NBA í nótt: Pierce fór á kostum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2010 09:15 Paul Pierce fagnar eftir að hafa sett niður 20.000 stigið á ferlinum. Mynd/AP Paul Pierce fór á kostum þegar að Boston vann sigur á Milwaukee í framlengdum leik í nótt, 105-102. Pierce skoraði alls 28 stig í leiknum, þar af tólf í framlengingunni. Þar með er hann kominn yfir 20 þúsund stig á ferlinum. Þar að auki stal hann boltanum á lykilaugnabliki fyrir Boston, þegar 27 sekúndur voru til leiksloka. Ray Allen var með 23 stig fyrir Celtic, Rajon Rondo sautján og fimmtán stoðsendingar og Kevin Garnett með þrettán stig og átta fráköst. Andrew Bogut skoraði 21 stig fyrir Milwaukee og var þar að auki með þrettán fráköst. Ersan Ilyasova og Carlos Defino voru með fimmtán stig hvor. Boston var með sex stiga forystu þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en Delfino náði að jafna metin þegar tíu sekúndur voru til leiksloka. Pierce stal svo boltanum þegar stutt var hálf mínúta var til leiksloka og Boston með tveggja stiga forystu. Leikurinn kláraðist á vítalínunni eftir það. Þetta var tilfinningaþrungin stund fyrir Pierce sem bætist í fámennan hóp leikmanna sem ná 20 þúsund stigum en hafa eingöngu spilað með Boston. Hinir eru Larry Bird og John Havlicek. LA Lakers vann Sacramento, 112-100, þar sem Kobe Bryant var með svakalega þrefalda tvennu - 30 stig, tólf stoðsendingar og tíu fráköst. Utah vann Toronto, 125-105. Deron Williams vantaði tvö fráköst upp á þrefalda tvennu. Hann var með 22 stig og fjórtán fráköst. Al Jefferson var með 27 stig fyrir Utah. Atlanta vann Detroit, 94-85, og er þar með enn ósigrað í deildinni. Atlanta komst á 18-4 sprett undir lokin sem tryggði liðinu sigurinn. Þar af skoraði Al Horford sex stig í röð. Orlando vann Minnesota, 128-86. Dwight Howard var með átján stig, sextán fráköst og átta varin skot. Dallas vann Denver, 102-101. Dirk Nowitzky skoraði 35 stig fyrir Dallas en það var Caron Butler sem var hetja liðsins en hann setti niður þrist á mikilvægu augnabliki undir lokin. Charlotte vann New Jersey, 85-83. Þetta var fyrsti sigur Charlotte á tímabilinu en liðið náði að vinna sigur eftir að hafa lent tíu stigum undir í leiknum. Philadelphia vann Indiana, 101-75. Elton Brand var með 25 stig og tólf fráköst og Thaddeus Young sextán stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í nótt. New Orleans vann Houston, 107-99. Chris Paul var með 25 stig og Marco Belinelli átján fyrir New Orleans sem er enn ósigrað. Houston er hins vegar enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Golden State vann Memphis, 115-109. Monta Ellis var með 39 stig, þar af sautján í fjórða leikhluta. San Antonio vann Phoenix, 112-110. Richard Jefferson setti niður fjóra þrista í fjórða leikhluta, þar af mikilvæga körfu þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. LA Clippers vann Oklahoma City, 107-92. Eric Gordon skoraði 27 stig og nýliðinn Eric Bledsoe sautján auk þess sem hann var með átta stoðsendingar. Kevin Durant náði sér engan veginn á strik með Oklahoma City. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Paul Pierce fór á kostum þegar að Boston vann sigur á Milwaukee í framlengdum leik í nótt, 105-102. Pierce skoraði alls 28 stig í leiknum, þar af tólf í framlengingunni. Þar með er hann kominn yfir 20 þúsund stig á ferlinum. Þar að auki stal hann boltanum á lykilaugnabliki fyrir Boston, þegar 27 sekúndur voru til leiksloka. Ray Allen var með 23 stig fyrir Celtic, Rajon Rondo sautján og fimmtán stoðsendingar og Kevin Garnett með þrettán stig og átta fráköst. Andrew Bogut skoraði 21 stig fyrir Milwaukee og var þar að auki með þrettán fráköst. Ersan Ilyasova og Carlos Defino voru með fimmtán stig hvor. Boston var með sex stiga forystu þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en Delfino náði að jafna metin þegar tíu sekúndur voru til leiksloka. Pierce stal svo boltanum þegar stutt var hálf mínúta var til leiksloka og Boston með tveggja stiga forystu. Leikurinn kláraðist á vítalínunni eftir það. Þetta var tilfinningaþrungin stund fyrir Pierce sem bætist í fámennan hóp leikmanna sem ná 20 þúsund stigum en hafa eingöngu spilað með Boston. Hinir eru Larry Bird og John Havlicek. LA Lakers vann Sacramento, 112-100, þar sem Kobe Bryant var með svakalega þrefalda tvennu - 30 stig, tólf stoðsendingar og tíu fráköst. Utah vann Toronto, 125-105. Deron Williams vantaði tvö fráköst upp á þrefalda tvennu. Hann var með 22 stig og fjórtán fráköst. Al Jefferson var með 27 stig fyrir Utah. Atlanta vann Detroit, 94-85, og er þar með enn ósigrað í deildinni. Atlanta komst á 18-4 sprett undir lokin sem tryggði liðinu sigurinn. Þar af skoraði Al Horford sex stig í röð. Orlando vann Minnesota, 128-86. Dwight Howard var með átján stig, sextán fráköst og átta varin skot. Dallas vann Denver, 102-101. Dirk Nowitzky skoraði 35 stig fyrir Dallas en það var Caron Butler sem var hetja liðsins en hann setti niður þrist á mikilvægu augnabliki undir lokin. Charlotte vann New Jersey, 85-83. Þetta var fyrsti sigur Charlotte á tímabilinu en liðið náði að vinna sigur eftir að hafa lent tíu stigum undir í leiknum. Philadelphia vann Indiana, 101-75. Elton Brand var með 25 stig og tólf fráköst og Thaddeus Young sextán stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í nótt. New Orleans vann Houston, 107-99. Chris Paul var með 25 stig og Marco Belinelli átján fyrir New Orleans sem er enn ósigrað. Houston er hins vegar enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Golden State vann Memphis, 115-109. Monta Ellis var með 39 stig, þar af sautján í fjórða leikhluta. San Antonio vann Phoenix, 112-110. Richard Jefferson setti niður fjóra þrista í fjórða leikhluta, þar af mikilvæga körfu þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. LA Clippers vann Oklahoma City, 107-92. Eric Gordon skoraði 27 stig og nýliðinn Eric Bledsoe sautján auk þess sem hann var með átta stoðsendingar. Kevin Durant náði sér engan veginn á strik með Oklahoma City.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira