Ísland og kynjajafnréttið Þorgerður Einarsdóttir skrifar 21. október 2010 06:00 Ísland mælist, ásamt hinum Norðurlöndunum, með minnsta kynjabil í heimi í skýrslu World Economic Forum sem út kom nýlega (Hausmann 2010). Kynjabilið er mælt með vísitölu á bilinu 0-1 þar sem 0 þýðir algjört bil en 1 þýðir að bilinu hefur verið lokað. Árið 2010 er annað árið í röð sem Ísland er í fyrsta sæti, núna með 0,8496 stig, en nánast engu munar á Íslandi og Noregi. Hvað þýða þessar niðurstöður? Er Ísland best í heimi og er kynjajafnrétti kannski náð? WEF mælir kynjabilið á fjórum mælikvörðum: efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntun, pólitískri þátttöku og heilsu. Efnahagsleg þátttaka og tækifæri fela í sér atvinnuþátttöku, laun fyrir sambærileg störf, heildaratvinnutekjur og hlutfall kynja meðal stjórnenda og sérfræðinga. Menntun felur í sér læsi, grunnmenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Heilsa felur í sér líkur á heilbrigðu lífi og kynjahlutfall meðal nýbura. Loks fela stjórnmál í sér hlutfall kynja á þingi, meðal ráðherra og þann árafjölda sl. hálfa öld sem kona hefur verið þjóðhöfðingi. WEF hefur mælt kynjabilið síðan 2006 og allt til 2008 var Ísland í 4. sæti á eftir Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Árið 2009 brá svo við að Ísland fór upp fyrir hin Norðurlöndin. Það vekur athygli að þessi breyting varð eftir hrunið 2008. Breytingin segir sína sögu bæði um mælinguna sjálfa en einnig um stöðu mála á Íslandi. Í skýrslu WEF mælist kynjabilið lítið í heilsu og menntun og gildir það fyrir allar þjóðir. Mælistikan á heilsu er fremur þröng og þar gildir að heilbrigðisþjónusta eða heilsa þjóðar getur verið slök, en ef hún er jafnslök hjá körlum og konum mælist ekkert kynjabil. Þá hefur yfir 90% menntunarbilsins verið lokað í meira en átta af hverjum tíu þjóðum heims. Til að skýra þetta má taka dæmi af læsi sem er ein mælistikan. Í fátæku landi getur ólæsi verið útbreitt en ef það er jafnalgengt meðal karla og kvenna mælist ekkert kynjabil. Ísland er í hópi þeirra 22 þjóða sem alveg hafa lokað kynjabilinu í menntun skv. skilgreiningu WEF, en fleiri konur en karlar hafa langskólamenntun hérlendis eins og í fjölmörgum öðrum löndum. Það sem ræður úrslitum um röðun landa á listanum er í raun tveir flokkar, atvinnuþátttaka og efnahagsleg tækifæri, og pólitísk þátttaka. Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er með því mesta sem gerist í heiminum. Ísland nær þó eingöngu 0,75 stigum af 1,0 í efnahagslegri þátttöku og tækifærum í heild og er í 18. sæti, á eftir öllum hinum Norðurlöndunum. Hlutfall kvenna meðal sérfræðinga ýtir mælingunni upp enda menntunarstig kvenna hátt. Aðrir þættir draga Ísland niður, s.s. launamunur fyrir sambærileg störf og kynjabil í heildaratvinnutekjum. Af þessu er ljóst að afrakstur kvenna af menntun sinni og mannauði er ekki í samræmi við karla og lýsa skýrsluhöfundar sérstökum áhyggjum af þessu (Hausmann 2010, bls. 21). Það er reyndar stjórnmálaþátttaka sem fleytir Íslandi í 1. sæti í heildarmælingu WEF en Ísland er þar efst landa með 0,68 stig af 1,0. Það er athyglisvert að sterkasta land heims á þessu sviði nái ekki hærra en svo. Hér munar einna mest um forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur sem fleytir Íslandi talsvert yfir hin Norðurlöndin. Þá vegur hlutfall kvenna á þingi og meðal ráðherra þungt en þar hefur Ísland löngum staðið hinum Norðurlöndunum að baki. Kynjahlutföllin í stjórnmálunum breyttust eftir hrun með auknu fylgi félagshyggjuflokka en rannsóknir sýna að þeir eru almennt líklegri en aðrir flokkar til að skapa rými fyrir konur. Á sama tíma og ástæða er til að gleðjast yfir góðri útkomu Íslands í mælingu WEF er vert að vara við ógagnrýnni túlkun á niðurstöðunum. Sérstaða Norðurlanda á heimsvísu skýrist af öflugu hagkerfi, vestrænum lýðræðishefðum, opinberu velferðarkerfi og áherslu á jöfnuð. Þetta hefur fært konum og körlum á Norðurlöndum betri og jafnari lífsgæði en þekkjast víðast hvar sem birtist skýrt í mælingu WEF. Þetta er mikilsvert og mikilvægt að Norðurlandabúar grein sér fyrir þessum forréttindum. En það er líka mikilvægt að við Íslendingar skoðum niðurstöður WEF gagnrýnum augum í ljósi atburða síðustu ára, skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og ekki síst kynjagreiningar hennar sem er viðauki með skýrslu þingmannanefndar. Þjóðhverf sjálfumgleði og ofurtrú á eigið ágæti komu Íslendingum í vonda stöðu. Fyrsta sæti í mælingu WEF þýðir ekki að kynjajafnrétti hafi verið náð, það setur okkur hins vegar þá ábyrgð á hendur að sýna gott fordæmi með því að gera enn betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Einarsdóttir Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ísland mælist, ásamt hinum Norðurlöndunum, með minnsta kynjabil í heimi í skýrslu World Economic Forum sem út kom nýlega (Hausmann 2010). Kynjabilið er mælt með vísitölu á bilinu 0-1 þar sem 0 þýðir algjört bil en 1 þýðir að bilinu hefur verið lokað. Árið 2010 er annað árið í röð sem Ísland er í fyrsta sæti, núna með 0,8496 stig, en nánast engu munar á Íslandi og Noregi. Hvað þýða þessar niðurstöður? Er Ísland best í heimi og er kynjajafnrétti kannski náð? WEF mælir kynjabilið á fjórum mælikvörðum: efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntun, pólitískri þátttöku og heilsu. Efnahagsleg þátttaka og tækifæri fela í sér atvinnuþátttöku, laun fyrir sambærileg störf, heildaratvinnutekjur og hlutfall kynja meðal stjórnenda og sérfræðinga. Menntun felur í sér læsi, grunnmenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Heilsa felur í sér líkur á heilbrigðu lífi og kynjahlutfall meðal nýbura. Loks fela stjórnmál í sér hlutfall kynja á þingi, meðal ráðherra og þann árafjölda sl. hálfa öld sem kona hefur verið þjóðhöfðingi. WEF hefur mælt kynjabilið síðan 2006 og allt til 2008 var Ísland í 4. sæti á eftir Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Árið 2009 brá svo við að Ísland fór upp fyrir hin Norðurlöndin. Það vekur athygli að þessi breyting varð eftir hrunið 2008. Breytingin segir sína sögu bæði um mælinguna sjálfa en einnig um stöðu mála á Íslandi. Í skýrslu WEF mælist kynjabilið lítið í heilsu og menntun og gildir það fyrir allar þjóðir. Mælistikan á heilsu er fremur þröng og þar gildir að heilbrigðisþjónusta eða heilsa þjóðar getur verið slök, en ef hún er jafnslök hjá körlum og konum mælist ekkert kynjabil. Þá hefur yfir 90% menntunarbilsins verið lokað í meira en átta af hverjum tíu þjóðum heims. Til að skýra þetta má taka dæmi af læsi sem er ein mælistikan. Í fátæku landi getur ólæsi verið útbreitt en ef það er jafnalgengt meðal karla og kvenna mælist ekkert kynjabil. Ísland er í hópi þeirra 22 þjóða sem alveg hafa lokað kynjabilinu í menntun skv. skilgreiningu WEF, en fleiri konur en karlar hafa langskólamenntun hérlendis eins og í fjölmörgum öðrum löndum. Það sem ræður úrslitum um röðun landa á listanum er í raun tveir flokkar, atvinnuþátttaka og efnahagsleg tækifæri, og pólitísk þátttaka. Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er með því mesta sem gerist í heiminum. Ísland nær þó eingöngu 0,75 stigum af 1,0 í efnahagslegri þátttöku og tækifærum í heild og er í 18. sæti, á eftir öllum hinum Norðurlöndunum. Hlutfall kvenna meðal sérfræðinga ýtir mælingunni upp enda menntunarstig kvenna hátt. Aðrir þættir draga Ísland niður, s.s. launamunur fyrir sambærileg störf og kynjabil í heildaratvinnutekjum. Af þessu er ljóst að afrakstur kvenna af menntun sinni og mannauði er ekki í samræmi við karla og lýsa skýrsluhöfundar sérstökum áhyggjum af þessu (Hausmann 2010, bls. 21). Það er reyndar stjórnmálaþátttaka sem fleytir Íslandi í 1. sæti í heildarmælingu WEF en Ísland er þar efst landa með 0,68 stig af 1,0. Það er athyglisvert að sterkasta land heims á þessu sviði nái ekki hærra en svo. Hér munar einna mest um forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur sem fleytir Íslandi talsvert yfir hin Norðurlöndin. Þá vegur hlutfall kvenna á þingi og meðal ráðherra þungt en þar hefur Ísland löngum staðið hinum Norðurlöndunum að baki. Kynjahlutföllin í stjórnmálunum breyttust eftir hrun með auknu fylgi félagshyggjuflokka en rannsóknir sýna að þeir eru almennt líklegri en aðrir flokkar til að skapa rými fyrir konur. Á sama tíma og ástæða er til að gleðjast yfir góðri útkomu Íslands í mælingu WEF er vert að vara við ógagnrýnni túlkun á niðurstöðunum. Sérstaða Norðurlanda á heimsvísu skýrist af öflugu hagkerfi, vestrænum lýðræðishefðum, opinberu velferðarkerfi og áherslu á jöfnuð. Þetta hefur fært konum og körlum á Norðurlöndum betri og jafnari lífsgæði en þekkjast víðast hvar sem birtist skýrt í mælingu WEF. Þetta er mikilsvert og mikilvægt að Norðurlandabúar grein sér fyrir þessum forréttindum. En það er líka mikilvægt að við Íslendingar skoðum niðurstöður WEF gagnrýnum augum í ljósi atburða síðustu ára, skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og ekki síst kynjagreiningar hennar sem er viðauki með skýrslu þingmannanefndar. Þjóðhverf sjálfumgleði og ofurtrú á eigið ágæti komu Íslendingum í vonda stöðu. Fyrsta sæti í mælingu WEF þýðir ekki að kynjajafnrétti hafi verið náð, það setur okkur hins vegar þá ábyrgð á hendur að sýna gott fordæmi með því að gera enn betur.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun