Tveir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld og hefjast þeir báðir kl. 19:15. Í Njarðvík verður boðið upp á stórleik þegar heimamenn taka á móti Stjörnunni.
Njarðvíkingar ætla að grilla hamborgara fyrir leikinn en þeir eiga harma að hefna þar sem Garðbæingar höfðu betur þegar liðin mættust fyrr á leiktíðinni.
ÍR tekur svo á móti FSu en athygli er vakin á því að sá leikur fer fram í Seljaskóla. ÍR þarf nauðsynlega á sigri að halda í baráttu sinni fyrir sæti í úrslitakeppninni.