Meðfylgjandi myndir voru teknar í húsnæði Saga film í gærkvöldi þar sem Spaugstofan fagnaði 25 ára farsælum starfsferli.
Eins og myndirnar sýna greinilega ríkti frábær stemning á meðal Spaugstofumanna, vina og samstarfsfélaga þeirra í gegnum tíðina.
Fyrstu Spaugstofuþættirnir voru sýndir á stóru sýningartjaldi, borðin svignuðu undan veitingum og svo stigu Spaugstofumenn á svið ásamt fyrrum félaga, Randveri Þorlákssyni, og kitluðu hláturtaugar áhorfenda eins og þeim einum er lagið.
Hér má sjá Sindra einn stjórnanda sjónvarpsþáttarins Ísland í dag ræða við Spaugstofumenn.