Skattar á Rauða krossinn? Eygló Harðardóttir skrifar 1. desember 2010 00:01 Frjáls félagasamtök hafa aldrei verið mikilvægari en einmitt núna. Þau sinna fræðslu almennings, efla menningar- og listalíf, inna af hendi margs konar samfélagsþjónustu og halda á lofti málstað einstakra þjóðfélagshópa. Dæmi um frjáls félagasamtök sem snerta líf okkar allra eru Landsbjörg, Kvenfélagasamband Íslands, Heimili og skóli og Rauði kross Íslands. Á grundvelli þess mikilvæga samfélagslega hlutverks sem frjáls félagasamtök gegna hafa þau lengi notið ýmissa undanþága frá skattgreiðslum, þá sérstaklega frá greiðslu tekjuskatts og eignarskatts. Enda mætti gera ráð fyrir að opinberir aðilar þyrftu sjálfir að sinna verkefnum þeirra ef félagasamtökin gerðu það ekki. Íslensk félagasamtök njóta þó ekki sömu skattaívilnana og algengt er í samanburðarlöndunum, s.s. undanþágu frá greiðslu fjármagnstekjuskatts, erfðafjárskatts og endurgreiðslu virðisaukaskatts af aðföngum. Stærsti munurinn felst þó í því að einstaklingum hér á landi er ekki leyfilegt að draga gjafir til góðgerðarfélaga frá skattskyldum tekjum sínum líkt og almennt er heimilt í löndum Evrópu og N-Ameríku. Á undanförnum áratugum hafa skattaívilnanir stjórnvalda fyrst og fremst beinst að fyrirtækjum sem eru á markaði í hagnaðarskyni. Sífellt hefur hallað á starfsemi sem rekin er á grundvelli ákveðinna hugsjóna, s.s. frjáls félagasamtök og samvinnufélög. Má þar nefna að afnám ákvæða um frádrátt frá skattskyldum tekjum einstaklinga vegna gjafa til góðgerðarfélaga árið 1979, ákvörðun um að félagasamtök skyldu greiða fjármagnstekjuskatt árið 1996 og álagning erfðafjárskatts á gjafir til líknarfélaga vorið 2004. Það geta ekki verið rétt skilaboð til samfélagsins að hagkvæmara sé að græða sjálfur en að gefa náunganum. Frjáls félagasamtök hafa ekki farið varhluta af kreppunni. Framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum hafa dregist saman, auk þess sem hið opinbera hefur minna getað stutt við starfsemi þeirra með beinum styrkjum. Á sama tíma hefur álag og eftirspurn eftir þjónustu aukist. Með breyttum skattareglum, sérstaklega hvað varðar góðgerðar- og líknarfélög, væri hægt að bæta starfsumhverfi frjálsra félagasamtaka umtalsvert. Starfsemin myndi eflast og þau yrðu betur í stakk búin að hlaupa undir baggann með ríki og sveitarfélögum við þessar erfiðu efnahagsaðstæður. Ríkið á að styðja við frjáls félagasamtök, ekki hagnast á starfsemi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Félagasamtök Skattar og tollar Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Frjáls félagasamtök hafa aldrei verið mikilvægari en einmitt núna. Þau sinna fræðslu almennings, efla menningar- og listalíf, inna af hendi margs konar samfélagsþjónustu og halda á lofti málstað einstakra þjóðfélagshópa. Dæmi um frjáls félagasamtök sem snerta líf okkar allra eru Landsbjörg, Kvenfélagasamband Íslands, Heimili og skóli og Rauði kross Íslands. Á grundvelli þess mikilvæga samfélagslega hlutverks sem frjáls félagasamtök gegna hafa þau lengi notið ýmissa undanþága frá skattgreiðslum, þá sérstaklega frá greiðslu tekjuskatts og eignarskatts. Enda mætti gera ráð fyrir að opinberir aðilar þyrftu sjálfir að sinna verkefnum þeirra ef félagasamtökin gerðu það ekki. Íslensk félagasamtök njóta þó ekki sömu skattaívilnana og algengt er í samanburðarlöndunum, s.s. undanþágu frá greiðslu fjármagnstekjuskatts, erfðafjárskatts og endurgreiðslu virðisaukaskatts af aðföngum. Stærsti munurinn felst þó í því að einstaklingum hér á landi er ekki leyfilegt að draga gjafir til góðgerðarfélaga frá skattskyldum tekjum sínum líkt og almennt er heimilt í löndum Evrópu og N-Ameríku. Á undanförnum áratugum hafa skattaívilnanir stjórnvalda fyrst og fremst beinst að fyrirtækjum sem eru á markaði í hagnaðarskyni. Sífellt hefur hallað á starfsemi sem rekin er á grundvelli ákveðinna hugsjóna, s.s. frjáls félagasamtök og samvinnufélög. Má þar nefna að afnám ákvæða um frádrátt frá skattskyldum tekjum einstaklinga vegna gjafa til góðgerðarfélaga árið 1979, ákvörðun um að félagasamtök skyldu greiða fjármagnstekjuskatt árið 1996 og álagning erfðafjárskatts á gjafir til líknarfélaga vorið 2004. Það geta ekki verið rétt skilaboð til samfélagsins að hagkvæmara sé að græða sjálfur en að gefa náunganum. Frjáls félagasamtök hafa ekki farið varhluta af kreppunni. Framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum hafa dregist saman, auk þess sem hið opinbera hefur minna getað stutt við starfsemi þeirra með beinum styrkjum. Á sama tíma hefur álag og eftirspurn eftir þjónustu aukist. Með breyttum skattareglum, sérstaklega hvað varðar góðgerðar- og líknarfélög, væri hægt að bæta starfsumhverfi frjálsra félagasamtaka umtalsvert. Starfsemin myndi eflast og þau yrðu betur í stakk búin að hlaupa undir baggann með ríki og sveitarfélögum við þessar erfiðu efnahagsaðstæður. Ríkið á að styðja við frjáls félagasamtök, ekki hagnast á starfsemi þeirra.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun