Haukar unnu öruggan 40 stiga sigur á Skallagrími, 105-65 í Borganesi í toppslag í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Liðin voru fyrir leikinn jöfn í 1. til 3. sæti deildarinnar og voru jafnframt þau einu sem höfðu aðeins tapað einum leik í deildinni.
Skallagrímsmenn höfðu unnið átta síðustu leiki sína eða alla leiki síðan þeir töpuðu 71-76 fyrir Haukum í fyrstu umferð deildarinnar á Ásvöllum en hann fór fram í október.
Bandaríkjamaðurinn Landon Quick lék sinn fyrsta leik með Haukum og það á móti sínum gömlu félögum í Haukum. Quick var með 24 stig og 6 stoðsendingar í leiknum í kvöld. Helgi Björn Einarsson skoraði 15 stig og tók 11 fráköst fyrir Hauka en hjá Skallagrími var Silver Laku stigahæstur með 24 stig.
Haukar unnu þarna sjöunda leik sinn í röð en eina tap liðsins var á móti KFÍ á Ísafirði. Ísafjarðarliðið er í toppsæti deildarinnar á þeim sigri en Haukar og KFÍ eru jöfn að stigum eftir 74-68 útisigur KFÍ á Þór Akureyri í kvöld.
Craig Schoen var með 28 stig og 12 stoðsendingar fyrir KFÍ en hjá Þórsliðinu er Óðinn Ásgeirsson farinn að spila aftur og hann var með 22 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar í kvöld.
Valsmenn eru í fjórða sæti deildarinnar eftir sjötta sigur sinn í röð. Valur vann 76-63 sigur á Hrunamönnum á Flúðum. Byron Davis skoraði 25 stig fyrir Valsliðið í kvöld og Benedikt Pálsson kom honum næstur með 13 stig.
Haukar fóru létt með Skallagrím í toppslagnum - KFÍ í toppsætinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn


Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn