Agnes og Halldór 8. júlí 2010 06:00 Sóley Tómasdóttir var kölluð kvenfasisti fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Ég hélt að þetta væri einsdæmi. Sá sem skrifaði svona um Sóleyju var Agnes Bragadóttir sem mun enn vera blaðamaður við Morgunblaðið. Nú hefur nýr maður ákveðið að feta í fótspor Agnesar Bragadóttur. Hann heitir Halldór Jónsson og er einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann kallar umhverfisráðherrann umhverfisfasista og meinvætt. Nú vill svo til að málið er skylt undirrituðum en engu að síður leyfir hann sér að spyrja: Er þetta viti borin eðlileg og viðurkennd umræðuaðferð á Íslandi? Ekki hefur undirritaður orðið var við að neinum hafi blöskrað sem bendir til þess reyndar að enginn eða fáir taki mark á þessum ofbeldisöflum orðsins á Íslandi um þessar mundir. En það breytir ekki því að þessi umræðustíll er fyrir neðan allar hellur og það er fráleitt að láta sem ekkert sé. Hér er verið að jafna þessum tveimur kvenskörungum til verstu stjórnmálaafla sögunnar. Ég veit að það er ekki sanngjarnt. Ég veit líka að flokkssystkinum þessara einstaklinga, Agnesar og Halldórs, blöskrar þessi málflutningur. Svona talar reyndar fólk sem er illa innrætt eða fólk sem er í vörn. Ég hallast að því síðastnefnda; að þessir einstaklingar séu í vörn og þau finni það en geri sér ekki grein fyrir því. Umhverfisfasisti og meinvættur var konan kölluð af því að hún vill koma skipulagi á notkun lúpínu. Heilu byggðarlögin eru að breytast í lúpínubreiður þar sem áður var lággróður norðurslóða. Rjúpnastofninn í Hrísey er á flótta. Bæjarstjórnir hafa ákveðið að grípa til róttækra ráðstafana. Þá ætla bandamenn Halldórs Jónssonar að ærast; hvað er að? Væri hægt að biðja um hófstillta útskýringu á því hvers vegna ofsinn er svona yfirgengilegur? Á undanförnum misserum hef ég orðið var við allsérkennilegar og rætnar persónulegar árásir. Að skoða þær er líkast því að sjá ofan í opin holræsi; fnykurinn er eftir því. Fyrir mörgum áratugum var ákveðið að loka holræsum af tillitssemi við mannkynið. Nú er sums staðar verið að opna þau á vefnum. Óþverrinn liðast fram engum til geðs. En þær konur sem hér hafa verið nefndar mega reyndar vera stoltar af subbuskapnum í þeirra garð; margt bendir til þess að það sé eins og viðurkenning að þessi flokkssystkini varpi á mann orði. Þau Agnes og Halldór. En það væri samt betra að talast við með rökum en ekki ruddaskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sóley Tómasdóttir var kölluð kvenfasisti fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Ég hélt að þetta væri einsdæmi. Sá sem skrifaði svona um Sóleyju var Agnes Bragadóttir sem mun enn vera blaðamaður við Morgunblaðið. Nú hefur nýr maður ákveðið að feta í fótspor Agnesar Bragadóttur. Hann heitir Halldór Jónsson og er einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann kallar umhverfisráðherrann umhverfisfasista og meinvætt. Nú vill svo til að málið er skylt undirrituðum en engu að síður leyfir hann sér að spyrja: Er þetta viti borin eðlileg og viðurkennd umræðuaðferð á Íslandi? Ekki hefur undirritaður orðið var við að neinum hafi blöskrað sem bendir til þess reyndar að enginn eða fáir taki mark á þessum ofbeldisöflum orðsins á Íslandi um þessar mundir. En það breytir ekki því að þessi umræðustíll er fyrir neðan allar hellur og það er fráleitt að láta sem ekkert sé. Hér er verið að jafna þessum tveimur kvenskörungum til verstu stjórnmálaafla sögunnar. Ég veit að það er ekki sanngjarnt. Ég veit líka að flokkssystkinum þessara einstaklinga, Agnesar og Halldórs, blöskrar þessi málflutningur. Svona talar reyndar fólk sem er illa innrætt eða fólk sem er í vörn. Ég hallast að því síðastnefnda; að þessir einstaklingar séu í vörn og þau finni það en geri sér ekki grein fyrir því. Umhverfisfasisti og meinvættur var konan kölluð af því að hún vill koma skipulagi á notkun lúpínu. Heilu byggðarlögin eru að breytast í lúpínubreiður þar sem áður var lággróður norðurslóða. Rjúpnastofninn í Hrísey er á flótta. Bæjarstjórnir hafa ákveðið að grípa til róttækra ráðstafana. Þá ætla bandamenn Halldórs Jónssonar að ærast; hvað er að? Væri hægt að biðja um hófstillta útskýringu á því hvers vegna ofsinn er svona yfirgengilegur? Á undanförnum misserum hef ég orðið var við allsérkennilegar og rætnar persónulegar árásir. Að skoða þær er líkast því að sjá ofan í opin holræsi; fnykurinn er eftir því. Fyrir mörgum áratugum var ákveðið að loka holræsum af tillitssemi við mannkynið. Nú er sums staðar verið að opna þau á vefnum. Óþverrinn liðast fram engum til geðs. En þær konur sem hér hafa verið nefndar mega reyndar vera stoltar af subbuskapnum í þeirra garð; margt bendir til þess að það sé eins og viðurkenning að þessi flokkssystkini varpi á mann orði. Þau Agnes og Halldór. En það væri samt betra að talast við með rökum en ekki ruddaskap.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar