NBA: Dallas og Boston héldu sigurgöngum sínum áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2010 09:00 Ray Allen hitti vel í nótt. Mynd/AP Sigurgöngur Dallas Mavericks og Boston Celtics héldu áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann sinn ellefta leik í röð og Boston vann sinn níunda leik í röð. Það dugði hinsvegar ekki Orlando Magic að miðherjinn Dwight Howard skoraði 39 stig og liðið tapaði sínum þriðja leik í röð. Dirk Nowitzki skoraði 21 stig og tók 10 fráköst þegar Dallas Mavericks vann 102-89 sigur á New Jersey Nets á heimavelli. Avery Johnson, fyrrum þjálfari Dallas og núverandi þjálfari Nets-liðsins var þarna að koma í fyrsta sinn aftur í Dallas-höllina eftir að hafa verið rekinn frá Mavericks á sínum tíma. Shawn Marion skoraði 18 stig fyrir Dallas, þeir Jason Terry og Caron Butler voru báðir með 15 stig auk þess að J.J. Barea gaf 13 stoðsendingar. Brook Lopez skoraði 24 stig fyrir New Jersey en liðið er búið að tapa sex síðustu leikjum sínum og hefur alls tapað ellefu útileikjum í röð.Kevin Garnett og Nate Robinson fagna sigrinum.Mynd/APKevin Garnett var hetja Boston Celtics í naumum 102-101 sigri á Philadelphia 76ers. Garnett skoraði sigurkörfuna þegar 1,4 sekúnda var eftir af leiknum eftir að hafa fengið sendingu frá Rajon Rondo. Garnett var ekki hættur því hann hljóp strax til baka og stal síðustu sendingunni hjá Philadelphia og tryggði Boston um leið endanlega sigurinn. Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Boston, Rajon Rondo var með 19 stig og 14 stoðsendingar, Glen Davis skoraði 16 stig og Garnett var með 14 stig. Jodie Meeks var stigahæstur hjá Philadelphia með 19 stig, þeir Lou Williams og Thaddeus Young skoruðu báðir 16 stig og Elton Brand var með 13 stig og 14 fráköst.Andre Miller og Wesley Matthews.Mynd/APAndre Miller skoraði 22 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 97-83 sigur á Orlando Magic á heimavelli. Þetta var þriðja tap Orlando-liðsins í röð en stór hluti liðsins hefur verið að glíma við magakveisu síðustu daga. Dwight Howard var með 39 stig og 15 fráköst hjá Orlando, Rashard Lewis skoraði 11 stig og þeir Jameer Nelson og J.J. Redick skoruðu báðir 10 stig. Allir höfðu þessir leikmenn orðið fyrir barðinu á magakveisunni. Wesley Matthews heldur áfram að spila vel fyrir Portland en hann var með 20 stig í leiknum og Nicolas Batum kom með 15 stig og 10 fráköst inn af bekknum. LaMarcus Aldridge skoraði síðan 14 stig. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Avery Johnson.Mynd/APPhiladelphia 76ers-Boston Celtics 101-102 Dallas Mavericks-New Jersey Nets 102-89 Portland Trail Blazers-Orlando Magic 97-83 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira
Sigurgöngur Dallas Mavericks og Boston Celtics héldu áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann sinn ellefta leik í röð og Boston vann sinn níunda leik í röð. Það dugði hinsvegar ekki Orlando Magic að miðherjinn Dwight Howard skoraði 39 stig og liðið tapaði sínum þriðja leik í röð. Dirk Nowitzki skoraði 21 stig og tók 10 fráköst þegar Dallas Mavericks vann 102-89 sigur á New Jersey Nets á heimavelli. Avery Johnson, fyrrum þjálfari Dallas og núverandi þjálfari Nets-liðsins var þarna að koma í fyrsta sinn aftur í Dallas-höllina eftir að hafa verið rekinn frá Mavericks á sínum tíma. Shawn Marion skoraði 18 stig fyrir Dallas, þeir Jason Terry og Caron Butler voru báðir með 15 stig auk þess að J.J. Barea gaf 13 stoðsendingar. Brook Lopez skoraði 24 stig fyrir New Jersey en liðið er búið að tapa sex síðustu leikjum sínum og hefur alls tapað ellefu útileikjum í röð.Kevin Garnett og Nate Robinson fagna sigrinum.Mynd/APKevin Garnett var hetja Boston Celtics í naumum 102-101 sigri á Philadelphia 76ers. Garnett skoraði sigurkörfuna þegar 1,4 sekúnda var eftir af leiknum eftir að hafa fengið sendingu frá Rajon Rondo. Garnett var ekki hættur því hann hljóp strax til baka og stal síðustu sendingunni hjá Philadelphia og tryggði Boston um leið endanlega sigurinn. Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Boston, Rajon Rondo var með 19 stig og 14 stoðsendingar, Glen Davis skoraði 16 stig og Garnett var með 14 stig. Jodie Meeks var stigahæstur hjá Philadelphia með 19 stig, þeir Lou Williams og Thaddeus Young skoruðu báðir 16 stig og Elton Brand var með 13 stig og 14 fráköst.Andre Miller og Wesley Matthews.Mynd/APAndre Miller skoraði 22 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 97-83 sigur á Orlando Magic á heimavelli. Þetta var þriðja tap Orlando-liðsins í röð en stór hluti liðsins hefur verið að glíma við magakveisu síðustu daga. Dwight Howard var með 39 stig og 15 fráköst hjá Orlando, Rashard Lewis skoraði 11 stig og þeir Jameer Nelson og J.J. Redick skoruðu báðir 10 stig. Allir höfðu þessir leikmenn orðið fyrir barðinu á magakveisunni. Wesley Matthews heldur áfram að spila vel fyrir Portland en hann var með 20 stig í leiknum og Nicolas Batum kom með 15 stig og 10 fráköst inn af bekknum. LaMarcus Aldridge skoraði síðan 14 stig. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Avery Johnson.Mynd/APPhiladelphia 76ers-Boston Celtics 101-102 Dallas Mavericks-New Jersey Nets 102-89 Portland Trail Blazers-Orlando Magic 97-83
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira