Afturelding tryggði sér í dag sæti í úrslitum umspilskeppninar um sæti í N1-deild karla.
Liðið vann sjö marka sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum, 30-23, og fagnaði þar með 2-0 sigri í undanúrslitarimmu liðanna.
Afturelding mætir annað hvort Gróttu eða Víkingi í úrslitunum. Þessi lið mætast í Víkinni í kvöld en þar er Grótta með yfirhöndina eftir 28-26 sigur í fyrsta leik liðanna.