Og hvað svo? síðari hluti Einar Hugi Bjarnason skrifar 23. júní 2010 05:00 Ljóst er að talsverður fjöldi aðila hefur þegar gert upp samninga sína við fjármögnunarfyrirtæki samkvæmt útreikningum þeirra sjálfra miðað við gengisbreytingar. Þessir aðilar hafa ekki þann valkost að lýsa yfir skuldajöfnuði gagnvart eftirstöðvum samningsins. Hins vegar eiga þessir aðilar að mati undirritaðra ótvíræðan endurkröfurétt á viðsemjanda sinn sem nemur ofgreiddu endurgjaldi samningsins. Líkt og rakið var í fyrri hluta greinarinnar ætti við útreikning á endurgreiðslukröfu aðila að miða við upphaflegan höfuðstól lánanna að viðbættum umsömdum vöxtum. Þegar lánin hafa verið reiknuð út miðað við þessar forsendur er rétt að draga frá þær greiðslur sem viðkomandi skuldari greiddi að viðbættum vöxtum skv. lögum nr. 38/2001 frá réttum gjalddögum vegna þess sem ofgreitt var. Með þessu móti er unnt að reikna út fjárhæð endurkröfu viðkomandi aðila. Aðilar sem hafa skuldbreytt lánum í hefðbundin verðtryggð íslensk lánBjörgvin Halldór BjörnssonFyrir liggur að fjölmargir lántakendur hafa nýtt sér þau úrræði sem í boði hafa verið hjá fjármögnunarfyrirtækjum vegna bílasamninga, þ.á m. svokallaða skilmálabreytingu sem felur það í sér að gengistryggðum lánum er breytt í verðtryggð íslensk lán. Að mörgu er að hyggja varðandi réttarstöðu skuldara sem hafa nýtt sér slík úrræði. Undirritaðir telja þó, í ljósi yfirlýsinga fyrirsvarsmanna stærstu fjármögnunarfyrirtækjanna, að þessir aðilar eigi sama rétt til leiðréttingar samkvæmt dómum Hæstaréttar og þeir sem ekki nýttu sér slík úrræði. Ekki er hins vegar loku fyrir það skotið að því verði haldið fram af hálfu einhverra fjármögnunarfyrirtækja að í skuldbreytingunni felist að samið hafi verið upp á nýtt með bindandi hætti. Það mun að líkindum skýrast á næstu dögum eða vikum hvort slíkum röksemdum verður haldið á lofti. Hvað sem því líður er mikilvægt fyrir þá aðila sem hafa nýtt slík úrræði að huga vandlega að réttindum sínum, enda varðar það miklu fyrir skuldara hvort lán hans teljist vera verðtryggt eða óverðtryggt. Voru vörslusviptingar ólögmætar?Það er meginregla íslensks réttar að dómendur dæma um ágreining milli aðila og handhafar framkvæmdavalds sjá um fullnustu dómsúrlausna, sbr. 2. gr. stjórnarskrárinnar. Hornsteinar íslensks réttarfars eru svo lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála og lög nr. 90/1989 um aðför. Í síðarnefndu lögunum eru skýrar lagareglur um það hvernig staðið skuli að vörslusviptingum, öðru nafni beinum aðfarargerðum. Í þeim reglum er gert ráð fyrir að beiðni um aðför sé beint til héraðsdómara sem boðar aðila til þinghalds. Í þinghaldinu fær skuldari frest til að leggja fram greinargerð og til öflunar sönnunargagna. Að því loknu er málið sótt og varið munnlega. Þá kveður héraðsdómari upp úrskurð um hvort eða að hverju leyti krafan nái fram að ganga. Tekið skal sérstaklega fram að héraðsdómari verður að jafnaði að hafna beiðninni ef hann telur varhugavert að gerðin nái fram að ganga á grundvelli þeirra takmörkuðu sönnunargagna sem unnt er að tefla fram í slíkum dómsmálum. Ef niðurstaða héraðsdómara er á þann veg að heimilt sé að vörslusvipta viðkomandi bifreið eða lausafé er í aðfaralögunum gert ráð fyrir aðkomu sýslumanns sem fullnægir úrskurðinum með aðför. Dómar Hæstaréttar í gengismálunum vekja áleitnar spurningar um lögmæti beinna aðfarargerða sem komið hafa til kasta dómstóla og fullnægt hefur verið á síðustu mánuðum og misserum vegna meintra vanefnda gengistryggðra samninga. Til þess að geta kveðið upp úr um lögmæti slíkra aðgerða þarf að endurreikna hvern og einn lánssamning út frá þeim forsendum sem gefnar voru upp hér að framan. Ef niðurstaðan er sú að viðkomandi skuldari hafi í raun ekki verið í vanskilum þegar riftun viðkomandi lánssamnings fór fram þá er hugsanlegt að sá hinn sami eigi skaðabótakröfu á hendur fjármálafyrirtækinu. Áhugavert er í þessu samhengi að velta fyrir sér niðurstöðu Hæstaréttar Íslands 16. júní 2010 í máli nr. 347/2010 (Sigrún Hafsteinsdóttir gegn Lýsingu hf.). Í málinu krafðist Lýsing hf. þess að tiltekin bifreið í eigu Sigrúnar yrði tekin með beinni aðfarargerð úr vörslum hennar. Niðurstaða héraðsdóms var sú að fallist var á kröfu Lýsingar hf. Málinu var skotið til Hæstaréttar með kæru sem sneri niðurstöðu héraðsdóms við og hafnaði kröfu Lýsingar hf. með þeim röksemdum að slík óvissa hafi verið um ætluð vanskil Sigrúnar við riftun samnings aðila, að ekki væri uppfyllt skilyrði 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför til að leyfa hina umbeðnu aðfarargerð. Grundvöllur skaðabótaábyrgðar þess sem fer fram á aðför, gerðarbeiðanda, ef í ljós kemur að skilyrði skorti til beinnar aðfarargerðar samkvæmt framansögðu, er ákvæði 96. gr. laga um aðför nr. 90/1989 þar sem skýrt er kveðið á um að gerðarbeiðanda beri að bæta gerðarþola allt það tjón sem hann hefur orðið fyrir við slíkar aðstæður. Mikilvægt er að þeir aðilar sem hafa þurft að þola slíkar vörslusviptingar kanni vandlega réttarstöðu sína og hugsanlegan bótarétt. Þessu til viðbótar er rétt að benda á þá staðreynd að mörg fjármögnunarfyrirtæki hafa á grundvelli staðlaðra samningsskilmála beitt vörslusviptingum gagnvart þeim skuldurum sem ekki hafa staðið í skilum með afborganir samkvæmt lánssamningi. Undirritaðir eru þeirrar skoðunar að verulegur vafi sé um lögmæti slíkra vörslusviptinga og þá án tillits til niðurstöðu Hæstaréttar í gengismálunum svokölluðu og þess hvort viðkomandi skuldari hafi verið í vanskilum með lánið þegar vörslusviptingin var framkvæmd. Þessi skoðun er á því byggð að ekki er unnt, að mati undirritaðra, að hliðra til þeim efnislegu og réttarfarslegu skilyrðum sem aðfararlögin kveða á um með samningum. Lög um aðför nr. 90/1989 eru m.ö.o. ófrávíkjanleg hvað þetta atriði varðar. Af þessu leiðir að vörslusviptingar sem byggðu á einhliða samningsákvæðum og framkvæmdar voru án aðkomu dómstóla eða handhafa framkvæmdavalds voru að öllum líkindum ólögmætar. Lántakar sem hafa þurft að þola slíkar vörslusviptingar eiga því að öllum líkindum rétt til skaðabóta á hendur viðkomandi fjármögnunarfyrirtæki að öðrum bótaskilyrðum uppfylltum. NiðurstaðaÍ þessari grein hefur verið fjallað um stöðu og möguleg úrræði lántakenda í kjölfar hinna margumræddu gengisdóma Hæstaréttar. Umfjölluninni er ekki ætlað að vera tæmandi heldur tilgangurinn öðru fremur sá að varpa ljósi á réttarstöðu skuldara í tengslum við tiltekin álitaefni sem upp hafa komið í kjölfar niðurstöðu dómanna. Undirritaðir telja mikilvægt að skuldarar gengistryggðra lána velti vandlega fyrir sér réttarstöðu sinni og fái aðstoð sérfræðinga til að meta hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar til að ná fram réttmætri niðurstöðu í hverju tilviki. Nauðsynlegt er í því sambandi að skoða hvern og einn samning sem bundinn er erlendri mynt og kanna hvort sú tenging sé ólögmæt miðað við þær forsendur sem gefnar voru í gengisdómunum.Ef niðurstaðan er sú að um ólögmæta gengistryggingu sé að ræða er mögulegt að viðkomandi skuldari eigi endurkröfu- og/eða bótarétt gagnvart viðkomandi fjármögnunarfyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tengdar fréttir Og hvað svo? – fyrri hluti Hæstiréttur felldi nýlega tvo sambærilega dóma er varða lögmæti gengistryggingar í bílasamningum. 22. júní 2010 05:00 Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Ljóst er að talsverður fjöldi aðila hefur þegar gert upp samninga sína við fjármögnunarfyrirtæki samkvæmt útreikningum þeirra sjálfra miðað við gengisbreytingar. Þessir aðilar hafa ekki þann valkost að lýsa yfir skuldajöfnuði gagnvart eftirstöðvum samningsins. Hins vegar eiga þessir aðilar að mati undirritaðra ótvíræðan endurkröfurétt á viðsemjanda sinn sem nemur ofgreiddu endurgjaldi samningsins. Líkt og rakið var í fyrri hluta greinarinnar ætti við útreikning á endurgreiðslukröfu aðila að miða við upphaflegan höfuðstól lánanna að viðbættum umsömdum vöxtum. Þegar lánin hafa verið reiknuð út miðað við þessar forsendur er rétt að draga frá þær greiðslur sem viðkomandi skuldari greiddi að viðbættum vöxtum skv. lögum nr. 38/2001 frá réttum gjalddögum vegna þess sem ofgreitt var. Með þessu móti er unnt að reikna út fjárhæð endurkröfu viðkomandi aðila. Aðilar sem hafa skuldbreytt lánum í hefðbundin verðtryggð íslensk lánBjörgvin Halldór BjörnssonFyrir liggur að fjölmargir lántakendur hafa nýtt sér þau úrræði sem í boði hafa verið hjá fjármögnunarfyrirtækjum vegna bílasamninga, þ.á m. svokallaða skilmálabreytingu sem felur það í sér að gengistryggðum lánum er breytt í verðtryggð íslensk lán. Að mörgu er að hyggja varðandi réttarstöðu skuldara sem hafa nýtt sér slík úrræði. Undirritaðir telja þó, í ljósi yfirlýsinga fyrirsvarsmanna stærstu fjármögnunarfyrirtækjanna, að þessir aðilar eigi sama rétt til leiðréttingar samkvæmt dómum Hæstaréttar og þeir sem ekki nýttu sér slík úrræði. Ekki er hins vegar loku fyrir það skotið að því verði haldið fram af hálfu einhverra fjármögnunarfyrirtækja að í skuldbreytingunni felist að samið hafi verið upp á nýtt með bindandi hætti. Það mun að líkindum skýrast á næstu dögum eða vikum hvort slíkum röksemdum verður haldið á lofti. Hvað sem því líður er mikilvægt fyrir þá aðila sem hafa nýtt slík úrræði að huga vandlega að réttindum sínum, enda varðar það miklu fyrir skuldara hvort lán hans teljist vera verðtryggt eða óverðtryggt. Voru vörslusviptingar ólögmætar?Það er meginregla íslensks réttar að dómendur dæma um ágreining milli aðila og handhafar framkvæmdavalds sjá um fullnustu dómsúrlausna, sbr. 2. gr. stjórnarskrárinnar. Hornsteinar íslensks réttarfars eru svo lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála og lög nr. 90/1989 um aðför. Í síðarnefndu lögunum eru skýrar lagareglur um það hvernig staðið skuli að vörslusviptingum, öðru nafni beinum aðfarargerðum. Í þeim reglum er gert ráð fyrir að beiðni um aðför sé beint til héraðsdómara sem boðar aðila til þinghalds. Í þinghaldinu fær skuldari frest til að leggja fram greinargerð og til öflunar sönnunargagna. Að því loknu er málið sótt og varið munnlega. Þá kveður héraðsdómari upp úrskurð um hvort eða að hverju leyti krafan nái fram að ganga. Tekið skal sérstaklega fram að héraðsdómari verður að jafnaði að hafna beiðninni ef hann telur varhugavert að gerðin nái fram að ganga á grundvelli þeirra takmörkuðu sönnunargagna sem unnt er að tefla fram í slíkum dómsmálum. Ef niðurstaða héraðsdómara er á þann veg að heimilt sé að vörslusvipta viðkomandi bifreið eða lausafé er í aðfaralögunum gert ráð fyrir aðkomu sýslumanns sem fullnægir úrskurðinum með aðför. Dómar Hæstaréttar í gengismálunum vekja áleitnar spurningar um lögmæti beinna aðfarargerða sem komið hafa til kasta dómstóla og fullnægt hefur verið á síðustu mánuðum og misserum vegna meintra vanefnda gengistryggðra samninga. Til þess að geta kveðið upp úr um lögmæti slíkra aðgerða þarf að endurreikna hvern og einn lánssamning út frá þeim forsendum sem gefnar voru upp hér að framan. Ef niðurstaðan er sú að viðkomandi skuldari hafi í raun ekki verið í vanskilum þegar riftun viðkomandi lánssamnings fór fram þá er hugsanlegt að sá hinn sami eigi skaðabótakröfu á hendur fjármálafyrirtækinu. Áhugavert er í þessu samhengi að velta fyrir sér niðurstöðu Hæstaréttar Íslands 16. júní 2010 í máli nr. 347/2010 (Sigrún Hafsteinsdóttir gegn Lýsingu hf.). Í málinu krafðist Lýsing hf. þess að tiltekin bifreið í eigu Sigrúnar yrði tekin með beinni aðfarargerð úr vörslum hennar. Niðurstaða héraðsdóms var sú að fallist var á kröfu Lýsingar hf. Málinu var skotið til Hæstaréttar með kæru sem sneri niðurstöðu héraðsdóms við og hafnaði kröfu Lýsingar hf. með þeim röksemdum að slík óvissa hafi verið um ætluð vanskil Sigrúnar við riftun samnings aðila, að ekki væri uppfyllt skilyrði 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför til að leyfa hina umbeðnu aðfarargerð. Grundvöllur skaðabótaábyrgðar þess sem fer fram á aðför, gerðarbeiðanda, ef í ljós kemur að skilyrði skorti til beinnar aðfarargerðar samkvæmt framansögðu, er ákvæði 96. gr. laga um aðför nr. 90/1989 þar sem skýrt er kveðið á um að gerðarbeiðanda beri að bæta gerðarþola allt það tjón sem hann hefur orðið fyrir við slíkar aðstæður. Mikilvægt er að þeir aðilar sem hafa þurft að þola slíkar vörslusviptingar kanni vandlega réttarstöðu sína og hugsanlegan bótarétt. Þessu til viðbótar er rétt að benda á þá staðreynd að mörg fjármögnunarfyrirtæki hafa á grundvelli staðlaðra samningsskilmála beitt vörslusviptingum gagnvart þeim skuldurum sem ekki hafa staðið í skilum með afborganir samkvæmt lánssamningi. Undirritaðir eru þeirrar skoðunar að verulegur vafi sé um lögmæti slíkra vörslusviptinga og þá án tillits til niðurstöðu Hæstaréttar í gengismálunum svokölluðu og þess hvort viðkomandi skuldari hafi verið í vanskilum með lánið þegar vörslusviptingin var framkvæmd. Þessi skoðun er á því byggð að ekki er unnt, að mati undirritaðra, að hliðra til þeim efnislegu og réttarfarslegu skilyrðum sem aðfararlögin kveða á um með samningum. Lög um aðför nr. 90/1989 eru m.ö.o. ófrávíkjanleg hvað þetta atriði varðar. Af þessu leiðir að vörslusviptingar sem byggðu á einhliða samningsákvæðum og framkvæmdar voru án aðkomu dómstóla eða handhafa framkvæmdavalds voru að öllum líkindum ólögmætar. Lántakar sem hafa þurft að þola slíkar vörslusviptingar eiga því að öllum líkindum rétt til skaðabóta á hendur viðkomandi fjármögnunarfyrirtæki að öðrum bótaskilyrðum uppfylltum. NiðurstaðaÍ þessari grein hefur verið fjallað um stöðu og möguleg úrræði lántakenda í kjölfar hinna margumræddu gengisdóma Hæstaréttar. Umfjölluninni er ekki ætlað að vera tæmandi heldur tilgangurinn öðru fremur sá að varpa ljósi á réttarstöðu skuldara í tengslum við tiltekin álitaefni sem upp hafa komið í kjölfar niðurstöðu dómanna. Undirritaðir telja mikilvægt að skuldarar gengistryggðra lána velti vandlega fyrir sér réttarstöðu sinni og fái aðstoð sérfræðinga til að meta hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar til að ná fram réttmætri niðurstöðu í hverju tilviki. Nauðsynlegt er í því sambandi að skoða hvern og einn samning sem bundinn er erlendri mynt og kanna hvort sú tenging sé ólögmæt miðað við þær forsendur sem gefnar voru í gengisdómunum.Ef niðurstaðan er sú að um ólögmæta gengistryggingu sé að ræða er mögulegt að viðkomandi skuldari eigi endurkröfu- og/eða bótarétt gagnvart viðkomandi fjármögnunarfyrirtæki.
Og hvað svo? – fyrri hluti Hæstiréttur felldi nýlega tvo sambærilega dóma er varða lögmæti gengistryggingar í bílasamningum. 22. júní 2010 05:00
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar