Eyjafjörður á lífi – samt er ekkert álver Svavar Gestsson skrifar 15. október 2010 06:00 Það var aðalfyrirsögn risastór á forsíðu Tímans 17. maí 1990: „Þeir treysta á álver til bjargar Eyjafirði." Sagt var frá 400-500 manna fundi sem haldinn var á Akureyri sem krafðist álvers þegar í stað. Inni í blaðinu er opna sem segir frá fundinum. Málið minnir á álversumræðuna þessa dagana á Húsavík og Helguvík. Það fer illa með byggðarlögin að bíða eftir álverum. Á meðan gerist ekkert. Akureyri ákvað að hætta að bíða eftir álveri og sjá: 20 árum seinna er Akureyri samt til og Eyjafjörður. Hvernig stóð á því að Eyjafjörður lifði það af að fá ekkert álver? Tíu árum seinna er enn verið að tala um að leysa allt með álverum og þá skrifaði kona í Fréttablaðið og spurði sömu spurninga og við hin spyrjum þessa dagana. Kristín Helga Gunnarsdóttir spurði í Fréttablaðinu: „Dettur mönnum ekkert annað í hug en álver: Nú eru tímar skyndilausna. ...Álið mun bjarga byggðinni hringinn í kringum landið frá því að líða undir lok. ... Fleiri stóriðjudraumar leynast sjálfsagt í pússi hugmyndaauðugra ráðamanna og vel má vera að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum í álklæddri framtíðarsýn fyrir Ísland." Var Sjálfstæðisflokkurinn á móti því að byggja álver í Eyjafirði - spurt er af því að hann stjórnaði landinu frá 1991? Hann byggði álver á Reyðarfirði og Kárahnjúkaflokkarnir hafa sinn sess í Íslandssögunni. Ekki voru það ráðherrar Alþýðubandalagsins eða Vinstri grænna sem stoppuðu þessar stórkostlegu framfarir fyrir Eyfirðinga. Hryðjuverkakonan í umhverfisráðuneytinu var ekki komin til starfa. Af hverju reis þá ekki álver í Eyjafirði - 20 álver á Íslandi sagði einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins um 1970. Það var þeirra álklædda framtíðarsýn. Hvar var Landsvirkjun 1990, stjórnað þá og lengi síðar þar til nú af Sjálfstæðisflokknum? Það er næsta öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn og meðhjálparar hans hefðu látið reisa öll þessi álver ef álhringarnir hefðu haft áhuga á því. Þökk sé áhugaleysi álhringanna og einni og einni vinstri stjórn fyrir að það var ekki gert. Og Eyjafjörður? Er hann kannski í eyði? Umræðurnar um álver í Eyjafirði jukust um allan helming þegar Sovétríkin hrundu af því að iðnfyrirtækin á Akureyri höfðu markað fyrir vörur sínar í Sovétríkjunum. Nei, Eyjafjörður er ekki í eyði. Þar hafa menn snúið sér að uppbyggingu fjölþættrar atvinnustarfsemi. Háskólinn er kórónan á sköpunarverkinu og þessa sömu daga og rætt var um álver í Eyjafirði vorum við að opna sjávarútvegsbraut við Háskólann á Akureyri. Er hægt að læra eitthvað af þessu? Glöggur kunningi minn benti mér á þetta í gær: Álversumræðan núna er eins og um álverið í Eyjafirði, sagði hann. Er ekki rétt að rifja það aðeins upp. Það hefur verið gert hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Það var aðalfyrirsögn risastór á forsíðu Tímans 17. maí 1990: „Þeir treysta á álver til bjargar Eyjafirði." Sagt var frá 400-500 manna fundi sem haldinn var á Akureyri sem krafðist álvers þegar í stað. Inni í blaðinu er opna sem segir frá fundinum. Málið minnir á álversumræðuna þessa dagana á Húsavík og Helguvík. Það fer illa með byggðarlögin að bíða eftir álverum. Á meðan gerist ekkert. Akureyri ákvað að hætta að bíða eftir álveri og sjá: 20 árum seinna er Akureyri samt til og Eyjafjörður. Hvernig stóð á því að Eyjafjörður lifði það af að fá ekkert álver? Tíu árum seinna er enn verið að tala um að leysa allt með álverum og þá skrifaði kona í Fréttablaðið og spurði sömu spurninga og við hin spyrjum þessa dagana. Kristín Helga Gunnarsdóttir spurði í Fréttablaðinu: „Dettur mönnum ekkert annað í hug en álver: Nú eru tímar skyndilausna. ...Álið mun bjarga byggðinni hringinn í kringum landið frá því að líða undir lok. ... Fleiri stóriðjudraumar leynast sjálfsagt í pússi hugmyndaauðugra ráðamanna og vel má vera að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum í álklæddri framtíðarsýn fyrir Ísland." Var Sjálfstæðisflokkurinn á móti því að byggja álver í Eyjafirði - spurt er af því að hann stjórnaði landinu frá 1991? Hann byggði álver á Reyðarfirði og Kárahnjúkaflokkarnir hafa sinn sess í Íslandssögunni. Ekki voru það ráðherrar Alþýðubandalagsins eða Vinstri grænna sem stoppuðu þessar stórkostlegu framfarir fyrir Eyfirðinga. Hryðjuverkakonan í umhverfisráðuneytinu var ekki komin til starfa. Af hverju reis þá ekki álver í Eyjafirði - 20 álver á Íslandi sagði einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins um 1970. Það var þeirra álklædda framtíðarsýn. Hvar var Landsvirkjun 1990, stjórnað þá og lengi síðar þar til nú af Sjálfstæðisflokknum? Það er næsta öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn og meðhjálparar hans hefðu látið reisa öll þessi álver ef álhringarnir hefðu haft áhuga á því. Þökk sé áhugaleysi álhringanna og einni og einni vinstri stjórn fyrir að það var ekki gert. Og Eyjafjörður? Er hann kannski í eyði? Umræðurnar um álver í Eyjafirði jukust um allan helming þegar Sovétríkin hrundu af því að iðnfyrirtækin á Akureyri höfðu markað fyrir vörur sínar í Sovétríkjunum. Nei, Eyjafjörður er ekki í eyði. Þar hafa menn snúið sér að uppbyggingu fjölþættrar atvinnustarfsemi. Háskólinn er kórónan á sköpunarverkinu og þessa sömu daga og rætt var um álver í Eyjafirði vorum við að opna sjávarútvegsbraut við Háskólann á Akureyri. Er hægt að læra eitthvað af þessu? Glöggur kunningi minn benti mér á þetta í gær: Álversumræðan núna er eins og um álverið í Eyjafirði, sagði hann. Er ekki rétt að rifja það aðeins upp. Það hefur verið gert hér.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun