Frakkaleikirnir fara ekki fram í Egilshöllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2010 14:00 Íslenska handboltalandsliðið fagnar bronsinu á EM í Austurríki. Mynd/DIENER Það er orðið ljóst að vináttulandsleikirnir við Heims, Ólympíu- og Evrópumeistara Frakka í apríl fara ekki fram í Egilshöllinni eins og stóð jafnvel til. Handknattleikssambandið hefur hætt við að koma þessu í framkvæmd þar sem að kostnaður við flutning og leigu á áhorfendapöllum er alltof mikill. „Við ætlum ekki að halda þessari vinnu áfram þar sem þetta mál er bara það óhagkvæmt eins og staðan er í dag. Það þarf að leika alla þessa áhorfendastanda og kostnaðurinn við að leigja þessar stúkur eru á milli ellefu og tólf milljónir," segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Hugmyndin er alls ekki slæm en standarnir þyrftu að vera til í landinu sem einhver fjárfesting ef að þetta ætti að geta gengið," segir Einar og bætir við: „Við fórum í smá vinnu á sínum tíma að skoða þetta þar sem að þessi hús er lítið notuð yfir sumartímann og við vorum alltaf með stóra leiki í kringum 17. júní," segir Einar. „Það var þá með þeirri hugmynd að athuga það hvort það væri hægt að fá einhverja fjárfesta, bæjarfélög eða aðra, til þess að eignast svona stúkur, svo að þetta yrði til í landinu. Svo yrðu ákveðin leigugjöld á þessu ef menn ætluðu að nota þetta svo að menn yrðu ekki að fara í þennan flutning. Það hefur eins og margt annað stoppað í þessu hruni," segir Einar. Leikirnir við Frakka fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 16. apríl og laugardaginn 17. apríl. „Körfuknattleikssambandið var búið að bóka Höllina á þessum tíma og við erum mjög þakklátir fyrir það að þeir færðu sinn vettvang fyrir okkur í annað hús.Þeir tóku okkur mjög vel þegar við fórum að kanna það hvort þeir myndu hleypa okkur þarna inn. Það eru nefnilega ekki margar svona hallir til sem geta tekið á móti svona leikjum," segir Einar. „Það er frábært lið að koma hingað og við eigum líka frábært lið þannig að þetta verður mjög skemmtilegt. Við ætlum okkur að setja forsölu í gang á midi.is um næstu helgi," sagði Einar að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Það er orðið ljóst að vináttulandsleikirnir við Heims, Ólympíu- og Evrópumeistara Frakka í apríl fara ekki fram í Egilshöllinni eins og stóð jafnvel til. Handknattleikssambandið hefur hætt við að koma þessu í framkvæmd þar sem að kostnaður við flutning og leigu á áhorfendapöllum er alltof mikill. „Við ætlum ekki að halda þessari vinnu áfram þar sem þetta mál er bara það óhagkvæmt eins og staðan er í dag. Það þarf að leika alla þessa áhorfendastanda og kostnaðurinn við að leigja þessar stúkur eru á milli ellefu og tólf milljónir," segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Hugmyndin er alls ekki slæm en standarnir þyrftu að vera til í landinu sem einhver fjárfesting ef að þetta ætti að geta gengið," segir Einar og bætir við: „Við fórum í smá vinnu á sínum tíma að skoða þetta þar sem að þessi hús er lítið notuð yfir sumartímann og við vorum alltaf með stóra leiki í kringum 17. júní," segir Einar. „Það var þá með þeirri hugmynd að athuga það hvort það væri hægt að fá einhverja fjárfesta, bæjarfélög eða aðra, til þess að eignast svona stúkur, svo að þetta yrði til í landinu. Svo yrðu ákveðin leigugjöld á þessu ef menn ætluðu að nota þetta svo að menn yrðu ekki að fara í þennan flutning. Það hefur eins og margt annað stoppað í þessu hruni," segir Einar. Leikirnir við Frakka fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 16. apríl og laugardaginn 17. apríl. „Körfuknattleikssambandið var búið að bóka Höllina á þessum tíma og við erum mjög þakklátir fyrir það að þeir færðu sinn vettvang fyrir okkur í annað hús.Þeir tóku okkur mjög vel þegar við fórum að kanna það hvort þeir myndu hleypa okkur þarna inn. Það eru nefnilega ekki margar svona hallir til sem geta tekið á móti svona leikjum," segir Einar. „Það er frábært lið að koma hingað og við eigum líka frábært lið þannig að þetta verður mjög skemmtilegt. Við ætlum okkur að setja forsölu í gang á midi.is um næstu helgi," sagði Einar að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira