Einkareknir skólar gagnrýna breytingar 21. október 2010 04:00 ísaksskóli Skólastjóri Ísaksskóla segir kirkjuferðir vera hluta af almennu skólastarfi og er hugsi yfir breytingartillögum. fréttablaðið/gun Formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla, Margrét Pála Ólafsdóttir, segir jákvætt að borgaryfirvöld hugsi um fjölbreytileika nemenda í leik- og grunnskólum Reykjavíkur og mikilvægi þess að réttur allra sé virtur. Aftur á móti þykir Margréti Pálu óheppilega farið að hugmyndinni. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar lagði nýverið fram breytingartillögur um samstarf kirkju og leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Í tillögunum felst meðal annars að börn skuli ekki heimsækja kirkjur á skólatíma, prestar skuli ekki koma í heimsóknir í skóla og sálmar skuli ekki sungnir í trúarlegum tilgangi. Tillögurnar liggja nú hjá menntaráði, velferðarráði og íþrótta- og tómstundaráði sem eiga eftir að útfæra þær og samþykkja. Tillögurnar eru mestmegnis unnar upp úr úttekt sem gerð var árið 2007 um samskipti skóla og trúarlegra stofnana. „Ég hef alltaf haft blendnar tilfinningar gagnvart því að bæjaryfirvöld eða ríki hlutist um of í starfsemi skóla. Ég trúi því að kennarar, foreldrar og skólastjórnendur skapi þá menningu sem allir eru sáttir við,“ segir Margrét Pála. Sölvi Sveinsson, skólastjóri Landakotsskóla, segir skólann, sem upphaflega var kaþólskur og rekinn af nunnum, eiga margvísleg tengsl við kirkjuna og þeim verði ekki breytt. Skólahald sé sett og því slitið inni í kirkju og það standi í stofnskránni að foreldrar nemenda skuli bera virðingu fyrir kristilegum gildum. „Við höldum í heiðri margvíslegar hefðir á aðventunni og því verður ekki breytt,“ segir Sölvi. „Satt að segja finnst mér þetta taugaveiklunarleg samþykkt hjá mannréttindaráði.“ Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, segir sálmasöng og kirkjuferðir ætíð hafa verið hluta af skólastarfi Ísaksskóla. „Það eru sungnir sálmar í hverri viku og það er hluti af skólastarfinu, sem og kirkjuferðir og kirkjukaffi í kringum jólin,“ segir hún. „Svo ég er hugsi. En þessar hugmyndir eru ekki orðnar að veruleika.“ Skólaárið 2008-2009 voru 666 nemendur í þeim níu einkareknu grunnskólum sem á landinu eru. sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla, Margrét Pála Ólafsdóttir, segir jákvætt að borgaryfirvöld hugsi um fjölbreytileika nemenda í leik- og grunnskólum Reykjavíkur og mikilvægi þess að réttur allra sé virtur. Aftur á móti þykir Margréti Pálu óheppilega farið að hugmyndinni. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar lagði nýverið fram breytingartillögur um samstarf kirkju og leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Í tillögunum felst meðal annars að börn skuli ekki heimsækja kirkjur á skólatíma, prestar skuli ekki koma í heimsóknir í skóla og sálmar skuli ekki sungnir í trúarlegum tilgangi. Tillögurnar liggja nú hjá menntaráði, velferðarráði og íþrótta- og tómstundaráði sem eiga eftir að útfæra þær og samþykkja. Tillögurnar eru mestmegnis unnar upp úr úttekt sem gerð var árið 2007 um samskipti skóla og trúarlegra stofnana. „Ég hef alltaf haft blendnar tilfinningar gagnvart því að bæjaryfirvöld eða ríki hlutist um of í starfsemi skóla. Ég trúi því að kennarar, foreldrar og skólastjórnendur skapi þá menningu sem allir eru sáttir við,“ segir Margrét Pála. Sölvi Sveinsson, skólastjóri Landakotsskóla, segir skólann, sem upphaflega var kaþólskur og rekinn af nunnum, eiga margvísleg tengsl við kirkjuna og þeim verði ekki breytt. Skólahald sé sett og því slitið inni í kirkju og það standi í stofnskránni að foreldrar nemenda skuli bera virðingu fyrir kristilegum gildum. „Við höldum í heiðri margvíslegar hefðir á aðventunni og því verður ekki breytt,“ segir Sölvi. „Satt að segja finnst mér þetta taugaveiklunarleg samþykkt hjá mannréttindaráði.“ Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, segir sálmasöng og kirkjuferðir ætíð hafa verið hluta af skólastarfi Ísaksskóla. „Það eru sungnir sálmar í hverri viku og það er hluti af skólastarfinu, sem og kirkjuferðir og kirkjukaffi í kringum jólin,“ segir hún. „Svo ég er hugsi. En þessar hugmyndir eru ekki orðnar að veruleika.“ Skólaárið 2008-2009 voru 666 nemendur í þeim níu einkareknu grunnskólum sem á landinu eru. sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira