McLaren leggur allt í sölurnar fyrir lokasprettinn 6. október 2010 14:19 Jenson Button í Singapúr. Mynd: Gety Images Jonathan Neale, framkvæmdarstjóri McLaren Formúlu 1 liðsins segir að liðið muni leggja allt í sölurnar hvað tæknilegu hliðina varðar fyrir síðustu mótin á þessu ári. McLaren hefur aðeins landað 80 stigum í síðustu fimm mótum á meðan Red Bull hefur náð 136 og Ferrari 153, en Lewis Hamilton er í þriðja sæti í stigamóti ökumanna og Jenson Button því fimmta. Hamilton lenti í árekstri við Mark Webber í síðustu keppni og féll úr leik. "Lewis var óheppinn eftir samstuð og auðvitað vorum við svekktir og ekki síst Lewis. En svona keppir hann, af hörku og það er það sem gerir hann að frábærum kappakstursmanni. Hann mun ná árangri", sagði Neale. "'Ég tel að staðreyndirnar tali sínu máli varðandi Singapúr. Lewis átti aksturslínuna og ef Mark Webber hefði ekki snert hann, þá hefði hann sloppið gegnum beygjuna án vandræða. Svona eru akstursíþróttir. Lewis mun læra á þessu og meta aðstæður. McLaren mun mæta með endurbættan bíl á Susuka brautina í Japan um helgina. Neale sagði að McLaren myndi tjalda til öllu mögulegu til að auka möguleika Hamiltons og Buttons og telur að bíllinn hafi verið betri í Singapúr, í síðustu keppni en í mótunum á undan. Neale telur mikilvægt að ökumenn haldi haus og að taugarnar verði í lagi í síðustu mótunum. "Við komum til með að prófa ýmislegt á föstudagsæfingunum og verðum þá betur settir með að ákveða hvaða hluti við notum. Við tökum allt sem við höfum í Singapúr og sitthvað fleira", sagði Neal. McLaren mætir með breyttan fram og afturvæng, auk annara nýjunga sem liðið ætlar að prófa. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á föstudag á Stöð 2 Sport að venju, auk annarra útsendinga um mótshelgina, en beinar útsendingar eru að næturlagi en endursýningar morgunin eftir. Stigastaðan 1. Mark Webber 202 stig, 2. Fernando Alonso 191, 3. Lewis Hamilton 182, 4. Sebastian Vettel 181, 5. Jenson Button 177. Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Jonathan Neale, framkvæmdarstjóri McLaren Formúlu 1 liðsins segir að liðið muni leggja allt í sölurnar hvað tæknilegu hliðina varðar fyrir síðustu mótin á þessu ári. McLaren hefur aðeins landað 80 stigum í síðustu fimm mótum á meðan Red Bull hefur náð 136 og Ferrari 153, en Lewis Hamilton er í þriðja sæti í stigamóti ökumanna og Jenson Button því fimmta. Hamilton lenti í árekstri við Mark Webber í síðustu keppni og féll úr leik. "Lewis var óheppinn eftir samstuð og auðvitað vorum við svekktir og ekki síst Lewis. En svona keppir hann, af hörku og það er það sem gerir hann að frábærum kappakstursmanni. Hann mun ná árangri", sagði Neale. "'Ég tel að staðreyndirnar tali sínu máli varðandi Singapúr. Lewis átti aksturslínuna og ef Mark Webber hefði ekki snert hann, þá hefði hann sloppið gegnum beygjuna án vandræða. Svona eru akstursíþróttir. Lewis mun læra á þessu og meta aðstæður. McLaren mun mæta með endurbættan bíl á Susuka brautina í Japan um helgina. Neale sagði að McLaren myndi tjalda til öllu mögulegu til að auka möguleika Hamiltons og Buttons og telur að bíllinn hafi verið betri í Singapúr, í síðustu keppni en í mótunum á undan. Neale telur mikilvægt að ökumenn haldi haus og að taugarnar verði í lagi í síðustu mótunum. "Við komum til með að prófa ýmislegt á föstudagsæfingunum og verðum þá betur settir með að ákveða hvaða hluti við notum. Við tökum allt sem við höfum í Singapúr og sitthvað fleira", sagði Neal. McLaren mætir með breyttan fram og afturvæng, auk annara nýjunga sem liðið ætlar að prófa. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á föstudag á Stöð 2 Sport að venju, auk annarra útsendinga um mótshelgina, en beinar útsendingar eru að næturlagi en endursýningar morgunin eftir. Stigastaðan 1. Mark Webber 202 stig, 2. Fernando Alonso 191, 3. Lewis Hamilton 182, 4. Sebastian Vettel 181, 5. Jenson Button 177.
Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira