44 verslanir opnar allan sólarhringinn 15. júní 2010 06:00 Verslunum, sem hafa opið allan sólarhringinn, hefur fjölgað mikið á síðustu misserum. Í sumar verða 44 verslanir opnar allan sólarhringinn, 30 matvöruverslanir, þrettán bensínstöðvar og ein önnur verslun. Flestar slíkar verslanir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 36 talsins en átta eru á landsbyggðinni. Á síðustu tólf mánuðum hafa fimm matvöruverslanir og þrjár bensínstöðvar tekið tekið upp á því að hafa opið allan sólarhringinn. Að auki verða tvær bensínstöðvar opnar allan sólarhringinn tímabundið í sumar. Verslanir 10-11 eru mest áberandi í hópi sólarhringsverslana en alls eru reknar 22 verslanir undir nafni 10-11 sem eru opnar allan sólarhringinn. Íbúar í póstnúmeri 108 eru sérstaklega vel í sveit settir en í póstnúmerinu eru sex þessara verslana. Það gerir eina verslun á hverja 2.013 íbúa. Á landsbyggðinni eru sex matvöruverslanir opnar allan sólarhringinn auk tveggja bensínstöðva sem eru þó eingöngu með sólarhringsopnun í sumar. Þrjár verslananna eru á Akureyri, tvær í Leifsstöð og ein í Keflavík. Að auki eru bensínstöðvar á Selfossi og í Staðarskála opnar allan sólarhringinn í allt sumar. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir ljóst að verið sé að auka útgjöld neytenda. „Það er ljóst að þarna er verið að auka útgjöld þegar meiri þörf er á því að draga úr þeim og lækka vöruverð þannig að við höfum efasemdir um þennan langa opnunartíma og óttumst að þetta leiði til hækkunar á vöruverði," segir Jóhannes. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, er ekki á sama máli. „Við lítum þannig á að það sé hverju fyrirtæki í sjálfsvald sett að ákveða þetta. Það eru engar reglur til um opnunartíma þannig að ef fyrirtæki sjá sér hag í því, telja að það sé markaður fyrir þennan langa opnunartíma, þá er það bara hið besta mál og veitir neytendum frábæra þjónustu." Verslanir Select riðu á vaðið með að hafa opið allan sólarhringinn, árið 1997 við Suðurfell og Vesturlandsveg. Af matvöruverslunum var Samkaup við Borgarbraut á Akureyri fyrst til að hafa opið allan sólarhringinn, frá því í júlí 2005. magnusl@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Verslunum, sem hafa opið allan sólarhringinn, hefur fjölgað mikið á síðustu misserum. Í sumar verða 44 verslanir opnar allan sólarhringinn, 30 matvöruverslanir, þrettán bensínstöðvar og ein önnur verslun. Flestar slíkar verslanir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 36 talsins en átta eru á landsbyggðinni. Á síðustu tólf mánuðum hafa fimm matvöruverslanir og þrjár bensínstöðvar tekið tekið upp á því að hafa opið allan sólarhringinn. Að auki verða tvær bensínstöðvar opnar allan sólarhringinn tímabundið í sumar. Verslanir 10-11 eru mest áberandi í hópi sólarhringsverslana en alls eru reknar 22 verslanir undir nafni 10-11 sem eru opnar allan sólarhringinn. Íbúar í póstnúmeri 108 eru sérstaklega vel í sveit settir en í póstnúmerinu eru sex þessara verslana. Það gerir eina verslun á hverja 2.013 íbúa. Á landsbyggðinni eru sex matvöruverslanir opnar allan sólarhringinn auk tveggja bensínstöðva sem eru þó eingöngu með sólarhringsopnun í sumar. Þrjár verslananna eru á Akureyri, tvær í Leifsstöð og ein í Keflavík. Að auki eru bensínstöðvar á Selfossi og í Staðarskála opnar allan sólarhringinn í allt sumar. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir ljóst að verið sé að auka útgjöld neytenda. „Það er ljóst að þarna er verið að auka útgjöld þegar meiri þörf er á því að draga úr þeim og lækka vöruverð þannig að við höfum efasemdir um þennan langa opnunartíma og óttumst að þetta leiði til hækkunar á vöruverði," segir Jóhannes. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, er ekki á sama máli. „Við lítum þannig á að það sé hverju fyrirtæki í sjálfsvald sett að ákveða þetta. Það eru engar reglur til um opnunartíma þannig að ef fyrirtæki sjá sér hag í því, telja að það sé markaður fyrir þennan langa opnunartíma, þá er það bara hið besta mál og veitir neytendum frábæra þjónustu." Verslanir Select riðu á vaðið með að hafa opið allan sólarhringinn, árið 1997 við Suðurfell og Vesturlandsveg. Af matvöruverslunum var Samkaup við Borgarbraut á Akureyri fyrst til að hafa opið allan sólarhringinn, frá því í júlí 2005. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira