Boston sló Cleveland úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2010 09:00 LeBron James og félagar eru komnir í sumarfrí. Mynd/AP Boston Celtics er komið áfram í úrslit Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir sigur á Cleveland á heimavelli í nótt, 94-85. Boston var þar með einvígi liðanna samtals 4-2. Cleveland var með besta árangur allra liða í deildakeppninni í vetur og með einn allra besta körfuboltamann heims innanborðs, LeBron James, töldu margir að nú væri kominn tími á að Cleveland færi alla leið. Boston, sem hefur verið í talsverðu basli í vetur, sýndi hins vegar að þeir eiga enn talsvert inni og sýndu leikmenn liðsins oft frábæra takta í rimmu liðanna. „Þeir spiluðu ótrúlega vel," sagði LeBron James. Þjálfari Cleveland, Mike Brown, sagði muninn á liðunum vera einfaldann. „Úrslitakeppnin er ekki eins og deildakeppnin. Við vissum að við myndum ekki mæta sama liðinu og spilaði í deildinni í vetur. Þeir bættu sig og við vorum að vona að við hefðum bætt okkur líka." Það var sama hvað leikmenn Cleveland reyndu að ná tökum á leiknum í nótt - alltaf áttu heimamenn svar. Cleveland komst yfir í upphafi síðari hálfleiks en þá svaraði Boston umsvifalaust fyrir sig og var buið að endurheimta tíu stiga forystu áður en langt um leið. James og félagar gáfust þó ekki upp en komust ekki nær en að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta. James var eins og svo oft áður stigahæstur (27 stig), með flestu fráköstin (19) og flestar stoðsendingar (10) af leikmönnum Cleveland en það dugði bara ekki til. Hann tapaði reyndar boltanum níu sinnum í leiknum og refsaði Boston fyrir hver mistök í leiknum. Kevin Garnett var með 22 stig og Rajon Rondo 21. Paul Pierce og Rasheed Wallace voru með þrettán hvor. Margir telja að Mike Brown, þjálfari Cleveland, verði nú látinn taka poka sinn en flestir bíða nú eftir því að sjá hvað LeBron James gerir í sínum málum. Hann hefur verið ítrekað orðaður við New York Knicks í vetur og eru margir sem velta því fyrir sér hvort körfuboltaævintýrinu í Cleveland sé einfaldlega lokið. NBA Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Boston Celtics er komið áfram í úrslit Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir sigur á Cleveland á heimavelli í nótt, 94-85. Boston var þar með einvígi liðanna samtals 4-2. Cleveland var með besta árangur allra liða í deildakeppninni í vetur og með einn allra besta körfuboltamann heims innanborðs, LeBron James, töldu margir að nú væri kominn tími á að Cleveland færi alla leið. Boston, sem hefur verið í talsverðu basli í vetur, sýndi hins vegar að þeir eiga enn talsvert inni og sýndu leikmenn liðsins oft frábæra takta í rimmu liðanna. „Þeir spiluðu ótrúlega vel," sagði LeBron James. Þjálfari Cleveland, Mike Brown, sagði muninn á liðunum vera einfaldann. „Úrslitakeppnin er ekki eins og deildakeppnin. Við vissum að við myndum ekki mæta sama liðinu og spilaði í deildinni í vetur. Þeir bættu sig og við vorum að vona að við hefðum bætt okkur líka." Það var sama hvað leikmenn Cleveland reyndu að ná tökum á leiknum í nótt - alltaf áttu heimamenn svar. Cleveland komst yfir í upphafi síðari hálfleiks en þá svaraði Boston umsvifalaust fyrir sig og var buið að endurheimta tíu stiga forystu áður en langt um leið. James og félagar gáfust þó ekki upp en komust ekki nær en að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta. James var eins og svo oft áður stigahæstur (27 stig), með flestu fráköstin (19) og flestar stoðsendingar (10) af leikmönnum Cleveland en það dugði bara ekki til. Hann tapaði reyndar boltanum níu sinnum í leiknum og refsaði Boston fyrir hver mistök í leiknum. Kevin Garnett var með 22 stig og Rajon Rondo 21. Paul Pierce og Rasheed Wallace voru með þrettán hvor. Margir telja að Mike Brown, þjálfari Cleveland, verði nú látinn taka poka sinn en flestir bíða nú eftir því að sjá hvað LeBron James gerir í sínum málum. Hann hefur verið ítrekað orðaður við New York Knicks í vetur og eru margir sem velta því fyrir sér hvort körfuboltaævintýrinu í Cleveland sé einfaldlega lokið.
NBA Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira