Dallas Mavericks er á mikilli siglingu í NBA-deildinni þessa dagana en liðið vann sinn áttunda leik í röð í nótt. Að þessu sinni gegn Charlotte.
Dallas hefur nú unnið átta leiki og aðeins tapað einum síðan félagið fékk þá Caron Butler og Brendan Haywood frá Washington.
Jason Terry var sterkur á lokakaflanum er hann skoraði 13 af 20 stigum sínum í leiknum. Þar af komu níu stig í 13-1 rispu Dallas sem gerði út um leikinn.
Úrslit næturinnar:
Charlotte-Dallas 84-89
Cleveland-NY Knicks 124-93
Philadelphia-Orlando 105-126
Chicago-Atlanta 92-116
Memphis-Portland 93-103
New Orleans-San Antonio 92-106
Houston-Toronto 116-92
Phoenix-Denver 101-85
LA Clippers-Utah 108-104