Körfubolti

Bendedikt þjálfar 20 ára landsliðið sem fer í Evrópukeppnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benedikt Guðmundsson og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.
Benedikt Guðmundsson og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Mynd/Heimasíða KKÍ
Benedikt Guðmundsson. þjálfari 1. deildarliðs Þórs úr Þorlákshöfn, hefur verið ráðinn þjálfari U-20 ára landsliðs karla. Stjórn KKÍ hefur síðan ákveðið að senda U-20 ára landsliðið karla í Evrópukeppnina 2011. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Evrópukeppnin mun fara fram í Sarajevo í Bosníu dagana 14. - 24. júlí en þetta er eina Evrópukeppnin sem íslenskt landslið mun taka þátt í á þessu ári. Karla- og kvennalandsliðin voru ekki með í Evrópukeppninni í ár og hafa verið í dvala síðan haustið 2009.

Benedikt Guðmundsson sem hefur þjálfað mörg yngri landslið KKÍ með góðum árangri hefur verið ráðinn þjálfari liðsins. Hann hefur meðal annars gert þrjú landslið að Norðurlandameisturum; 16 ára landslið karla 2004, 18 ára landslið karla 2006 og 16 ára landslið karla 2007.

Það kemur í ljós 15. janúar hvaða þjóðir verða með Íslandi í riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×