Ráðherrar fái leyfi frá þingstörfum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 7. september 2010 06:00 Fyrr í sumar samþykkti flokksstjórn Samfylkingarinnar tillögu þess efnis að ráðherrar Samfylkingarinnar vikju af þingi og kölluðu inn fyrir sig varamenn. Svolítil umræða varð um þetta – í Fréttablaðinu að minnsta kosti – og minnist ég leiðara Ólafs Stephensen og greinar Þorsteins Pálssonar. Báðir gátu þeir þess að Siv Friðleifsdóttir hefur ítrekað flutt á Alþingi tillögu til breytingar á stjórnarskránni um slíkan aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Báðir sögðu þeir líka réttilega að lög heimila ráðherrum ekki að segja tímabundið af sér þingmennsku. Sú sem þetta skrifar var satt að segja svolítið fúl yfir því að hvorugur þeirra gat frumvarps sem lagt var fram á Alþingi sl. vor og hún er fyrsti flutningsmaður að, en við vorum 19 sem fluttum frumvarpið. – Þó er ekki við neinn að sakast í þeim efnum, nema hana sjálfa því ljóst er að hún hefur ekki haldið málinu nógsamlega á lofti. Með frumvarpinu er lagt til að þingmaður sem tekur við ráðherraembætti geti látið af þingstörfum þegar leiðin liggur í stjórnarráðið og horfið aftur til þingstarfa á kjörtímabilinu ef breytingar verða á ríkisstjórninni eða öðrum hans högum. Vafasamt er að hægt sé að banna þingmanni að gegna ráðherrastörfum nema að það sé gert í stjórnarskrá. Þess vegna er lagt til að ráðherrafólk ráði þessu sjálft og geti ef þau svo kjósa tekið sér leyfi frá þingstörfum. Kannski má kalla þetta biðleik þangað til ákvæðið verður vonandi fest í stjórnarskrá. – Verði ákvæðið ekki fest í stjórnarskrá stæði þetta þó ennþá þeim til boða sem telja að þetta sé hið eðlilega fyrirkomulag. Það er aldeilis ekki ný hugmynd að betri aðskilnaður milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds sé af hinu góða. Fylgi mitt við hugmyndina hefur styrkst á því rúma ári sem ég hef setið í þingflokki þar sem fimmtungur þingmannanna eru ráðherrar. Vald ráherranna er mikið í þingflokknum og get ég rétt ímyndað mér áhrif framkvæmdarvaldshafanna þar sem hlutfall þeirra er hærra í þingflokki. Þetta er ekki vegna þess að ráðherrarnir séu bullur sem vaða yfir samflokksmenn. Það er ekki nema eðlilegt að ráðherrar leggi mikla áherslu á að ná fram sem mestu í þeim málflokki sem þeir eru ábyrgir fyrir. Þess vegna er einmitt nauðsynlegt að hafa meiri fjarlægð milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Um árabil hefur verið gagnrýnt að Alþingi sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina. Nokkuð er til í því. Þessu á auðvitað að vera öfugt farið. Framkvæmdarvaldið á að starfa innan þess ramma sem löggjafinn ákveður. Auðvitað finna íhaldsmenn allra flokka einhverja ástæðu til að samþykkja tillöguna ekki. Sumir eru einfaldlega á móti slíkri breytingu, það er gott og blessað. Sumir segja að styrkur stjórnarflokka muni aukast. Það er ekki rétt. Styrkur stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi ræðst af atkvæðum. Atkvæði stjórnarflokka verða jafn mörg eftir sem áður. Sumir segja að þetta sé ekki rétti tíminn til að gera breytingar af þessu tagi. – Það segja íhaldsmenn alltaf. Hallærislegast er samt þegar sagt er að breyta þurfi sætaskipan í þingsalnum eða að þingsalurinn sé of lítill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fyrr í sumar samþykkti flokksstjórn Samfylkingarinnar tillögu þess efnis að ráðherrar Samfylkingarinnar vikju af þingi og kölluðu inn fyrir sig varamenn. Svolítil umræða varð um þetta – í Fréttablaðinu að minnsta kosti – og minnist ég leiðara Ólafs Stephensen og greinar Þorsteins Pálssonar. Báðir gátu þeir þess að Siv Friðleifsdóttir hefur ítrekað flutt á Alþingi tillögu til breytingar á stjórnarskránni um slíkan aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Báðir sögðu þeir líka réttilega að lög heimila ráðherrum ekki að segja tímabundið af sér þingmennsku. Sú sem þetta skrifar var satt að segja svolítið fúl yfir því að hvorugur þeirra gat frumvarps sem lagt var fram á Alþingi sl. vor og hún er fyrsti flutningsmaður að, en við vorum 19 sem fluttum frumvarpið. – Þó er ekki við neinn að sakast í þeim efnum, nema hana sjálfa því ljóst er að hún hefur ekki haldið málinu nógsamlega á lofti. Með frumvarpinu er lagt til að þingmaður sem tekur við ráðherraembætti geti látið af þingstörfum þegar leiðin liggur í stjórnarráðið og horfið aftur til þingstarfa á kjörtímabilinu ef breytingar verða á ríkisstjórninni eða öðrum hans högum. Vafasamt er að hægt sé að banna þingmanni að gegna ráðherrastörfum nema að það sé gert í stjórnarskrá. Þess vegna er lagt til að ráðherrafólk ráði þessu sjálft og geti ef þau svo kjósa tekið sér leyfi frá þingstörfum. Kannski má kalla þetta biðleik þangað til ákvæðið verður vonandi fest í stjórnarskrá. – Verði ákvæðið ekki fest í stjórnarskrá stæði þetta þó ennþá þeim til boða sem telja að þetta sé hið eðlilega fyrirkomulag. Það er aldeilis ekki ný hugmynd að betri aðskilnaður milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds sé af hinu góða. Fylgi mitt við hugmyndina hefur styrkst á því rúma ári sem ég hef setið í þingflokki þar sem fimmtungur þingmannanna eru ráðherrar. Vald ráherranna er mikið í þingflokknum og get ég rétt ímyndað mér áhrif framkvæmdarvaldshafanna þar sem hlutfall þeirra er hærra í þingflokki. Þetta er ekki vegna þess að ráðherrarnir séu bullur sem vaða yfir samflokksmenn. Það er ekki nema eðlilegt að ráðherrar leggi mikla áherslu á að ná fram sem mestu í þeim málflokki sem þeir eru ábyrgir fyrir. Þess vegna er einmitt nauðsynlegt að hafa meiri fjarlægð milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Um árabil hefur verið gagnrýnt að Alþingi sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina. Nokkuð er til í því. Þessu á auðvitað að vera öfugt farið. Framkvæmdarvaldið á að starfa innan þess ramma sem löggjafinn ákveður. Auðvitað finna íhaldsmenn allra flokka einhverja ástæðu til að samþykkja tillöguna ekki. Sumir eru einfaldlega á móti slíkri breytingu, það er gott og blessað. Sumir segja að styrkur stjórnarflokka muni aukast. Það er ekki rétt. Styrkur stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi ræðst af atkvæðum. Atkvæði stjórnarflokka verða jafn mörg eftir sem áður. Sumir segja að þetta sé ekki rétti tíminn til að gera breytingar af þessu tagi. – Það segja íhaldsmenn alltaf. Hallærislegast er samt þegar sagt er að breyta þurfi sætaskipan í þingsalnum eða að þingsalurinn sé of lítill.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun