Raikkönen vill keppa aftur í Formúlu 1 með Renault 14. september 2010 13:10 Kimi Raikkönen hefur ekið með Citroen í rallakstri á þessu ári. Mynd: Getty Images Finninn Kimi Raikkönen sem keppir í rallakstri með Citroen þessa dagana hefur áhuga á því að keyra fyrir lið Renault í Formúlu 1 árið 2011. Raikkönen var hjá Ferrari i tvö ár, en var leystur undan samningi fyrir árið í ár svo Fernando Alonso gæti tekið sæti hans. Ferrari greiddi Raikkönen laun út árið. Autosport.com greindi frá því í dag að Raikkönen hafi nálgast Renault og sýnt því áhuga að keyra með liðinu ásamt Robert Kubica á næsta ári, en Renault er enn að meta hvort liðið heldur í Rússann Vitaly Petrov á næsta ári. Hann þarf að standa sig vel í næstu mótum ef það á að ganga eftir. "Hann er á radarnum og hafði samband við okkur", sagði Eric Boullier í frétt á autosport.com í dag. Hann segir að Petrov sé inn í myndinni, ef hann geti sýnt meiri stöðugleika í mótum. Aðspurður um hvort liðið þyrfti að haga málum öðruvísi ef Raikkönen keyrði fyrir liðið sagði Boullier. "Það yrði annars konar keppnisplan í gagni og það er ekki spurning um persónuleikanna. Það kostar meira að fá mann sem er meistari en ekki. Það eru önnur vinnubrögð í kringum nýliða, heldur en þegar þú ert með tvo reynda ökumenn", sagði Boullier. Hann sagði Petrov í forgangi eins og er, en Raikkönen er meðal annarra möguleika sem liðið hefur upp á að hlaupa, gangi málin ekki eftir með Petrov. Ákvörðun um málið verður tekin fyrir lok tímabilsins. Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen sem keppir í rallakstri með Citroen þessa dagana hefur áhuga á því að keyra fyrir lið Renault í Formúlu 1 árið 2011. Raikkönen var hjá Ferrari i tvö ár, en var leystur undan samningi fyrir árið í ár svo Fernando Alonso gæti tekið sæti hans. Ferrari greiddi Raikkönen laun út árið. Autosport.com greindi frá því í dag að Raikkönen hafi nálgast Renault og sýnt því áhuga að keyra með liðinu ásamt Robert Kubica á næsta ári, en Renault er enn að meta hvort liðið heldur í Rússann Vitaly Petrov á næsta ári. Hann þarf að standa sig vel í næstu mótum ef það á að ganga eftir. "Hann er á radarnum og hafði samband við okkur", sagði Eric Boullier í frétt á autosport.com í dag. Hann segir að Petrov sé inn í myndinni, ef hann geti sýnt meiri stöðugleika í mótum. Aðspurður um hvort liðið þyrfti að haga málum öðruvísi ef Raikkönen keyrði fyrir liðið sagði Boullier. "Það yrði annars konar keppnisplan í gagni og það er ekki spurning um persónuleikanna. Það kostar meira að fá mann sem er meistari en ekki. Það eru önnur vinnubrögð í kringum nýliða, heldur en þegar þú ert með tvo reynda ökumenn", sagði Boullier. Hann sagði Petrov í forgangi eins og er, en Raikkönen er meðal annarra möguleika sem liðið hefur upp á að hlaupa, gangi málin ekki eftir með Petrov. Ákvörðun um málið verður tekin fyrir lok tímabilsins.
Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira