FME mannað af krökkum án reynslu 14. apríl 2010 02:00 voru stórir og sterkir Starfsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja eru sagðir hafa litið á Fjármálaeftirlitið sem óvin. Þeir gengu afar hart fram og neyttu aflsmunar í samskiptum sínum við reynslulítið starfsfólks FME. Reynsluleysi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins hafði mikil áhrif á samskipti stofnunarinnar við fjármálafyrirtæki. Eftirlitinu hélst ekki á fólki vegna hærri launa annars staðar. Bankarnir keyptu til sín bestu bitana og litu á Fjármálaeftirlitið sem óvin. Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins (FME) hafði ekki þá reynslu, og í sumum tilvikum menntun, sem störf þeirra kröfðust á þeim tíma sem bankakerfið þandist út hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að FME hafi, líkt og Seðlabanki Íslands (SÍ) brugðist hlutverki sínu til að gegna ytra eftirliti með fjármálastofnunum. Bæði í skýrslu rannsóknarnefndarinnar og vinnuhópsins kemur ítrekað fram að FME hafi verið alltof fámenn stofnun; starfsmönnum hafi ekki fjölgað samhliða aukinni ábyrgð og nýjum verkefnum með útþenslu íslenska bankakerfisins. Starfsmannavelta var mikil og „óvenjuskaðleg að því leyti að stofnuninni hélst ekki á reynslumeira fólki og fólki með tiltekna menntun". Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, vitnar um það fyrir nefndinni að ástæður mikillar starfsmannaveltu var óánægja starfsmanna með launakjör og starfsumhverfi. Bankarnir buðu jafnframt reynslumesta starfsfólki FME gull og græna skóga sem þynnti út starfsmannahóp FME. Bankarnir nutu því starfskrafta reynsluboltanna sem ýkti bilið á milli starfsmanna bankanna og FME í samskiptum þeirra á milli. „Þetta leiddi til þess að starfsreynsla safnaðist ekki nægilega vel upp hjá eftirlitinu sem var að miklu leyti mannað af ungu fólki sem hafði ekki næga innsýn í hvernig fjármálafyrirtæki virka," segir í skýrslu vinnuhópsins. Einn viðmælandi fyrir rannsóknarnefndinni, Kristinn Arnar Stefánsson, regluvörður Glitnis, sem vann áður hjá FME, sagði að þar „voru bara krakkar sem voru allt of reynslulaus og voru nýútskrifuð, … Og það sem við höfðum fram yfir þau í hruninu var að við vorum kannski með fimm til tíu ára starfsreynslu, … meiri hlutinn af lögfræðingunum var kannski með ár frá útskrift. Það er ekki gott sko." Í skýrslunni kemur fram að starfsmenn bankanna litu á FME sem óvin og öllum aðgerðum stofnunarinnar var mætt af mikilli hörku. Þessu viðmóti átti reynslulítið fólk erfitt með að mæta af nauðsynlegri festu og bankarnir fóru því oft sínu fram. svavar@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Reynsluleysi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins hafði mikil áhrif á samskipti stofnunarinnar við fjármálafyrirtæki. Eftirlitinu hélst ekki á fólki vegna hærri launa annars staðar. Bankarnir keyptu til sín bestu bitana og litu á Fjármálaeftirlitið sem óvin. Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins (FME) hafði ekki þá reynslu, og í sumum tilvikum menntun, sem störf þeirra kröfðust á þeim tíma sem bankakerfið þandist út hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að FME hafi, líkt og Seðlabanki Íslands (SÍ) brugðist hlutverki sínu til að gegna ytra eftirliti með fjármálastofnunum. Bæði í skýrslu rannsóknarnefndarinnar og vinnuhópsins kemur ítrekað fram að FME hafi verið alltof fámenn stofnun; starfsmönnum hafi ekki fjölgað samhliða aukinni ábyrgð og nýjum verkefnum með útþenslu íslenska bankakerfisins. Starfsmannavelta var mikil og „óvenjuskaðleg að því leyti að stofnuninni hélst ekki á reynslumeira fólki og fólki með tiltekna menntun". Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, vitnar um það fyrir nefndinni að ástæður mikillar starfsmannaveltu var óánægja starfsmanna með launakjör og starfsumhverfi. Bankarnir buðu jafnframt reynslumesta starfsfólki FME gull og græna skóga sem þynnti út starfsmannahóp FME. Bankarnir nutu því starfskrafta reynsluboltanna sem ýkti bilið á milli starfsmanna bankanna og FME í samskiptum þeirra á milli. „Þetta leiddi til þess að starfsreynsla safnaðist ekki nægilega vel upp hjá eftirlitinu sem var að miklu leyti mannað af ungu fólki sem hafði ekki næga innsýn í hvernig fjármálafyrirtæki virka," segir í skýrslu vinnuhópsins. Einn viðmælandi fyrir rannsóknarnefndinni, Kristinn Arnar Stefánsson, regluvörður Glitnis, sem vann áður hjá FME, sagði að þar „voru bara krakkar sem voru allt of reynslulaus og voru nýútskrifuð, … Og það sem við höfðum fram yfir þau í hruninu var að við vorum kannski með fimm til tíu ára starfsreynslu, … meiri hlutinn af lögfræðingunum var kannski með ár frá útskrift. Það er ekki gott sko." Í skýrslunni kemur fram að starfsmenn bankanna litu á FME sem óvin og öllum aðgerðum stofnunarinnar var mætt af mikilli hörku. Þessu viðmóti átti reynslulítið fólk erfitt með að mæta af nauðsynlegri festu og bankarnir fóru því oft sínu fram. svavar@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira