NBA í nótt: New Orleans vann stjörnulið Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2010 11:00 Chris Paul var frábær í nótt. Mynd/AP New Orleans hefur byrjað frábærlega á tímabilinu í NBA-deildinni í haust og gerði sér lítið fyrir og vann stjörnum prýtt lið Miami í nótt, 96-93. New Orleans byrjaði af krafti og komst í 14-4 á fyrstu mínútunum. Þessa forystu lét liðið ekki af hendi fyrr en tæp mínúta var til leiksloka og LeBron James kom Miami yfir á vítalínunni, 90-89. Trevor Ariza svaraði með þristi og New Orleans komst í fjögurra stiga forystu þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Chris Bosh náði að minnka muninn í eitt með þriggja stiga skoti en David West jók muninn í þrjú með tveimur vítaköstum þegar sjö sekúndur voru eftir. Eddie House fékk tækifæri til jafna metin með þriggja stiga skoti en missti marks. Þar með voru úrslitin ráðin. Chris Paul og Emeka Okafor voru frábærir í liði Hornets og fóru mikinn í sóknarleik liðsins. Paul skoraði „aðeins" þrettán stig en var með alls nítján stoðsendingar í leiknum auk þess sem hann stal boltanum fimm sinnum. Okafor var stigahæstur með 26 stig og nýtti tólf af þrettán skotum sínum utan af velli. Hann tók þar að auki þrettán fráköst. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 28 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst. LeBron James var með 20 stig og tíu stoðsendingar og Bosh fimmtán stig. New Orleans hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa á tímabilinu en Miami hefur tapað tveimur af fyrstu sex. Phoenix vann Memphis, 123-118, í tvíframlengdum leik. Jason Richardson skoraði 38 stig fyrir Phoenix, þar af fimm á síðustu sekúndu fjórða leikhluta þótt ótrúlega megi virðast. Richardson byrjaði á því að setja niður þrist þegar 1,1 sekúnda var eftir og minnka muninn í eitt stig. Það var svo brotið á Rudy Gay þegar 0,4 sekúndur voru eftir. Hann misnotaði fyrra skotið sitt og ætlaði svo að misnota það síðara líka. Hann hins vegar hitti úr síðara skotinu og Phoenix tók leikhlé um leið. Þeir fengu svo að byrja með boltann á vallarhelmingi Memphis og skoraði Richardson með Alley-oop troðslu um leið og leiktíminn rann út.Phoenix náði svo að klára leikinn í síðari framlengingunni.LA Lakers vann Toronto, 108-103. Pau Gasol var með 30 stig og Kobe Bryant 23. Lakers er enn ósigrað í deildinni.Detroit vann Charlotte, 97-90. Ben Gordon var með 20 stig og Tayshaun Prince fjórtán fyrir Detroit sem vann sinn fysta leik á tímabilinu í nótt.Cleveland vann Philadelphia, 123-116. Cleveland var næstum búið að klúðra leiknum eftir að hafa mest verið með nítján stiga forystu en náði að rétta úr kútnum í fórða leikhluta og vinna góðan sigur.Milwaukee vann Indiana, 94-90. John Salmons var með 22 stig fyrir Milwaukee.Boston vann Chicago í framlengdum leik, 110-105. Kevin Garnett varði mikilvægt skot frá Joakim Noah í lok framlengingarinnar og gerði Boston kleift að vinna nauman sigur.New York vann Washington, 112-91. Toney Douglas var með nítján stig og tíu fráköst fyrir New York. Raymond Felton bætti við þrettán stigum og tíu stoðsendingum. Gilbert Arenas spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma með Washington í nótt.Atlanta vann Minnesota, 113-103. Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir Atlanta.Golden State vann Utah, 85-78. Stephen Curry fór mikinn á lokakafla leiksins og skoraði níu stig á síðustu þremur mínútunum fyrir Golden State.Orlando vann New Jersey, 105-90. Dwight Howard var með 30 stig og sextán fráköst fyrir Orlando.Denver vann LA Clippers, 111-104. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Al Harrington átján. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
New Orleans hefur byrjað frábærlega á tímabilinu í NBA-deildinni í haust og gerði sér lítið fyrir og vann stjörnum prýtt lið Miami í nótt, 96-93. New Orleans byrjaði af krafti og komst í 14-4 á fyrstu mínútunum. Þessa forystu lét liðið ekki af hendi fyrr en tæp mínúta var til leiksloka og LeBron James kom Miami yfir á vítalínunni, 90-89. Trevor Ariza svaraði með þristi og New Orleans komst í fjögurra stiga forystu þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Chris Bosh náði að minnka muninn í eitt með þriggja stiga skoti en David West jók muninn í þrjú með tveimur vítaköstum þegar sjö sekúndur voru eftir. Eddie House fékk tækifæri til jafna metin með þriggja stiga skoti en missti marks. Þar með voru úrslitin ráðin. Chris Paul og Emeka Okafor voru frábærir í liði Hornets og fóru mikinn í sóknarleik liðsins. Paul skoraði „aðeins" þrettán stig en var með alls nítján stoðsendingar í leiknum auk þess sem hann stal boltanum fimm sinnum. Okafor var stigahæstur með 26 stig og nýtti tólf af þrettán skotum sínum utan af velli. Hann tók þar að auki þrettán fráköst. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 28 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst. LeBron James var með 20 stig og tíu stoðsendingar og Bosh fimmtán stig. New Orleans hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa á tímabilinu en Miami hefur tapað tveimur af fyrstu sex. Phoenix vann Memphis, 123-118, í tvíframlengdum leik. Jason Richardson skoraði 38 stig fyrir Phoenix, þar af fimm á síðustu sekúndu fjórða leikhluta þótt ótrúlega megi virðast. Richardson byrjaði á því að setja niður þrist þegar 1,1 sekúnda var eftir og minnka muninn í eitt stig. Það var svo brotið á Rudy Gay þegar 0,4 sekúndur voru eftir. Hann misnotaði fyrra skotið sitt og ætlaði svo að misnota það síðara líka. Hann hins vegar hitti úr síðara skotinu og Phoenix tók leikhlé um leið. Þeir fengu svo að byrja með boltann á vallarhelmingi Memphis og skoraði Richardson með Alley-oop troðslu um leið og leiktíminn rann út.Phoenix náði svo að klára leikinn í síðari framlengingunni.LA Lakers vann Toronto, 108-103. Pau Gasol var með 30 stig og Kobe Bryant 23. Lakers er enn ósigrað í deildinni.Detroit vann Charlotte, 97-90. Ben Gordon var með 20 stig og Tayshaun Prince fjórtán fyrir Detroit sem vann sinn fysta leik á tímabilinu í nótt.Cleveland vann Philadelphia, 123-116. Cleveland var næstum búið að klúðra leiknum eftir að hafa mest verið með nítján stiga forystu en náði að rétta úr kútnum í fórða leikhluta og vinna góðan sigur.Milwaukee vann Indiana, 94-90. John Salmons var með 22 stig fyrir Milwaukee.Boston vann Chicago í framlengdum leik, 110-105. Kevin Garnett varði mikilvægt skot frá Joakim Noah í lok framlengingarinnar og gerði Boston kleift að vinna nauman sigur.New York vann Washington, 112-91. Toney Douglas var með nítján stig og tíu fráköst fyrir New York. Raymond Felton bætti við þrettán stigum og tíu stoðsendingum. Gilbert Arenas spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma með Washington í nótt.Atlanta vann Minnesota, 113-103. Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir Atlanta.Golden State vann Utah, 85-78. Stephen Curry fór mikinn á lokakafla leiksins og skoraði níu stig á síðustu þremur mínútunum fyrir Golden State.Orlando vann New Jersey, 105-90. Dwight Howard var með 30 stig og sextán fráköst fyrir Orlando.Denver vann LA Clippers, 111-104. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Al Harrington átján.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti