar til baka því þeir skora mikið í fyrstu, annarri og þriðju bylgju hraðaupphlaupa. Við verðum að vera mjög vakandi er við komum til baka að mæta þeim,“ segir Guðmundur en hann leggur einnig mikla áherslu á að stöðva Nikola Karabatic sem er líklega besti handboltamaður heims. „Við þurfum að taka betur á honum og stöðva hann. Hann fékk að skora allt of auðveld mörk gegn okkur síðast og var með níu mörk í níu tilraunum minnir mig. Það var of auðvelt fyrir hann og mér fannst við líka gefa eftir of snemma í leiknum. Við verðum að hafa meiri trú og fylgja því til baka.“ Guðmundur mun einnig breyta sóknarleiknum aðeins fyrir leikina tvo og ætlar að prófa í það minnsta þrjú ný leikkerfi gegn Frökkunum. Guðmundur mun einnig spila 5/1 vörn með Ásgeir Örn fremstan þar sem Guðjón Valur spilar ekki vegna meiðsla. „Við erum að nýta þessa leiki til þess að læra á þá og einnig að sjálfsögðu að þróa okkar leik svo við séum með réttu svörin á móti þeim. Það er líka mikilvægt sálfræðilega að vinna þá svo við sjáum að þeir séu ekki ósigrandi.“ Margir vilja meina að þetta franska lið sem hingað er komið sé besta handboltalandslið sögunnar. Er Guðmundur sammála því? „Þetta er eitt besta lið sögunnar og það hefur engu öðru landsliði tekist að vinna alla stóru titlana í röð. Ég myndi segja að þetta lið og lið Sovétmanna á sínum tíma séu þau tvö landslið sem skari fram úr. Sovétmenn voru frábærir, vel þjálfaðir og með góðar leikaðferðir. Þetta eru líklega álíka lið en franska liðið hefur náð lengra.“ Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Ísland og Frakkland mætast í vináttulandsleik í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn hefst 20.15. Þetta er fyrri vináttuleikur þjóðanna því þau mætast aftur á morgun á sama stað klukkan 16.00. Þetta franska lið er ógnarsterkt og klárlega eitt besta lið allra tíma, ef ekki það besta. Frakkar eru ríkjandi heims-, Evrópu-, og Ólympíumeistarar en ekkert annað landslið hefur nað slíkum árangri í sögunni. Frakkar hafa þess utan staðið í vegi fyrir því að Ísland hafi farið alla leið á stórmótum. Strákarnir okkar töpuðu fyrir þessu franska liði í úrslitum ÓL í Peking 2008 og svo aftur í undanúrslitum EM í Austurríki í janúar síðastliðnum. „Ég er búinn að liggja yfir þessu í fleiri vikur. Bæði að skoða okkar leik á EM og svo auðvitað leik franska liðsins. Við þurfum að gera betur en við höfum gert í síðustu stórleikjum. Við verðum að nálgast þá meira og mér finnst við hafa tapað of stórt á móti þeim og leikirnir hafa farið frá okkur á mjög stuttum köflum. Á EM töpum við leiknum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks eftir að allt var í járnum í fyrri hálfleik. Það er ég óhress með og við þurfum að læra af,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari en hvað þarf liðið helst að bæta? „Við megum ekki taka of mikla óþarfa áhættu eins og vafasamar línusendingar til að mynda. Þeir hirða slíkt upp og það þýðir mark í kjölfarið. Síðan þurfum við að skila okkur hraðar til baka því þeir skora mikið í fyrstu, annarri og þriðju bylgju hraðaupphlaupa. Við verðum að vera mjög vakandi er við komum til baka að mæta þeim,“ segir Guðmundur en hann leggur einnig mikla áherslu á að stöðva Nikola Karabatic sem er líklega besti handboltamaður heims. „Við þurfum að taka betur á honum og stöðva hann. Hann fékk að skora allt of auðveld mörk gegn okkur síðast og var með níu mörk í níu tilraunum minnir mig. Það var of auðvelt fyrir hann og mér fannst við líka gefa eftir of snemma í leiknum. Við verðum að hafa meiri trú og fylgja því til baka.“ Guðmundur mun einnig breyta sóknarleiknum aðeins fyrir leikina tvo og ætlar að prófa í það minnsta þrjú ný leikkerfi gegn Frökkunum. Guðmundur mun einnig spila 5/1 vörn með Ásgeir Örn fremstan þar sem Guðjón Valur spilar ekki vegna meiðsla. „Við erum að nýta þessa leiki til þess að læra á þá og einnig að sjálfsögðu að þróa okkar leik svo við séum með réttu svörin á móti þeim. Það er líka mikilvægt sálfræðilega að vinna þá svo við sjáum að þeir séu ekki ósigrandi.“ Margir vilja meina að þetta franska lið sem hingað er komið sé besta handboltalandslið sögunnar. Er Guðmundur sammála því? „Þetta er eitt besta lið sögunnar og það hefur engu öðru landsliði tekist að vinna alla stóru titlana í röð. Ég myndi segja að þetta lið og lið Sovétmanna á sínum tíma séu þau tvö landslið sem skari fram úr. Sovétmenn voru frábærir, vel þjálfaðir og með góðar leikaðferðir. Þetta eru líklega álíka lið en franska liðið hefur náð lengra.“
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira