LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh í einu liði? Hvernig getur það lið ekki orðið meistari? Slúðurfregnir frá Bandaríkjunum herma að LeBron tilkynni í kvöld að hann gangi í raðir Miami Heat.
LeBron er ekkert að leika sér þegar kemur að því að tilkynna hvert hann fer. Klukkutíma langur þáttur á ESPN verður í kringum ákvörðunina þar sem hann mun greina frá því í beinni útsendingu hvar hann ætlar að spila.
Frá þessu segir á heimasíðu ESPN sem mun sýna þáttinn í kvöld í samvinnu við James.
Þátturinn heitir einfaldlega "Ákvörðunin."
