NBA í nótt: Stórstjörnurnar í Miami steinlágu fyrir Indiana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2010 09:00 Zydrunas Ilgauskas, Mario Chalmers, Dwyane Wade og Chris Bosh virðast ekki trúa eigin augum. Mynd/AP Stjörnum prýtt lið Miami heldur áfram að hiksta í NBA-deildinni í körfubolta en Dwyane Wade hefur aldrei skotið verr á ferlinum en þegar að Miami tapaði fyrir Indiana í nótt, 93-77. Það er langt í frá jafn þekktir leikmenn eða áberandi í liði Indiana og eru hjá Miami en þeir gerðu sér engu að síður lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur í leik liðanna - og það á heimavelli Miami. Á því áttu sjálfsagt fáir von. Danny Granger og Brandon Rush voru stigahæstir í liði Indiana með 20 stig hvor en Granger tók ellefu fráköst þar að auki. Wade var með fleiri tapaði bolta en stig í leiknum. Alls þrjú stig en fimm tapaðir boltar. Hann nýtti eitt af þrettán skotum sínum í vellum. Hann hefur aldrei hitt verr þegar hann hefur minnst tekið þrettán skot í leik. LeBron James var með 25 stig fyrir Miamim og Chris Bosh var með 21 stig og ellefu fráköst. Til að bæta gráu á svart bárust í gær fregnir af því að Udonis Haslem verði frá um óákveðinn tíma þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á fæti. Mestu munaði um 29-11 sprett hjá Indiana í öðrum leikhluta leiksins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Indiana vinnur sigur á tímabilinu þegar liðið skorar færri en 100 stig í leik. Þess má svo geta að varamenn Miami skoruðu aðeins fjögur stig í öllum leiknum - en varamenn Indiana alls 40. Reyndar hafði Indiana betur í langflestum tölfræðiþáttum leiksins. Miami hefur nú unnið átta leiki í haust en tapað sex. Á sama tíma í fyrra státaði liðið af betri árangri; 9-5. „Það er ekki gaman hjá okkur núna," sagði James eftir leikinn í nótt. Boston vann Atlanta, 99-76. Nate Robinson heldur áfram að gera það gott hjá Boston í fjarveru Rajon Rondo og skoraði sextán stig og gaf tíu stoðsendingar í leiknum. San Antonio vann Orlando, 106-97. Ekki virðist sem svo að fréttir af skilnaði Tony Parker við leikkonuna Evu Longoriu hafi mikið að segja en hann skoraði 24 stig fyrir San Antonio og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var elleftu stigur San Antonio í röð. Utah vann Sacramento, 94-83. CJ Miles skoraði 20 stig og Al Jefferson bætti við nítján fyrir Utah. Phoenix vann Houston, 123-116. Steve Nash var með 24 stig og níu stoðsendingar fyrir Phoenix. Oklahoma City vann Minnesota, 117-107. Kevin Durant og Jeff Green léku með Oklahoma City á ný eftir meiðsli en liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð. LA Clippers vann New Orleans, 99-95. Eric Gordon var með 27 stig og Blake Griffin 24 stig og þrettán fráköst fyrir Clippers. Denver vann Golden State, 106-89. Carmelo Anthony skoraði 39 stig fyrir Denver og Al Harrington bætti við nítján gegn sínu gamla liði. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Stjörnum prýtt lið Miami heldur áfram að hiksta í NBA-deildinni í körfubolta en Dwyane Wade hefur aldrei skotið verr á ferlinum en þegar að Miami tapaði fyrir Indiana í nótt, 93-77. Það er langt í frá jafn þekktir leikmenn eða áberandi í liði Indiana og eru hjá Miami en þeir gerðu sér engu að síður lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur í leik liðanna - og það á heimavelli Miami. Á því áttu sjálfsagt fáir von. Danny Granger og Brandon Rush voru stigahæstir í liði Indiana með 20 stig hvor en Granger tók ellefu fráköst þar að auki. Wade var með fleiri tapaði bolta en stig í leiknum. Alls þrjú stig en fimm tapaðir boltar. Hann nýtti eitt af þrettán skotum sínum í vellum. Hann hefur aldrei hitt verr þegar hann hefur minnst tekið þrettán skot í leik. LeBron James var með 25 stig fyrir Miamim og Chris Bosh var með 21 stig og ellefu fráköst. Til að bæta gráu á svart bárust í gær fregnir af því að Udonis Haslem verði frá um óákveðinn tíma þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á fæti. Mestu munaði um 29-11 sprett hjá Indiana í öðrum leikhluta leiksins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Indiana vinnur sigur á tímabilinu þegar liðið skorar færri en 100 stig í leik. Þess má svo geta að varamenn Miami skoruðu aðeins fjögur stig í öllum leiknum - en varamenn Indiana alls 40. Reyndar hafði Indiana betur í langflestum tölfræðiþáttum leiksins. Miami hefur nú unnið átta leiki í haust en tapað sex. Á sama tíma í fyrra státaði liðið af betri árangri; 9-5. „Það er ekki gaman hjá okkur núna," sagði James eftir leikinn í nótt. Boston vann Atlanta, 99-76. Nate Robinson heldur áfram að gera það gott hjá Boston í fjarveru Rajon Rondo og skoraði sextán stig og gaf tíu stoðsendingar í leiknum. San Antonio vann Orlando, 106-97. Ekki virðist sem svo að fréttir af skilnaði Tony Parker við leikkonuna Evu Longoriu hafi mikið að segja en hann skoraði 24 stig fyrir San Antonio og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var elleftu stigur San Antonio í röð. Utah vann Sacramento, 94-83. CJ Miles skoraði 20 stig og Al Jefferson bætti við nítján fyrir Utah. Phoenix vann Houston, 123-116. Steve Nash var með 24 stig og níu stoðsendingar fyrir Phoenix. Oklahoma City vann Minnesota, 117-107. Kevin Durant og Jeff Green léku með Oklahoma City á ný eftir meiðsli en liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð. LA Clippers vann New Orleans, 99-95. Eric Gordon var með 27 stig og Blake Griffin 24 stig og þrettán fráköst fyrir Clippers. Denver vann Golden State, 106-89. Carmelo Anthony skoraði 39 stig fyrir Denver og Al Harrington bætti við nítján gegn sínu gamla liði.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti