Dagur B. Eggertsson: Reykjavík verður að taka forystu 12. maí 2010 09:39 Í borgarstjórnarkosningunum í vor stendur valið milli þess að bíða af sér kreppuna, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér, eða beita afli borgarinnar til að vinna sig út úr henni eins hratt og kostur er, einsog hugmyndir Samfylkingarinnar ganga út á. Við teljum eindregið að Reykjavík eigi að taka sér forystuhlutverk á krepputímum. Sú forysta á að snúast um þrennt: tryggja atvinnu, tryggja öryggi og kveikja von um betra samfélag. Þetta þrennt er reyndar nátengt: Atvinna skapar öryggi sem skapar von. Ef við sköpum ekki atvinnu þá dregur úr öryggi og vonin dvínar - og andstæðan verður jafnvel ofan á: óöryggi og vonleysi.Atvinna Reykjavík á ekki að unna sér hvíldar fyrr en atvinnuleysi er úr sögunni. Þar þarf að leiða samvinnu margra. Sá doði sem stafar frá ráðhúsinu er bein afleiðing af því að frjálshyggjan vísar ábyrgðinni annað á meðan hún bíður eftir að markaðurinn leysi málin. Það er dýrt. Afleiðingin gæti orðið langvarandi atvinnuleysi. Höfuðborgin á þvert á móti að taka frumkvæði. Tryggja að hlúð sé að tækifærum í markvissu samstarfi við atvinnulífið, hvort sem er í ferðaþjónustu, þekkingariðnaði eða kvikmyndagerð svo dæmi séu tekin. Reykjavík er í einstakri stöðu til að fá aðra með. Viðhaldsverkefnum og framkvæmdum á ekki að fresta heldur flýta eins og kostur er. Ráða á fólk af atvinnuleysisskrá til brýnna verkefna, þar sem það er hægt. Einnig þar á Reykjavík að stíga fram og leiða. Þá fylgja aðrir á eftir. Það er allt betra en atvinnuleysi.Öryggi Reykjavík á að tryggja öryggi. Við þurfum öll að geta treyst því að samfélagið standi með okkur ef í harðbakkann slær. Það þýðir að hækka þarf lágmarksframfærslu og styðja betur við barnafjölskyldur. Öllum verður að tryggja þak yfir höfuðið án yfirskuldsetningar. Til þess þarf leiguhúsnæði að vera öruggur kostur, viðráðanlegt og fáanlegt til lengri tíma. Öryggi barna á að vera númer eitt. Skólarnir eiga að vera griðastaður, líka í kreppu. Við eigum að standa saman um að endurskoða forgangsröðina og tryggja að börn hrekist ekki úr íþróttum eða frístundastarfi vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Sú menntun er líka nauðsynleg til að leggja grunn að farsælli og og öruggri framtíð. Við þurfum sterkt velferðarsamfélag því það er lykillinn að öryggi fyrir alla. Við skulum ekki kjósa frá okkur öryggið.Von Reykjavík á þó ekki síst að kveikja og næra von um sterkari borg og betra samfélag þar sem við lærum af reynslunni. Við eigum að horfa til framtíðar þar sem lausnir koma í stað kreddu, umhyggja og nágrannasamfélag í stað eigingirni og afskiptaleysis, samhjálp í stað kapphlaups eftir innantómum gæðum og umburðarlyndi í stað dómhörku. Borgarbragurinn byggir á okkur sjálfum. Í góðri borg fer saman óttaleysi og fjölbreytni, tilhlökkun gagnvart framtíðinni, ásamt hæfilegri blöndu af íhaldssemi og forvitni fyrir hinu nýja. Reykjavík er aflið sem mun koma Íslandi út úr kreppunni.Valið í vor Það er enginn vafi að ef rétt verður á málum haldið í borginni munum við sjá nýjar og gamalgrónar atvinnugreinar vaxa aftur og dafna sem aldrei fyrr. Við þurfum bara að þora að taka skrefið til forystu, og standa og falla með því. Byrjum á því að hafna þriggja ára framtíðarsýn meirihlutans í Reykjavík um aðgerðarleysi í atvinnumálum, 11% atvinnuleysi og 70% niðurskurð til mannaflsfrekra verkefna. Það boðar bara landflótta. Reykjavík hefur alla burði til að gera margfalt betur ef hún beitir sér. Atvinnustefna og aðgerðaráætlun Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sannar það. Þar birtist sýn um atvinnu, öryggi og von um betri framtíð. Þar liggur munurinn. Þitt er valið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í borgarstjórnarkosningunum í vor stendur valið milli þess að bíða af sér kreppuna, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér, eða beita afli borgarinnar til að vinna sig út úr henni eins hratt og kostur er, einsog hugmyndir Samfylkingarinnar ganga út á. Við teljum eindregið að Reykjavík eigi að taka sér forystuhlutverk á krepputímum. Sú forysta á að snúast um þrennt: tryggja atvinnu, tryggja öryggi og kveikja von um betra samfélag. Þetta þrennt er reyndar nátengt: Atvinna skapar öryggi sem skapar von. Ef við sköpum ekki atvinnu þá dregur úr öryggi og vonin dvínar - og andstæðan verður jafnvel ofan á: óöryggi og vonleysi.Atvinna Reykjavík á ekki að unna sér hvíldar fyrr en atvinnuleysi er úr sögunni. Þar þarf að leiða samvinnu margra. Sá doði sem stafar frá ráðhúsinu er bein afleiðing af því að frjálshyggjan vísar ábyrgðinni annað á meðan hún bíður eftir að markaðurinn leysi málin. Það er dýrt. Afleiðingin gæti orðið langvarandi atvinnuleysi. Höfuðborgin á þvert á móti að taka frumkvæði. Tryggja að hlúð sé að tækifærum í markvissu samstarfi við atvinnulífið, hvort sem er í ferðaþjónustu, þekkingariðnaði eða kvikmyndagerð svo dæmi séu tekin. Reykjavík er í einstakri stöðu til að fá aðra með. Viðhaldsverkefnum og framkvæmdum á ekki að fresta heldur flýta eins og kostur er. Ráða á fólk af atvinnuleysisskrá til brýnna verkefna, þar sem það er hægt. Einnig þar á Reykjavík að stíga fram og leiða. Þá fylgja aðrir á eftir. Það er allt betra en atvinnuleysi.Öryggi Reykjavík á að tryggja öryggi. Við þurfum öll að geta treyst því að samfélagið standi með okkur ef í harðbakkann slær. Það þýðir að hækka þarf lágmarksframfærslu og styðja betur við barnafjölskyldur. Öllum verður að tryggja þak yfir höfuðið án yfirskuldsetningar. Til þess þarf leiguhúsnæði að vera öruggur kostur, viðráðanlegt og fáanlegt til lengri tíma. Öryggi barna á að vera númer eitt. Skólarnir eiga að vera griðastaður, líka í kreppu. Við eigum að standa saman um að endurskoða forgangsröðina og tryggja að börn hrekist ekki úr íþróttum eða frístundastarfi vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Sú menntun er líka nauðsynleg til að leggja grunn að farsælli og og öruggri framtíð. Við þurfum sterkt velferðarsamfélag því það er lykillinn að öryggi fyrir alla. Við skulum ekki kjósa frá okkur öryggið.Von Reykjavík á þó ekki síst að kveikja og næra von um sterkari borg og betra samfélag þar sem við lærum af reynslunni. Við eigum að horfa til framtíðar þar sem lausnir koma í stað kreddu, umhyggja og nágrannasamfélag í stað eigingirni og afskiptaleysis, samhjálp í stað kapphlaups eftir innantómum gæðum og umburðarlyndi í stað dómhörku. Borgarbragurinn byggir á okkur sjálfum. Í góðri borg fer saman óttaleysi og fjölbreytni, tilhlökkun gagnvart framtíðinni, ásamt hæfilegri blöndu af íhaldssemi og forvitni fyrir hinu nýja. Reykjavík er aflið sem mun koma Íslandi út úr kreppunni.Valið í vor Það er enginn vafi að ef rétt verður á málum haldið í borginni munum við sjá nýjar og gamalgrónar atvinnugreinar vaxa aftur og dafna sem aldrei fyrr. Við þurfum bara að þora að taka skrefið til forystu, og standa og falla með því. Byrjum á því að hafna þriggja ára framtíðarsýn meirihlutans í Reykjavík um aðgerðarleysi í atvinnumálum, 11% atvinnuleysi og 70% niðurskurð til mannaflsfrekra verkefna. Það boðar bara landflótta. Reykjavík hefur alla burði til að gera margfalt betur ef hún beitir sér. Atvinnustefna og aðgerðaráætlun Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sannar það. Þar birtist sýn um atvinnu, öryggi og von um betri framtíð. Þar liggur munurinn. Þitt er valið.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun