Skrímslin vöknuð til lífsins á Bíldudal 17. júní 2010 04:15 Valdimar Gunnarsson Um hundrað sjálfboðaliðar úr röðum heimamanna og brottfluttra Arnfirðinga unnu í tvö ár við að koma Skrímslasetrinu á laggirnar. Hugmyndin að Skrímslasetrinu kviknaði sumarið 2007 á bæjarhátíðinni Bíldudals grænar baunir, þar sem meðal annars var boðið upp á skrímslaferðir. „Þetta var gífurlega vinsælt og vakti mikla athygli í fjölmiðlum," segir Valdimar Gunnarsson, formaður Félags áhugamanna um Skrímslasetur. „Við sáum að það var hægt að gera eitthvað meira og stofnuðum því félagið." Skrímslafélagið er angi af Arnfirðingafélaginu í Reykjavík, sem hefur það meðal annars að markmiði að aðstoða og efla heimabyggðina. Valdimar segir að á Bíldudal hafi vantað afþreyingu fyrir ferðamenn í bænum. Þeir hafi þar af leiðandi ekki haft langa viðdvöl þar. Skrímslasetrið sé liður í að breyta því. Setrið er til húsa í gömlu matvælaiðjunni á Bíldudal; 800 fermetra byggingu sem var að hruni komin þegar skrímslafélagið keypti það. „Þarna var hausaþurrkun fyrir nokkrum árum og allt orðið kasúldið og ógeðslegt," segir Valdimar. „En þetta var eina húsnæðið í bænum sem hentaði. Við sáum fram á að það þyrfti kraftaverk til að koma því í gott ástand og leituðum til heimamanna og brottfluttra Arnfirðinga til að leggja okkur lið." Um hundrað sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg og reiknast Valdimar til að þeir hafi unnið í um 3.000 vinnustundir. „Samheldnin og velviljinn hjá fólki hefur verið hreint ótrúlegur. Setrið hefði ekki orðið að raunveruleika án þess." Til stóð að opna Skrímslasetrið í fyrra en við hrun bankanna skrúfaðist fyrir allar fjárveitingar. Því var brugðið á það ráð að opna safnið í tveimur áföngum. Sá fyrri var opnaður nú á dögunum og nemur heildarkostnaður við hann um 45 milljónum króna. Setrið var opið í um hálfan mánuð í fyrrasumar í tilraunaskyni og heimsóttu á fimmta þúsund það þá. „Ferðamannatíminn fer greinilega aðeins hægar af stað í ár en í fyrra," segir Valdimar. „En miðað við hvernig gekk í fyrra erum við bjartsýn fyrir sumarið." Um fimmtán milljónir króna vantar til að ljúka við seinni áfanga setursins. Valdimar vonast þó til að það geti orðið áður en langt um líður. bergsteinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Hugmyndin að Skrímslasetrinu kviknaði sumarið 2007 á bæjarhátíðinni Bíldudals grænar baunir, þar sem meðal annars var boðið upp á skrímslaferðir. „Þetta var gífurlega vinsælt og vakti mikla athygli í fjölmiðlum," segir Valdimar Gunnarsson, formaður Félags áhugamanna um Skrímslasetur. „Við sáum að það var hægt að gera eitthvað meira og stofnuðum því félagið." Skrímslafélagið er angi af Arnfirðingafélaginu í Reykjavík, sem hefur það meðal annars að markmiði að aðstoða og efla heimabyggðina. Valdimar segir að á Bíldudal hafi vantað afþreyingu fyrir ferðamenn í bænum. Þeir hafi þar af leiðandi ekki haft langa viðdvöl þar. Skrímslasetrið sé liður í að breyta því. Setrið er til húsa í gömlu matvælaiðjunni á Bíldudal; 800 fermetra byggingu sem var að hruni komin þegar skrímslafélagið keypti það. „Þarna var hausaþurrkun fyrir nokkrum árum og allt orðið kasúldið og ógeðslegt," segir Valdimar. „En þetta var eina húsnæðið í bænum sem hentaði. Við sáum fram á að það þyrfti kraftaverk til að koma því í gott ástand og leituðum til heimamanna og brottfluttra Arnfirðinga til að leggja okkur lið." Um hundrað sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg og reiknast Valdimar til að þeir hafi unnið í um 3.000 vinnustundir. „Samheldnin og velviljinn hjá fólki hefur verið hreint ótrúlegur. Setrið hefði ekki orðið að raunveruleika án þess." Til stóð að opna Skrímslasetrið í fyrra en við hrun bankanna skrúfaðist fyrir allar fjárveitingar. Því var brugðið á það ráð að opna safnið í tveimur áföngum. Sá fyrri var opnaður nú á dögunum og nemur heildarkostnaður við hann um 45 milljónum króna. Setrið var opið í um hálfan mánuð í fyrrasumar í tilraunaskyni og heimsóttu á fimmta þúsund það þá. „Ferðamannatíminn fer greinilega aðeins hægar af stað í ár en í fyrra," segir Valdimar. „En miðað við hvernig gekk í fyrra erum við bjartsýn fyrir sumarið." Um fimmtán milljónir króna vantar til að ljúka við seinni áfanga setursins. Valdimar vonast þó til að það geti orðið áður en langt um líður. bergsteinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira