Webber og Schumacher fljótastir í Singapúr 24. september 2010 11:42 Mark Webber á Red Bull í Singapúr leggur af stað í hring um brautina. Mynd: Getty Images Forystumaður stigamótsins, Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma á fyrstu æfingu Formúlu 1 keppnisliða í Singapúr í morgun. Hann varð 0.1 sekúndu fljótari en Michael Schumacher á Mercedes. Schumacher er að aka brautina í fyrsta skipti, en byrjað var að keppa á brautinni árið 2008. Keppt er í flóðljósum á brautinni á sunnudaginn. Schumacher sagði fyrir helgina að hann væri fljótur að ná tökum á nýjum brautum og það sannast á tíma hans. Landi Schumachers frá Þýskalandi, Adrian Sutil á Force India var þriðji fljótastur á æfingunni, en Sebastian Vettel á Red Bull fjórði. Brautin var blaut vegna rigningar, en þornaði undir lokin. Fimm ökumenn keppa af kappai um meistaratitilinn um helgina, Webber er efstur að stigum, Lewis Hamilton annar, þá Fernando Alonso, Jenson Button og Vettel. Sýnt er frá æfingum keppnisliða í dag í Singapúr á Stöð 2 Sport kl. 23.00. Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Forystumaður stigamótsins, Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma á fyrstu æfingu Formúlu 1 keppnisliða í Singapúr í morgun. Hann varð 0.1 sekúndu fljótari en Michael Schumacher á Mercedes. Schumacher er að aka brautina í fyrsta skipti, en byrjað var að keppa á brautinni árið 2008. Keppt er í flóðljósum á brautinni á sunnudaginn. Schumacher sagði fyrir helgina að hann væri fljótur að ná tökum á nýjum brautum og það sannast á tíma hans. Landi Schumachers frá Þýskalandi, Adrian Sutil á Force India var þriðji fljótastur á æfingunni, en Sebastian Vettel á Red Bull fjórði. Brautin var blaut vegna rigningar, en þornaði undir lokin. Fimm ökumenn keppa af kappai um meistaratitilinn um helgina, Webber er efstur að stigum, Lewis Hamilton annar, þá Fernando Alonso, Jenson Button og Vettel. Sýnt er frá æfingum keppnisliða í dag í Singapúr á Stöð 2 Sport kl. 23.00.
Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira