Ísland og kynjajafnréttið Þorgerður Einarsdóttir skrifar 21. október 2010 06:00 Ísland mælist, ásamt hinum Norðurlöndunum, með minnsta kynjabil í heimi í skýrslu World Economic Forum sem út kom nýlega (Hausmann 2010). Kynjabilið er mælt með vísitölu á bilinu 0-1 þar sem 0 þýðir algjört bil en 1 þýðir að bilinu hefur verið lokað. Árið 2010 er annað árið í röð sem Ísland er í fyrsta sæti, núna með 0,8496 stig, en nánast engu munar á Íslandi og Noregi. Hvað þýða þessar niðurstöður? Er Ísland best í heimi og er kynjajafnrétti kannski náð? WEF mælir kynjabilið á fjórum mælikvörðum: efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntun, pólitískri þátttöku og heilsu. Efnahagsleg þátttaka og tækifæri fela í sér atvinnuþátttöku, laun fyrir sambærileg störf, heildaratvinnutekjur og hlutfall kynja meðal stjórnenda og sérfræðinga. Menntun felur í sér læsi, grunnmenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Heilsa felur í sér líkur á heilbrigðu lífi og kynjahlutfall meðal nýbura. Loks fela stjórnmál í sér hlutfall kynja á þingi, meðal ráðherra og þann árafjölda sl. hálfa öld sem kona hefur verið þjóðhöfðingi. WEF hefur mælt kynjabilið síðan 2006 og allt til 2008 var Ísland í 4. sæti á eftir Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Árið 2009 brá svo við að Ísland fór upp fyrir hin Norðurlöndin. Það vekur athygli að þessi breyting varð eftir hrunið 2008. Breytingin segir sína sögu bæði um mælinguna sjálfa en einnig um stöðu mála á Íslandi. Í skýrslu WEF mælist kynjabilið lítið í heilsu og menntun og gildir það fyrir allar þjóðir. Mælistikan á heilsu er fremur þröng og þar gildir að heilbrigðisþjónusta eða heilsa þjóðar getur verið slök, en ef hún er jafnslök hjá körlum og konum mælist ekkert kynjabil. Þá hefur yfir 90% menntunarbilsins verið lokað í meira en átta af hverjum tíu þjóðum heims. Til að skýra þetta má taka dæmi af læsi sem er ein mælistikan. Í fátæku landi getur ólæsi verið útbreitt en ef það er jafnalgengt meðal karla og kvenna mælist ekkert kynjabil. Ísland er í hópi þeirra 22 þjóða sem alveg hafa lokað kynjabilinu í menntun skv. skilgreiningu WEF, en fleiri konur en karlar hafa langskólamenntun hérlendis eins og í fjölmörgum öðrum löndum. Það sem ræður úrslitum um röðun landa á listanum er í raun tveir flokkar, atvinnuþátttaka og efnahagsleg tækifæri, og pólitísk þátttaka. Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er með því mesta sem gerist í heiminum. Ísland nær þó eingöngu 0,75 stigum af 1,0 í efnahagslegri þátttöku og tækifærum í heild og er í 18. sæti, á eftir öllum hinum Norðurlöndunum. Hlutfall kvenna meðal sérfræðinga ýtir mælingunni upp enda menntunarstig kvenna hátt. Aðrir þættir draga Ísland niður, s.s. launamunur fyrir sambærileg störf og kynjabil í heildaratvinnutekjum. Af þessu er ljóst að afrakstur kvenna af menntun sinni og mannauði er ekki í samræmi við karla og lýsa skýrsluhöfundar sérstökum áhyggjum af þessu (Hausmann 2010, bls. 21). Það er reyndar stjórnmálaþátttaka sem fleytir Íslandi í 1. sæti í heildarmælingu WEF en Ísland er þar efst landa með 0,68 stig af 1,0. Það er athyglisvert að sterkasta land heims á þessu sviði nái ekki hærra en svo. Hér munar einna mest um forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur sem fleytir Íslandi talsvert yfir hin Norðurlöndin. Þá vegur hlutfall kvenna á þingi og meðal ráðherra þungt en þar hefur Ísland löngum staðið hinum Norðurlöndunum að baki. Kynjahlutföllin í stjórnmálunum breyttust eftir hrun með auknu fylgi félagshyggjuflokka en rannsóknir sýna að þeir eru almennt líklegri en aðrir flokkar til að skapa rými fyrir konur. Á sama tíma og ástæða er til að gleðjast yfir góðri útkomu Íslands í mælingu WEF er vert að vara við ógagnrýnni túlkun á niðurstöðunum. Sérstaða Norðurlanda á heimsvísu skýrist af öflugu hagkerfi, vestrænum lýðræðishefðum, opinberu velferðarkerfi og áherslu á jöfnuð. Þetta hefur fært konum og körlum á Norðurlöndum betri og jafnari lífsgæði en þekkjast víðast hvar sem birtist skýrt í mælingu WEF. Þetta er mikilsvert og mikilvægt að Norðurlandabúar grein sér fyrir þessum forréttindum. En það er líka mikilvægt að við Íslendingar skoðum niðurstöður WEF gagnrýnum augum í ljósi atburða síðustu ára, skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og ekki síst kynjagreiningar hennar sem er viðauki með skýrslu þingmannanefndar. Þjóðhverf sjálfumgleði og ofurtrú á eigið ágæti komu Íslendingum í vonda stöðu. Fyrsta sæti í mælingu WEF þýðir ekki að kynjajafnrétti hafi verið náð, það setur okkur hins vegar þá ábyrgð á hendur að sýna gott fordæmi með því að gera enn betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Einarsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ísland mælist, ásamt hinum Norðurlöndunum, með minnsta kynjabil í heimi í skýrslu World Economic Forum sem út kom nýlega (Hausmann 2010). Kynjabilið er mælt með vísitölu á bilinu 0-1 þar sem 0 þýðir algjört bil en 1 þýðir að bilinu hefur verið lokað. Árið 2010 er annað árið í röð sem Ísland er í fyrsta sæti, núna með 0,8496 stig, en nánast engu munar á Íslandi og Noregi. Hvað þýða þessar niðurstöður? Er Ísland best í heimi og er kynjajafnrétti kannski náð? WEF mælir kynjabilið á fjórum mælikvörðum: efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntun, pólitískri þátttöku og heilsu. Efnahagsleg þátttaka og tækifæri fela í sér atvinnuþátttöku, laun fyrir sambærileg störf, heildaratvinnutekjur og hlutfall kynja meðal stjórnenda og sérfræðinga. Menntun felur í sér læsi, grunnmenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Heilsa felur í sér líkur á heilbrigðu lífi og kynjahlutfall meðal nýbura. Loks fela stjórnmál í sér hlutfall kynja á þingi, meðal ráðherra og þann árafjölda sl. hálfa öld sem kona hefur verið þjóðhöfðingi. WEF hefur mælt kynjabilið síðan 2006 og allt til 2008 var Ísland í 4. sæti á eftir Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Árið 2009 brá svo við að Ísland fór upp fyrir hin Norðurlöndin. Það vekur athygli að þessi breyting varð eftir hrunið 2008. Breytingin segir sína sögu bæði um mælinguna sjálfa en einnig um stöðu mála á Íslandi. Í skýrslu WEF mælist kynjabilið lítið í heilsu og menntun og gildir það fyrir allar þjóðir. Mælistikan á heilsu er fremur þröng og þar gildir að heilbrigðisþjónusta eða heilsa þjóðar getur verið slök, en ef hún er jafnslök hjá körlum og konum mælist ekkert kynjabil. Þá hefur yfir 90% menntunarbilsins verið lokað í meira en átta af hverjum tíu þjóðum heims. Til að skýra þetta má taka dæmi af læsi sem er ein mælistikan. Í fátæku landi getur ólæsi verið útbreitt en ef það er jafnalgengt meðal karla og kvenna mælist ekkert kynjabil. Ísland er í hópi þeirra 22 þjóða sem alveg hafa lokað kynjabilinu í menntun skv. skilgreiningu WEF, en fleiri konur en karlar hafa langskólamenntun hérlendis eins og í fjölmörgum öðrum löndum. Það sem ræður úrslitum um röðun landa á listanum er í raun tveir flokkar, atvinnuþátttaka og efnahagsleg tækifæri, og pólitísk þátttaka. Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er með því mesta sem gerist í heiminum. Ísland nær þó eingöngu 0,75 stigum af 1,0 í efnahagslegri þátttöku og tækifærum í heild og er í 18. sæti, á eftir öllum hinum Norðurlöndunum. Hlutfall kvenna meðal sérfræðinga ýtir mælingunni upp enda menntunarstig kvenna hátt. Aðrir þættir draga Ísland niður, s.s. launamunur fyrir sambærileg störf og kynjabil í heildaratvinnutekjum. Af þessu er ljóst að afrakstur kvenna af menntun sinni og mannauði er ekki í samræmi við karla og lýsa skýrsluhöfundar sérstökum áhyggjum af þessu (Hausmann 2010, bls. 21). Það er reyndar stjórnmálaþátttaka sem fleytir Íslandi í 1. sæti í heildarmælingu WEF en Ísland er þar efst landa með 0,68 stig af 1,0. Það er athyglisvert að sterkasta land heims á þessu sviði nái ekki hærra en svo. Hér munar einna mest um forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur sem fleytir Íslandi talsvert yfir hin Norðurlöndin. Þá vegur hlutfall kvenna á þingi og meðal ráðherra þungt en þar hefur Ísland löngum staðið hinum Norðurlöndunum að baki. Kynjahlutföllin í stjórnmálunum breyttust eftir hrun með auknu fylgi félagshyggjuflokka en rannsóknir sýna að þeir eru almennt líklegri en aðrir flokkar til að skapa rými fyrir konur. Á sama tíma og ástæða er til að gleðjast yfir góðri útkomu Íslands í mælingu WEF er vert að vara við ógagnrýnni túlkun á niðurstöðunum. Sérstaða Norðurlanda á heimsvísu skýrist af öflugu hagkerfi, vestrænum lýðræðishefðum, opinberu velferðarkerfi og áherslu á jöfnuð. Þetta hefur fært konum og körlum á Norðurlöndum betri og jafnari lífsgæði en þekkjast víðast hvar sem birtist skýrt í mælingu WEF. Þetta er mikilsvert og mikilvægt að Norðurlandabúar grein sér fyrir þessum forréttindum. En það er líka mikilvægt að við Íslendingar skoðum niðurstöður WEF gagnrýnum augum í ljósi atburða síðustu ára, skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og ekki síst kynjagreiningar hennar sem er viðauki með skýrslu þingmannanefndar. Þjóðhverf sjálfumgleði og ofurtrú á eigið ágæti komu Íslendingum í vonda stöðu. Fyrsta sæti í mælingu WEF þýðir ekki að kynjajafnrétti hafi verið náð, það setur okkur hins vegar þá ábyrgð á hendur að sýna gott fordæmi með því að gera enn betur.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun