Handbolti

Júlíus búinn að velja kvennalandsliðið

Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið 19 leikmenn til undirbúnings vegna síðustu leikja liðsins í undankeppni EM.

Ísland er þar í riðli ásamt Austurríki, Frakklandi og Bretlandi. Leikið er heima og að heiman og komast tvö efstu liðin áfram úr riðlinum.

Leikið verður við Frakka miðvikudaginn 26. maí í Laugardalshöllinni kl. 20.15. Síðasti leikur liðsins í riðlinum verður síðan leikinn í borginni Stockerau í Austurríki kl. 20.20 laugardaginn 29. maí. 

Hópurinn sem valinn hefur verið er eftirfarandi og er einn nýliði í hópnum, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, Fram.

Þá verða einnig 2 leikmenn úr U-20 liði kvenna til taks ef á þarf að halda. Það eru leikmennirnir Arna Erlingsdóttir, KA/Þór og Þorgerður Atladóttir, Stjörnunni.

Einnig er ekki ljóst með þátttöku Önnu Úrsulu Guðmundsdóttur vegna meiðsla.

Markverðir: 

Berglind Íris Hansdóttir, Valur

Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fylkir

Íris Björk Símonardóttir, Fram

 

Aðrir leikmenn: 

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Valur

Arna Sif Pálsdóttir, Horsens HK

Ásta Birna Gunnardóttir, Fram

Elísabet Gunnardóttir, Stjarnan

Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, Fram

Hanna G. Stefánsdóttir, Haukar

Harpa Sif Eyjólfsdóttir, Stjarnan

Hildigunnur Einarsdóttir, Valur

Hildur Þorgeirsdóttir, Fram

Hrafnhildur Skúladóttir, Valur

Karen Knútsdóttir, Fram

Rakel Dögg Bragadóttir, Levanger

Rebekka Rut Skúladóttir, Valur

Rut Jónsdóttir, Team Tvis Holstebro

Stella Sigurðardóttir, Fram

Sunna Jónsdóttir, Fylkir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×