Sextándi meistaratitill Los Angeles Lakers Hjalti Þór Hreinsson skrifar 18. júní 2010 09:30 Meistari Kobe Bryant, einn besti leikmaður sögunnar. Hann var valinn verðmætasti leikmaður keppninnar. GettyImages Los Angeles Lakers vann fjögurra stiga sigur á Boston Celtics, 83-79, í úrslitaleik liðanna um NBA-meistaratitilinn í nótt. Lakers er þar með meistari eftir 4-3 sigur í einvíginu. Leikurinn var í járnum allan tímann og gríðarlega spennandi. Sóknarleikur liðanna gekk illa, skotnýting beggja liða var langt frá því að vera til útflutnings. Líklega spilaði þar inn í mikil þreyta, og spennan við að spila hreinan úrslitaleik um NBA-meistaratitilinn. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum, sérstaklega á Kobe Bryant. Ron Artest jafnaði leikinn þegar rúmar sjö mínútur voru eftir í 61-61. Fram að því hafði Boston verið örstuttum skrefum á undan allan leikinn. Lakers tók svo forystuna og var 68-64 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Bryant skoraði frábæra körfu og virtist vera kominn í gang. Boston hafði á þeim tímapunkti ekki hitt úr 10 af síðustu 12 skotum sínum. Á meðan var flest að ganga upp hjá Lakers. Þegar þrjár mínútur voru eftir var aðeins þriggja stiga munur á liðunum. Lakers skoraði úr vítum, eins og svo oft undir lokin, en Boston svaraði og fjögurra stiga munur á liðunum. Þá tók Lamar Odom þriggja stiga skot fyrir Lakers og brenndi af. Pau Gasol varði aftur á móti frábærlega frá Paul Pierce og Lakers fékk boltann. Þegar 90 sekúndur voru eftir var sex stiga munur á liðunum. Þá sallaði Rasheed Wallace niður þriggja stiga körfu og kom muninum í þrjú stig. En Artest gerði það sama einni mínútu fyrir leikslok. Aftur sex stiga munur. Næsta sókn - Ray Allen með þrjú stig fyrir Boston. Þriggja stiga munur, 40 sekúndur eftir. Kobe fékk boltann og fór í erfitt þriggja stoga skot og hitti ekki. Gasol náði aftur á móti sterku sóknarfrákasti og Bryant fór á línuna. Hann kom muninum í fimm stig þegar 25 sekúndur voru eftir. Ray Allen fór í þriggja stiga skot en hitti ekki. Rondo náði frákastinu og skoraði þrist. Tveggja stiga munur, Lakers átti innkast og þrettán sekúndur eftir. Sasha Vujacic fékk boltann og tvö víti. Hann er góð skytta en hafði nánast ekkert spilað í leiknum. Hann setti bæði skotin niður og kláraði þar með leikinn. Lakers var fjórum stigum yfir og 11,7 sekúndur eftir. Boston þurfti tvær körfur. Það gekk ekki upp, Pierce sendi á Rondo sem hitti ekki og leikurinn rann út. Sigurinn tryggði Lakers sextánda meistaratitilinn í sögu félagsins. Pierce skoraði átján stig fyrir Boston og tók tíu fráköst, Kevin Garnett var með sautján. Hjá Lakers skoraði Bryant mest, 23 stig og tók fimmtán fráköst, en Gasol var frábær líkt og Artest sem skoraði tuttugu stig, Gasol 19 og átján fráköst. "Jæja, okkur tókst það," sagði brosmildur Phil Jackson um ellefta meistaratitil sinn sem þjálfari. "Þetta var ekki vel klárað, en við kláruðum þetta samt." "Okkur langaði svo ótrúlega mikið í titilinn," sagði Bryant sem vann sinn fimmta meistarahring. "Því meira sem ég lagði á mig, því fjær sýndist mér draumurinn fara frá mér. Ég er bara ánægður með að liðsfélagar mínir komu okkur aftur inn í leikinn," sagði Kobe. NBA Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Los Angeles Lakers vann fjögurra stiga sigur á Boston Celtics, 83-79, í úrslitaleik liðanna um NBA-meistaratitilinn í nótt. Lakers er þar með meistari eftir 4-3 sigur í einvíginu. Leikurinn var í járnum allan tímann og gríðarlega spennandi. Sóknarleikur liðanna gekk illa, skotnýting beggja liða var langt frá því að vera til útflutnings. Líklega spilaði þar inn í mikil þreyta, og spennan við að spila hreinan úrslitaleik um NBA-meistaratitilinn. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum, sérstaklega á Kobe Bryant. Ron Artest jafnaði leikinn þegar rúmar sjö mínútur voru eftir í 61-61. Fram að því hafði Boston verið örstuttum skrefum á undan allan leikinn. Lakers tók svo forystuna og var 68-64 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Bryant skoraði frábæra körfu og virtist vera kominn í gang. Boston hafði á þeim tímapunkti ekki hitt úr 10 af síðustu 12 skotum sínum. Á meðan var flest að ganga upp hjá Lakers. Þegar þrjár mínútur voru eftir var aðeins þriggja stiga munur á liðunum. Lakers skoraði úr vítum, eins og svo oft undir lokin, en Boston svaraði og fjögurra stiga munur á liðunum. Þá tók Lamar Odom þriggja stiga skot fyrir Lakers og brenndi af. Pau Gasol varði aftur á móti frábærlega frá Paul Pierce og Lakers fékk boltann. Þegar 90 sekúndur voru eftir var sex stiga munur á liðunum. Þá sallaði Rasheed Wallace niður þriggja stiga körfu og kom muninum í þrjú stig. En Artest gerði það sama einni mínútu fyrir leikslok. Aftur sex stiga munur. Næsta sókn - Ray Allen með þrjú stig fyrir Boston. Þriggja stiga munur, 40 sekúndur eftir. Kobe fékk boltann og fór í erfitt þriggja stoga skot og hitti ekki. Gasol náði aftur á móti sterku sóknarfrákasti og Bryant fór á línuna. Hann kom muninum í fimm stig þegar 25 sekúndur voru eftir. Ray Allen fór í þriggja stiga skot en hitti ekki. Rondo náði frákastinu og skoraði þrist. Tveggja stiga munur, Lakers átti innkast og þrettán sekúndur eftir. Sasha Vujacic fékk boltann og tvö víti. Hann er góð skytta en hafði nánast ekkert spilað í leiknum. Hann setti bæði skotin niður og kláraði þar með leikinn. Lakers var fjórum stigum yfir og 11,7 sekúndur eftir. Boston þurfti tvær körfur. Það gekk ekki upp, Pierce sendi á Rondo sem hitti ekki og leikurinn rann út. Sigurinn tryggði Lakers sextánda meistaratitilinn í sögu félagsins. Pierce skoraði átján stig fyrir Boston og tók tíu fráköst, Kevin Garnett var með sautján. Hjá Lakers skoraði Bryant mest, 23 stig og tók fimmtán fráköst, en Gasol var frábær líkt og Artest sem skoraði tuttugu stig, Gasol 19 og átján fráköst. "Jæja, okkur tókst það," sagði brosmildur Phil Jackson um ellefta meistaratitil sinn sem þjálfari. "Þetta var ekki vel klárað, en við kláruðum þetta samt." "Okkur langaði svo ótrúlega mikið í titilinn," sagði Bryant sem vann sinn fimmta meistarahring. "Því meira sem ég lagði á mig, því fjær sýndist mér draumurinn fara frá mér. Ég er bara ánægður með að liðsfélagar mínir komu okkur aftur inn í leikinn," sagði Kobe.
NBA Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira