Tímabilið er að breytast í martröð hjá þýska liðinu Werder Bremen sem tapaði 6-0 fyrir Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í dag.
Liðið hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og er í elltefta sæti deildarinnar. Lítið hefur gengið í Meistaradeildinni þar sem liðið er enn án sigurs eftir fyrstu fjóra leiki sína og neðst í A-riðli.
Stuttgart var í fallsæti fyrir helgina en komst upp í fjórtánda sæti. Liðið hefur nú unnið tvo leiki af síðustu þremur eftir að hafa tapað fimm af fyrstu sex á tímabilinu.
Dortmun er nú komið með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 4-0 útisigur á Hannover. Þá vann Leverkusen 3-1 sigur á Kaiserslautern.
Leverkusen er í þriðja sætinu, þremur stigum á eftir Mainz sem er í öðru sæti.