Fréttaskýring:Gengislán fyrir dómi stigur@frettabladid.is skrifar 2. júlí 2010 05:30 Óvissunni um uppgjör gengistryggðu lánanna er enn ekki lokið og gæti jafnvel varað í vel á annað ár. Fréttablaðið/stefán Hvernig ratar hin nýja leið yfirvalda til að gera upp gengistryggð lán fyrir Hæstarétt? Hálft til eitt ár getur liðið þar til héraðsdómur kemst að niðurstöðu um það hvort leið yfirvalda til að endurreikna ólögmæt gengistryggð lán stenst lög, ef slíkt mál hlýtur ekki sérstaka flýtimeðferð. Þetta segja lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið beindu á miðvikudag þeim tilmælum til fjármálafyrirtækja að endurreikna lánin miðað við hagstæðustu vexti Seðlabankans á lánstímanum. Fjármálafyrirtækin lýstu því mörg hver yfir þegar í gær að þau hygðust fara að tilmælunum og hefja innheimtuaðgerðir á nýjan leik. Ljóst er að það mun koma til kasta dómstóla að kveða upp úr með það hvort þessi leið samræmist lögum. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í fyrradag að ríkisstjórnin hefði heimildir fyrir því innan úr dómskerfinu að slík niðurstaða úr héraðsdómi kynni jafnvel að liggja fyrir snemma á haustmánuðum. Þeir lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við telja það mikla bjartsýni. Ef málið fái ekki flýtimeðferð fyrir dómi sé nær að miða við hálft til eitt ár, að því gefnu að deiluaðilar leggi sig fram um að flýta málinu og vera sammála um staðreyndir, svo ekki þurfi mikla gagnaöflun og vitnaleiðslur. Þá á Hæstiréttur enn eftir að taka málið fyrir, sem einnig getur tekið drjúgan tíma. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála getur aðili máls óskað eftir flýtimeðferð ef málið er höfðað vegna athafna eða ákvörðunar stjórnvalds og „brýn þörf er á skjótri úrlausn, enda hafi hún almenna þýðingu eða varði stórfellda hagsmuni hans". Ekki er hins vegar víst að þetta ákvæði eigi við um málin sem rísa munu vegna gengistryggingarinnar. Samtök atvinnulífsins skoruðu í gær á stjórnvöld að beita sér fyrir því að málin fái flýtimeðferð. Ekki megi dragast lengur en tvo til þrjá mánuði að fá niðurstöðu. Til að málið endi að nýju fyrir dómstólum þarf skuldari að neita að greiða afborganir af láni sínu samkvæmt hinni nýju reikniaðferð Seðlabankans og FME. Fjármálafyrirtækið getur þá stefnt honum til greiðslu skuldarinnar og það er síðan dómstólsins að skera úr um lögmæti skilmálanna. Komist Hæstiréttur að því að leið yfirvalda sé ólögmæt þarf að kokka upp nýja reiknireglu og líklega að láta einnig reyna á hana fyrir dómi. Innlent Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Hvernig ratar hin nýja leið yfirvalda til að gera upp gengistryggð lán fyrir Hæstarétt? Hálft til eitt ár getur liðið þar til héraðsdómur kemst að niðurstöðu um það hvort leið yfirvalda til að endurreikna ólögmæt gengistryggð lán stenst lög, ef slíkt mál hlýtur ekki sérstaka flýtimeðferð. Þetta segja lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið beindu á miðvikudag þeim tilmælum til fjármálafyrirtækja að endurreikna lánin miðað við hagstæðustu vexti Seðlabankans á lánstímanum. Fjármálafyrirtækin lýstu því mörg hver yfir þegar í gær að þau hygðust fara að tilmælunum og hefja innheimtuaðgerðir á nýjan leik. Ljóst er að það mun koma til kasta dómstóla að kveða upp úr með það hvort þessi leið samræmist lögum. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í fyrradag að ríkisstjórnin hefði heimildir fyrir því innan úr dómskerfinu að slík niðurstaða úr héraðsdómi kynni jafnvel að liggja fyrir snemma á haustmánuðum. Þeir lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við telja það mikla bjartsýni. Ef málið fái ekki flýtimeðferð fyrir dómi sé nær að miða við hálft til eitt ár, að því gefnu að deiluaðilar leggi sig fram um að flýta málinu og vera sammála um staðreyndir, svo ekki þurfi mikla gagnaöflun og vitnaleiðslur. Þá á Hæstiréttur enn eftir að taka málið fyrir, sem einnig getur tekið drjúgan tíma. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála getur aðili máls óskað eftir flýtimeðferð ef málið er höfðað vegna athafna eða ákvörðunar stjórnvalds og „brýn þörf er á skjótri úrlausn, enda hafi hún almenna þýðingu eða varði stórfellda hagsmuni hans". Ekki er hins vegar víst að þetta ákvæði eigi við um málin sem rísa munu vegna gengistryggingarinnar. Samtök atvinnulífsins skoruðu í gær á stjórnvöld að beita sér fyrir því að málin fái flýtimeðferð. Ekki megi dragast lengur en tvo til þrjá mánuði að fá niðurstöðu. Til að málið endi að nýju fyrir dómstólum þarf skuldari að neita að greiða afborganir af láni sínu samkvæmt hinni nýju reikniaðferð Seðlabankans og FME. Fjármálafyrirtækið getur þá stefnt honum til greiðslu skuldarinnar og það er síðan dómstólsins að skera úr um lögmæti skilmálanna. Komist Hæstiréttur að því að leið yfirvalda sé ólögmæt þarf að kokka upp nýja reiknireglu og líklega að láta einnig reyna á hana fyrir dómi.
Innlent Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira