Morðrannsókn í Hafnarfirði: Fréttaskýring 22. ágúst 2010 18:50 Hannes Þór Helgason keyrði einn heim til sín eftir að hafa skutlað kærustu sinni niður í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem hann var myrtur á heimili sínu. Það var í hádeginu á sunnudag sem kærasta Hannesar Þórs Helgasonar kom að honum látnum á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði. Skömmu síðar kom yngsta systir hans og unnustu á vettvang, en þau höfðu búið þar tímabundið. Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að þau voru ekki í húsinu nóttina sem ódæðið var framið, en þau gistu á heimili elstu systurinnar og gættu barns hennar. Áverkar á líki Hannesar fengu lögreglu til þess að álykta strax, að um morð væri að ræða. Fjölmörg stungusár voru á líkama en hann var einnig með áverka á höndum, sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árásarmanninum. Morðvopnið fannst ekki á staðnum, en lögregla telur að um eggvopn sé að ræða, líklega hníf með blaðlengd upp á 15-20 cm. Ljóst er að Hannes kom með flugi úr viðskiptaferð frá Litháen á föstudag, en fyrirtæki í eigu fjölskyldu hans rekur meðal annars þrjá Kentucky kjúklingastaði í Vilníus. Kvöldið eftir komuna til landsins sótti hann kærustu sína sem var í gleðskap á suðurnesjum og keyrði hana í miðbæ Reykjavíkur. Hannes fór því næst heim til sín í Háabergið og gisti einn í húsinu um nóttina. Árásarmaðurinn er talinn hafa farið inn um dyr sem allra jafna eru ólæstar og er atlagan talin hafa átt sér stað þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Gríðarlega umfangsmikil rannsókn fór strax í gang og fjöldi manna var yfirheyrður. Nokkrir voru handteknir og fengu þá réttarstöðu grunaðs manns. Tveir af þeim, karlmenn á þrítugsaldri, voru í haldi lögreglu í tæpan sólarhring, áður en þeim var sleppt. Annar mannanna var nafngreindur í fjölmiðlum, og var verjandi hans ósáttur með þá ákvörðun Lögregla veitti litlar upplýsingar um rannsókn málsins en í kvöldfréttum okkar á fimmtudag stigu systur Hannesar fram og báðu um aðstoð. Í kjölfarið tjáði sóknarpresturinn í Hafnarfirði sig um málið, og sagði bæjarfélagið skiljanlega slegið. Á blaðamannafundi með lögreglunni sagði yfirlögregluþjónninn, Friðrik Smári Björgvinsson að ekki væri talið að morðið á Hannesi hafa verið tilviljun. Lögregla bíður nú eftir niðurstöðum úr sýnatöku af vettvangi, en fjölmörg sýni hafa verið send til Svíþjóðar. Niðurstöðu er að vænta á næstu þremur til fjórum vikum. Enginn er í haldi lögreglu vegna málsins, en hátt í 40 manns vinna enn að rannsókninni. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt sem varpað geta ljósi á málið, eru hvattir til þess að hafa samband við lögreglu í síma 444-1104. Hafnarfjörður Lögreglumál Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Hannes Þór Helgason keyrði einn heim til sín eftir að hafa skutlað kærustu sinni niður í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem hann var myrtur á heimili sínu. Það var í hádeginu á sunnudag sem kærasta Hannesar Þórs Helgasonar kom að honum látnum á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði. Skömmu síðar kom yngsta systir hans og unnustu á vettvang, en þau höfðu búið þar tímabundið. Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að þau voru ekki í húsinu nóttina sem ódæðið var framið, en þau gistu á heimili elstu systurinnar og gættu barns hennar. Áverkar á líki Hannesar fengu lögreglu til þess að álykta strax, að um morð væri að ræða. Fjölmörg stungusár voru á líkama en hann var einnig með áverka á höndum, sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árásarmanninum. Morðvopnið fannst ekki á staðnum, en lögregla telur að um eggvopn sé að ræða, líklega hníf með blaðlengd upp á 15-20 cm. Ljóst er að Hannes kom með flugi úr viðskiptaferð frá Litháen á föstudag, en fyrirtæki í eigu fjölskyldu hans rekur meðal annars þrjá Kentucky kjúklingastaði í Vilníus. Kvöldið eftir komuna til landsins sótti hann kærustu sína sem var í gleðskap á suðurnesjum og keyrði hana í miðbæ Reykjavíkur. Hannes fór því næst heim til sín í Háabergið og gisti einn í húsinu um nóttina. Árásarmaðurinn er talinn hafa farið inn um dyr sem allra jafna eru ólæstar og er atlagan talin hafa átt sér stað þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Gríðarlega umfangsmikil rannsókn fór strax í gang og fjöldi manna var yfirheyrður. Nokkrir voru handteknir og fengu þá réttarstöðu grunaðs manns. Tveir af þeim, karlmenn á þrítugsaldri, voru í haldi lögreglu í tæpan sólarhring, áður en þeim var sleppt. Annar mannanna var nafngreindur í fjölmiðlum, og var verjandi hans ósáttur með þá ákvörðun Lögregla veitti litlar upplýsingar um rannsókn málsins en í kvöldfréttum okkar á fimmtudag stigu systur Hannesar fram og báðu um aðstoð. Í kjölfarið tjáði sóknarpresturinn í Hafnarfirði sig um málið, og sagði bæjarfélagið skiljanlega slegið. Á blaðamannafundi með lögreglunni sagði yfirlögregluþjónninn, Friðrik Smári Björgvinsson að ekki væri talið að morðið á Hannesi hafa verið tilviljun. Lögregla bíður nú eftir niðurstöðum úr sýnatöku af vettvangi, en fjölmörg sýni hafa verið send til Svíþjóðar. Niðurstöðu er að vænta á næstu þremur til fjórum vikum. Enginn er í haldi lögreglu vegna málsins, en hátt í 40 manns vinna enn að rannsókninni. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt sem varpað geta ljósi á málið, eru hvattir til þess að hafa samband við lögreglu í síma 444-1104.
Hafnarfjörður Lögreglumál Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira