Mark Andy Carroll fyrir Newcastle gegn Liverpool um helgina hefur verið valið flottasta mark umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Hinn grjótharði Carroll innsiglaði þá 3-1 sigur Newcastle á Liverpool í fyrsta leik undir stjórn Alan Pardew.
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá fimm flottustu mörk umferðarinnar en með því að smella hérna geturðu einnig séð bestu markvörslurnar, úrvalsliðið, besta leikmanninn og ýmislegt fleira.