Nú sést uppskrift að lausn vandamálanna 4. desember 2010 04:45 Þórólfur Matthíasson Horft er til næstu tveggja ára og lausnar á vanda fólks sem núna á í greiðsluvanda í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Þetta segir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Og það finnst mér vera kostur í þessum tillögum," bætir Þórólfur við. „Fólk er í vanda núna og engin þörf á að leggja rosalegar fjárhæðir í að leysa vanda sem ekki raungerist fyrr en eftir einhverhver tíu til tuttugu ár, eins og hefði verið með höfuðstólslækkunum." Þórólfur lýsir tillögunum sem „blandi í poka" sem ætti að geta nýst stórum hópi fólks. „Og vonandi fæst úr þessu einhver niðurstaða fyrir þá sem eru í greiðsluvanda." Í tillögunum segir Þórólfur að sé útvíkkuð sértæk skuldaaðlögun sem boðið hafi verið upp á. „Og menn lækka þar prósentuviðmið um tíu prósent og setja inn nákvæmari ákvæði um biðlánin sem gera þetta aðeins meira aðlaðandi fyrir þá sem fara í gegn um það," segir hann. Einhver kostnaðarauki segir Þórólfur að sé falinn í svokallaðri „hraðferð" í skuldaniðurfærslu einstaklinga og sambýlisfólks, allt að 15 milljónum króna hjá einstaklingum og þrjátíu milljónum hjá hjónum, en þó ekki nema í 110 prósent af verðmæti eignar. „Þarna verður eitthvað afskrifað sem væntanlega hefði annars verið innheimt, en í stórum dráttum er þetta eitthvað sem mér sýnist að lánastofnanir hefðu þurft að taka á sig. Það er samt alltaf mjög erfitt að sjá hvernig dreifingin verður á milli þeirra og væntanlega er það það sem tekist hefur verið á um undanfarna daga. Bankar, lífeyrissjóðir og aðrir eru á svo mismunandi stöðum í veðröðunum." Helsta viðbótarútgjöldin í boðuðum aðgerðum segir Þórólfur að sé að finna í tillögu um niðurgreiðslu vaxta. „Það eru tvisvar sinnum átta milljarðar króna á næsta og þarnæsta ári og sýnist mér hugmyndin að bankarnir fjármagni sex milljarða af þessum átta hvort árið um sig." Þórólfur kveðst vonast til þess að með fram komnum tillögum taki fólk að nýta sér þau úrræði sem í boði eru. „Vandinn er mjög margþættur og engin ein lausn sem dugar öllum. En þetta endurspeglar að menn hafa legið yfir þessu og hafa reynt að máta fleiri en eina aðferð." Með tillögunum segir Þórólfur útlit fyrir að þónokkuð stór hópur fái einhverja úrlausn sinna mála og almenna vaxtaniðurfærslan gangi yfir mjög stóran hóp þó það sé ekki nema næstu tvö árin. Þórólfur telur að nú sjái þeir sem hvað mest berjast í bökkum hver uppskriftin er að lausnunum og hvers þeir geta vænst. „Það er meiri vissa í þessu, en vandinn hefur verið að fá fólk til að koma inn og byrja að vinna í sínum málum. Fólk hefur búið til einhverja Grýlu úr fjármálastofnunum og öðrum sem unnið hafa í málunum og sagt að ekki þýði að tala við þá, þótt reyndin hafi gjarnan verið önnur. En núna liggur allt á borðinu og borgar sig að ganga frá málunum og fá fast land fyrir framtíðina." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Horft er til næstu tveggja ára og lausnar á vanda fólks sem núna á í greiðsluvanda í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Þetta segir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Og það finnst mér vera kostur í þessum tillögum," bætir Þórólfur við. „Fólk er í vanda núna og engin þörf á að leggja rosalegar fjárhæðir í að leysa vanda sem ekki raungerist fyrr en eftir einhverhver tíu til tuttugu ár, eins og hefði verið með höfuðstólslækkunum." Þórólfur lýsir tillögunum sem „blandi í poka" sem ætti að geta nýst stórum hópi fólks. „Og vonandi fæst úr þessu einhver niðurstaða fyrir þá sem eru í greiðsluvanda." Í tillögunum segir Þórólfur að sé útvíkkuð sértæk skuldaaðlögun sem boðið hafi verið upp á. „Og menn lækka þar prósentuviðmið um tíu prósent og setja inn nákvæmari ákvæði um biðlánin sem gera þetta aðeins meira aðlaðandi fyrir þá sem fara í gegn um það," segir hann. Einhver kostnaðarauki segir Þórólfur að sé falinn í svokallaðri „hraðferð" í skuldaniðurfærslu einstaklinga og sambýlisfólks, allt að 15 milljónum króna hjá einstaklingum og þrjátíu milljónum hjá hjónum, en þó ekki nema í 110 prósent af verðmæti eignar. „Þarna verður eitthvað afskrifað sem væntanlega hefði annars verið innheimt, en í stórum dráttum er þetta eitthvað sem mér sýnist að lánastofnanir hefðu þurft að taka á sig. Það er samt alltaf mjög erfitt að sjá hvernig dreifingin verður á milli þeirra og væntanlega er það það sem tekist hefur verið á um undanfarna daga. Bankar, lífeyrissjóðir og aðrir eru á svo mismunandi stöðum í veðröðunum." Helsta viðbótarútgjöldin í boðuðum aðgerðum segir Þórólfur að sé að finna í tillögu um niðurgreiðslu vaxta. „Það eru tvisvar sinnum átta milljarðar króna á næsta og þarnæsta ári og sýnist mér hugmyndin að bankarnir fjármagni sex milljarða af þessum átta hvort árið um sig." Þórólfur kveðst vonast til þess að með fram komnum tillögum taki fólk að nýta sér þau úrræði sem í boði eru. „Vandinn er mjög margþættur og engin ein lausn sem dugar öllum. En þetta endurspeglar að menn hafa legið yfir þessu og hafa reynt að máta fleiri en eina aðferð." Með tillögunum segir Þórólfur útlit fyrir að þónokkuð stór hópur fái einhverja úrlausn sinna mála og almenna vaxtaniðurfærslan gangi yfir mjög stóran hóp þó það sé ekki nema næstu tvö árin. Þórólfur telur að nú sjái þeir sem hvað mest berjast í bökkum hver uppskriftin er að lausnunum og hvers þeir geta vænst. „Það er meiri vissa í þessu, en vandinn hefur verið að fá fólk til að koma inn og byrja að vinna í sínum málum. Fólk hefur búið til einhverja Grýlu úr fjármálastofnunum og öðrum sem unnið hafa í málunum og sagt að ekki þýði að tala við þá, þótt reyndin hafi gjarnan verið önnur. En núna liggur allt á borðinu og borgar sig að ganga frá málunum og fá fast land fyrir framtíðina." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira