SÞ hefur áhyggjur af heimilisofbeldi á Íslandi 19. júní 2010 06:00 Navi Pillay Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur miklar áhyggjur af stöðu mannréttindamála hér. Þótt staðan virðist góð má alltaf gera betur, segir hún. Heimilisofbeldi verður að stöðva og taka verður harðar á ofbeldismönnum. Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hefur áhyggjur af háu hlutfalli ofbeldis á íslenskum heimilum. Hún segir börn kvenna sem verða fyrir ofbeldi hin raunverulegu fórnarlömb. „Heimilisofbeldi eykst ætíð á erfiðum tímum, hvort heldur er þegar stríðsátök brjótast út eða á tímum efnahagsþrenginga. Það sama á við hér á landi. En heimilisofbeldi er alltof algengt hér. Ég hef áhyggjur af því og hef hvatt stjórnvöld til að fylgja málum betur eftir og taka harðar á ofbeldismálum,“ segir Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Þetta er fyrsta heimsókn mannréttindafulltrúa SÞ hingað til lands. Navi, líkt og hún er kölluð í daglegu tali, var stödd hér á landi í boði utanríkisráðherra í vikunni og fundaði meðal annars með utanríkisráðherra, dómsmála- og mannréttindaráðherra og félagasamtökum, um stöðu mannréttinda- og jafnréttismála. Á miðvikudag hélt hún erindi á opnum fundi í Þjóðmenningarhúsinu en sá fundur var haldinn af utanríkisráðuneytinu í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands um hlutverk SÞ við að efla og vernda mannréttindi.Víða pottur brotinnÞrátt fyrir aukna umfjöllun um mannréttindabrot og aðgerðir gegn þeim á heimsvísu síðustu ár segir Navi erfitt að meta hvort staðan hafi batnað. „Þegar maður heldur að málin séu að lagast koma upp vandamál. Við, embætti mannréttindafulltrúa, og SÞ verðum ætíð að vera vakandi fyrir þessum málum. Það er sífellt verið að ráðast gegn almenningi og troða á réttindum fólks, mannréttindafrömuðum og blaðamönnum sem skrifa um mannréttinda- og jafnréttismál. Aðstæður eru mjög slæmar í sumum löndum, sérstaklega á átakasvæðum þar sem líf fólks er beinlínis í hættu. Það er mikilvægt að fólk geti látið rödd sína heyrast,“ segir Navi og bætir við að hún hafi sérstakar áhyggjur af átökum þjóðarbrota í suðurhluta Kirgisistans og morðum á Úsbekum í mánuðinum. Hún segir SÞ, sem eru með skrifstofu í Bishkek, höfuðborg Kirgisistans, reyna eftir mætti að aðstoða fórnarlömb í landinu. Talið er að allt að fjögur hundruð þúsund manns hafi misst heimili sín í átökunum í Kirgisistan sem brutust út í síðustu viku. Meirihluti þeirra er talinn á vergangi og án húsaskjóls en talið er að í kringum hundrað þúsund manns hafi flúið yfir landamærin til Úsbekistans. Þá eru tölur um látna á reiki. Opinberar tölur benda til að rúmlega tvö hundruð manns hafi látist í átökunum en talið er að tífalt fleiri liggi í valnum. Röddin verður að heyrastNavi segir að þótt mannréttinda- og jafnréttismál standi víða höllum fæti sé mikilvægt að fólk geti leitað réttar síns. Því var ekki að skipta áður. Hún tekur Afríku sem dæmi. Álfan er Navi Pillay nátengd; hún fæddist í Suður-Afríku árið árið 1941. „Í áratugi voru höfðingjar og stríðsherrar við völd í ríkjum Afríku sem myrtu fjölda manns og frömdu mjög alvarlega glæpi, svo sem í Rúanda. Við höfðum engan möguleika á að koma lögum yfir þá. Margir þessara ráðamanna, hinir seku, komust undan með einum eða öðrum hætti. Nú höfum við alþjóðadómstóla sem taka á málum þeirra, þjóðernishreinsunum og öðrum hræðilegum glæpum, svo sem í löndum fyrrum Júgóslavíu. Hann hefur þegar fellt þunga dóma,“ segir Navi og bendir á að dómstólarnir sendi þau merki út til heimsins að alvarlegir glæpir séu ekki umbornir. Alltaf má gera beturNavi segir að þótt svo virðist sem staða mannréttinda- og jafnréttismála sé almennt góð hér megi alltaf gera betur. Á meðal þess sem hún leggur til er að sett verði á laggirnar innlend mannréttindastofnun, sem vinni í samræmi við svonefnd Parísarviðmið SÞ. Engin slík stofnun starfar eftir þeim hér nú um stundir. Viðmiðin voru samþykkt árið 1993. „Innlend mannréttindastofnun tekur við málum þeirra sem telja á sér brotið. Hún getur jafnframt lagt fram tillögur að lagabreytingum,“ segir hún en á meðal þeirra sem gætu leitað til ráðsins eru fórnarlömb heimilisofbeldis, fangar og fleiri. Líður ekkert ofbeldiNavi segir að samkvæmt gögnum sem hún hafi um heimilisofbeldi hér virðist sem sjaldnar sé tilkynnt um slíkt en í öðrum löndum og ofbeldismönnum því ekki refsað. „Ég hef sérstakar áhyggjur af þessu; skorti á rannsóknum á ofbeldisverkum og slælegri framgöngu eftirlitsaðila í nauðgunarmálum og öðru kynferðisofbeldi gegn konum. Niðurstaða virðist fást í afar fáum ofbeldismálum gegn konum og nær enginn hlýtur dóm. Ef þið látið hjá líða að hindra heimilisofbeldi þá kemur það niður á börnunum,“ segir Navi Pillay og bætir við að þegar kreppir að í efnahagslífinu líkt og hér, þá færist ofbeldi í vöxt, bæði gagnvart konum, börnum og nýbúum. „Við verðum að koma stjórnvöldum í öllum ríkjum heimsins í skilning um að ofbeldi, sérstaklega kynferðislegt ofbeldi, gagnvart konum er ekki liðið. Lögin eru í gildi og það verður að virkja þau. Það virðist ekki gert hér. Ég hef áhyggjur af háu hlutfalli heimilisofbeldis á Íslandi,“ segir Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. Fréttir Innlent Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Heimilisofbeldi verður að stöðva og taka verður harðar á ofbeldismönnum. Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hefur áhyggjur af háu hlutfalli ofbeldis á íslenskum heimilum. Hún segir börn kvenna sem verða fyrir ofbeldi hin raunverulegu fórnarlömb. „Heimilisofbeldi eykst ætíð á erfiðum tímum, hvort heldur er þegar stríðsátök brjótast út eða á tímum efnahagsþrenginga. Það sama á við hér á landi. En heimilisofbeldi er alltof algengt hér. Ég hef áhyggjur af því og hef hvatt stjórnvöld til að fylgja málum betur eftir og taka harðar á ofbeldismálum,“ segir Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Þetta er fyrsta heimsókn mannréttindafulltrúa SÞ hingað til lands. Navi, líkt og hún er kölluð í daglegu tali, var stödd hér á landi í boði utanríkisráðherra í vikunni og fundaði meðal annars með utanríkisráðherra, dómsmála- og mannréttindaráðherra og félagasamtökum, um stöðu mannréttinda- og jafnréttismála. Á miðvikudag hélt hún erindi á opnum fundi í Þjóðmenningarhúsinu en sá fundur var haldinn af utanríkisráðuneytinu í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands um hlutverk SÞ við að efla og vernda mannréttindi.Víða pottur brotinnÞrátt fyrir aukna umfjöllun um mannréttindabrot og aðgerðir gegn þeim á heimsvísu síðustu ár segir Navi erfitt að meta hvort staðan hafi batnað. „Þegar maður heldur að málin séu að lagast koma upp vandamál. Við, embætti mannréttindafulltrúa, og SÞ verðum ætíð að vera vakandi fyrir þessum málum. Það er sífellt verið að ráðast gegn almenningi og troða á réttindum fólks, mannréttindafrömuðum og blaðamönnum sem skrifa um mannréttinda- og jafnréttismál. Aðstæður eru mjög slæmar í sumum löndum, sérstaklega á átakasvæðum þar sem líf fólks er beinlínis í hættu. Það er mikilvægt að fólk geti látið rödd sína heyrast,“ segir Navi og bætir við að hún hafi sérstakar áhyggjur af átökum þjóðarbrota í suðurhluta Kirgisistans og morðum á Úsbekum í mánuðinum. Hún segir SÞ, sem eru með skrifstofu í Bishkek, höfuðborg Kirgisistans, reyna eftir mætti að aðstoða fórnarlömb í landinu. Talið er að allt að fjögur hundruð þúsund manns hafi misst heimili sín í átökunum í Kirgisistan sem brutust út í síðustu viku. Meirihluti þeirra er talinn á vergangi og án húsaskjóls en talið er að í kringum hundrað þúsund manns hafi flúið yfir landamærin til Úsbekistans. Þá eru tölur um látna á reiki. Opinberar tölur benda til að rúmlega tvö hundruð manns hafi látist í átökunum en talið er að tífalt fleiri liggi í valnum. Röddin verður að heyrastNavi segir að þótt mannréttinda- og jafnréttismál standi víða höllum fæti sé mikilvægt að fólk geti leitað réttar síns. Því var ekki að skipta áður. Hún tekur Afríku sem dæmi. Álfan er Navi Pillay nátengd; hún fæddist í Suður-Afríku árið árið 1941. „Í áratugi voru höfðingjar og stríðsherrar við völd í ríkjum Afríku sem myrtu fjölda manns og frömdu mjög alvarlega glæpi, svo sem í Rúanda. Við höfðum engan möguleika á að koma lögum yfir þá. Margir þessara ráðamanna, hinir seku, komust undan með einum eða öðrum hætti. Nú höfum við alþjóðadómstóla sem taka á málum þeirra, þjóðernishreinsunum og öðrum hræðilegum glæpum, svo sem í löndum fyrrum Júgóslavíu. Hann hefur þegar fellt þunga dóma,“ segir Navi og bendir á að dómstólarnir sendi þau merki út til heimsins að alvarlegir glæpir séu ekki umbornir. Alltaf má gera beturNavi segir að þótt svo virðist sem staða mannréttinda- og jafnréttismála sé almennt góð hér megi alltaf gera betur. Á meðal þess sem hún leggur til er að sett verði á laggirnar innlend mannréttindastofnun, sem vinni í samræmi við svonefnd Parísarviðmið SÞ. Engin slík stofnun starfar eftir þeim hér nú um stundir. Viðmiðin voru samþykkt árið 1993. „Innlend mannréttindastofnun tekur við málum þeirra sem telja á sér brotið. Hún getur jafnframt lagt fram tillögur að lagabreytingum,“ segir hún en á meðal þeirra sem gætu leitað til ráðsins eru fórnarlömb heimilisofbeldis, fangar og fleiri. Líður ekkert ofbeldiNavi segir að samkvæmt gögnum sem hún hafi um heimilisofbeldi hér virðist sem sjaldnar sé tilkynnt um slíkt en í öðrum löndum og ofbeldismönnum því ekki refsað. „Ég hef sérstakar áhyggjur af þessu; skorti á rannsóknum á ofbeldisverkum og slælegri framgöngu eftirlitsaðila í nauðgunarmálum og öðru kynferðisofbeldi gegn konum. Niðurstaða virðist fást í afar fáum ofbeldismálum gegn konum og nær enginn hlýtur dóm. Ef þið látið hjá líða að hindra heimilisofbeldi þá kemur það niður á börnunum,“ segir Navi Pillay og bætir við að þegar kreppir að í efnahagslífinu líkt og hér, þá færist ofbeldi í vöxt, bæði gagnvart konum, börnum og nýbúum. „Við verðum að koma stjórnvöldum í öllum ríkjum heimsins í skilning um að ofbeldi, sérstaklega kynferðislegt ofbeldi, gagnvart konum er ekki liðið. Lögin eru í gildi og það verður að virkja þau. Það virðist ekki gert hér. Ég hef áhyggjur af háu hlutfalli heimilisofbeldis á Íslandi,“ segir Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna.
Fréttir Innlent Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira