Að mótmæla – eða mæla með 11. janúar 2010 06:00 Árni Páll Árnason skrifar um Icesave Sú staða sem upp er komin í Icesave-málinu getur orðið þjóðinni afar erfið. Það er auðvelt að hrópa „Vér mótmælum allir" eins og formaður Sjálfstæðisflokksins gerði á laugardag. Eftir stendur á hinn bóginn að forystumenn Sjálfstæðisflokksins gáfu endurteknar yfirlýsingar um að ríkið myndi standa að baki Tryggingasjóði innstæðueigenda fyrir bankahrun. Allt frá hruni hafa allar ríkisstjórnir ítrekað lýst vilja til að semja um lausn þessa máls. Í því hlýtur að felast að allir flokkar geti sammælst um einhver lágmarks viðmið samninga sem hægt sé að setja fram sameiginlega við viðsemjendur okkar, jafnvel þótt hin lagalega skuldbinding sé áfram háð fyrirvara. Það verður aldrei samstaða um að skella landinu í lás og neita að semja fyrr en dómstólar hafi kveðið upp úr um hina lagalegu skuldbindingu. Slík aðferðafræði felur í sér fráhvarf frá 15 mánaða tilraunum allra ábyrgra stjórnmálaafla til úrlausnar málsins í sátt við önnur lönd og setur íslenskt efnahagslíf í óbærilega stöðu. Við gæti tekið langdregið þóf lagalegrar þrætubókarfræði, á sama tíma og lánafyrirgreiðsla og fjármögnunarkostir fyrirtækja verða í uppnámi. Lánshæfismat ríkisins yrði í ruslflokki og við myndum því festast í hringrás hárra stýrivaxta, lágra launa, mikils atvinnuleysis og viðvarandi þrýstings á gengi krónunnar. Fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum samkeppnismörkuðum myndu flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Sundurlyndi hefur áður leikið Íslendinga grátt. Okkur hefur sannarlega mistekist að skapa víðtæka sátt um niðurstöðu í þessu máli. Eftir stendur að nú er mikið í húfi. Við þurfum ekki fleiri stjórnmálamenn sem eru til í að mæla á móti. Við þurfum þvert á móti stjórnmálamenn sem treysta sér til að mæla með - mæla með samstöðu um samkomulag sem virðir ítrekuð fyrirheit íslenskra stjórnvalda til annarra ríkja um ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðsins, með þeim bestu skilmálum sem hægt er að fá. Er það ekki verðugt verkefni? Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Árni Páll Árnason skrifar um Icesave Sú staða sem upp er komin í Icesave-málinu getur orðið þjóðinni afar erfið. Það er auðvelt að hrópa „Vér mótmælum allir" eins og formaður Sjálfstæðisflokksins gerði á laugardag. Eftir stendur á hinn bóginn að forystumenn Sjálfstæðisflokksins gáfu endurteknar yfirlýsingar um að ríkið myndi standa að baki Tryggingasjóði innstæðueigenda fyrir bankahrun. Allt frá hruni hafa allar ríkisstjórnir ítrekað lýst vilja til að semja um lausn þessa máls. Í því hlýtur að felast að allir flokkar geti sammælst um einhver lágmarks viðmið samninga sem hægt sé að setja fram sameiginlega við viðsemjendur okkar, jafnvel þótt hin lagalega skuldbinding sé áfram háð fyrirvara. Það verður aldrei samstaða um að skella landinu í lás og neita að semja fyrr en dómstólar hafi kveðið upp úr um hina lagalegu skuldbindingu. Slík aðferðafræði felur í sér fráhvarf frá 15 mánaða tilraunum allra ábyrgra stjórnmálaafla til úrlausnar málsins í sátt við önnur lönd og setur íslenskt efnahagslíf í óbærilega stöðu. Við gæti tekið langdregið þóf lagalegrar þrætubókarfræði, á sama tíma og lánafyrirgreiðsla og fjármögnunarkostir fyrirtækja verða í uppnámi. Lánshæfismat ríkisins yrði í ruslflokki og við myndum því festast í hringrás hárra stýrivaxta, lágra launa, mikils atvinnuleysis og viðvarandi þrýstings á gengi krónunnar. Fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum samkeppnismörkuðum myndu flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Sundurlyndi hefur áður leikið Íslendinga grátt. Okkur hefur sannarlega mistekist að skapa víðtæka sátt um niðurstöðu í þessu máli. Eftir stendur að nú er mikið í húfi. Við þurfum ekki fleiri stjórnmálamenn sem eru til í að mæla á móti. Við þurfum þvert á móti stjórnmálamenn sem treysta sér til að mæla með - mæla með samstöðu um samkomulag sem virðir ítrekuð fyrirheit íslenskra stjórnvalda til annarra ríkja um ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðsins, með þeim bestu skilmálum sem hægt er að fá. Er það ekki verðugt verkefni? Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar