Útrýming fátæktar krefst langtímaaðgerða 29. október 2010 06:00 Oktavía Guðmundsdóttir og Vilborg Oddsdóttir skrifa: Evrópusambandið hefur tileinkað árinu 2010 baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Ástæðan er að 17% eða um 80 milljónir íbúa ESB landa eru nú með tekjur undir því sem kallast afstæð fátæktarmörk, þ.e. eru lægri en 60% af meðaltekjum. Fyrir þá, sem eru í þessari stöðu, eru þetta ekki bara tölur á blaði heldur miskunnarlaus veruleiki, sem hefur áhrif á uppvaxtarskilyrði barna, húsnæði, heilsu, menntun og stjórn á eigin lífi. Metnaður ESB var að draga úr fátæktinni og einangruninni á þeim áratug sem nú er að ljúka, en veruleikinn er allt annar. Fátæktin hefur aukist, og það á einnig við um Norðurlöndin. Svona ætti þetta að sjálfsögðu ekki að vera, þar sem byrjunarstaða Norðurlanda var góð. Norræna velferðarkerfið hefur fyrst og fremst stuðlað að jöfnuði í samfélaginu með tiltölulega lítilli fátækt, en líkanið felur einnig í sér aðra þætti sem skapa skilyrði fyrir betra lífi og velferð. Má þar nefna góða heilsu, hátt menntunarstig, lítið atvinnuleysi o.s.frv. Í Evrópu er oft litið á norræna líkanið sem fyrirmynd í vinnu við að móta evrópskt félagslegt líkan. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi. Því miður stefnir nú þróunin niður á við, atvinnuleysi og fátækt eykst. Hér er ekki aðeins um afleiðingar fjármálakreppunnar að ræða, heldur einnig það að við höfum sagt skilið við grunnþátt norræna líkansins, þ.e. að verja samfélagslegan jöfnuð þar sem allir fá tækifæri til að lífa góðu lífi með öruggar tekjur. Ójöfnuðurinn í tekjum og lífskjörum eykst hratt í löndum okkar þó að nýjustu rannsóknir sýni að það er einmitt jöfnuðurinn sem ræður hvað mestu um hvernig land stendur sig í mælingum á ýmsum velferðarþáttum svo sem menntun, lífslíkum, glæpatíðni, heilbrigði, öryggi, fátækt o.fl. Gagnvart þegnum sínum og umheiminum, bera Norðurlöndin mikla ábyrgð á því að nýta þær hagstæðu forsendur sem þau hafa til að vera áfram fyrirmynd hvernig hægt er að byggja upp samfélag þar sem ríkir jöfnuður og fátækt er lítil. Til að gera það er mikilvægt að standa vörð um grunnþætti norrænnar velferðarstefnu og að sýna það á ýmsan hátt í verki, að við samþykkjum ekki fátækt. Við höfum bæði vilja og getu til að berjast gegn henni. Fátækt er margslungið vandamál sem á rætur að rekja til margra, oft samverkandi þátta. Baráttuna gegn fátækt verður því að heyja á mörgum vígstöðvum samtímis. Félagsleg heildarsýn og viðeigandi lágmarksframfærsla og lágmarkslaun eru mikilvægir þættir í baráttunni. Útrýming fátæktar er langtímaverkefni. Þess vegna æskjum við þess að þetta umrædda átak, Evrópuár um fátækt og félagslega einangrun 2010 verði framlengt. Ísland þyrfti að setja saman eigin langtímaáætlun um baráttuna gegn fátækt og félagslegri einangrun. Þessar áætlanir eiga áfram að gera frjálsum félagasamtökum og öðrum, sem koma að þessum málum, kleift að fá stuðning við starfsemi sem miðar að því að gera þessi mál sýnileg og tala máli þeirra sem minna mega sín. Einnig þarf að sinna frumkvöðlastarfsemi og rannsóknum. Sýnið vilja, sýnið getu, stöðvið fátæktina! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Oktavía Guðmundsdóttir og Vilborg Oddsdóttir skrifa: Evrópusambandið hefur tileinkað árinu 2010 baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Ástæðan er að 17% eða um 80 milljónir íbúa ESB landa eru nú með tekjur undir því sem kallast afstæð fátæktarmörk, þ.e. eru lægri en 60% af meðaltekjum. Fyrir þá, sem eru í þessari stöðu, eru þetta ekki bara tölur á blaði heldur miskunnarlaus veruleiki, sem hefur áhrif á uppvaxtarskilyrði barna, húsnæði, heilsu, menntun og stjórn á eigin lífi. Metnaður ESB var að draga úr fátæktinni og einangruninni á þeim áratug sem nú er að ljúka, en veruleikinn er allt annar. Fátæktin hefur aukist, og það á einnig við um Norðurlöndin. Svona ætti þetta að sjálfsögðu ekki að vera, þar sem byrjunarstaða Norðurlanda var góð. Norræna velferðarkerfið hefur fyrst og fremst stuðlað að jöfnuði í samfélaginu með tiltölulega lítilli fátækt, en líkanið felur einnig í sér aðra þætti sem skapa skilyrði fyrir betra lífi og velferð. Má þar nefna góða heilsu, hátt menntunarstig, lítið atvinnuleysi o.s.frv. Í Evrópu er oft litið á norræna líkanið sem fyrirmynd í vinnu við að móta evrópskt félagslegt líkan. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi. Því miður stefnir nú þróunin niður á við, atvinnuleysi og fátækt eykst. Hér er ekki aðeins um afleiðingar fjármálakreppunnar að ræða, heldur einnig það að við höfum sagt skilið við grunnþátt norræna líkansins, þ.e. að verja samfélagslegan jöfnuð þar sem allir fá tækifæri til að lífa góðu lífi með öruggar tekjur. Ójöfnuðurinn í tekjum og lífskjörum eykst hratt í löndum okkar þó að nýjustu rannsóknir sýni að það er einmitt jöfnuðurinn sem ræður hvað mestu um hvernig land stendur sig í mælingum á ýmsum velferðarþáttum svo sem menntun, lífslíkum, glæpatíðni, heilbrigði, öryggi, fátækt o.fl. Gagnvart þegnum sínum og umheiminum, bera Norðurlöndin mikla ábyrgð á því að nýta þær hagstæðu forsendur sem þau hafa til að vera áfram fyrirmynd hvernig hægt er að byggja upp samfélag þar sem ríkir jöfnuður og fátækt er lítil. Til að gera það er mikilvægt að standa vörð um grunnþætti norrænnar velferðarstefnu og að sýna það á ýmsan hátt í verki, að við samþykkjum ekki fátækt. Við höfum bæði vilja og getu til að berjast gegn henni. Fátækt er margslungið vandamál sem á rætur að rekja til margra, oft samverkandi þátta. Baráttuna gegn fátækt verður því að heyja á mörgum vígstöðvum samtímis. Félagsleg heildarsýn og viðeigandi lágmarksframfærsla og lágmarkslaun eru mikilvægir þættir í baráttunni. Útrýming fátæktar er langtímaverkefni. Þess vegna æskjum við þess að þetta umrædda átak, Evrópuár um fátækt og félagslega einangrun 2010 verði framlengt. Ísland þyrfti að setja saman eigin langtímaáætlun um baráttuna gegn fátækt og félagslegri einangrun. Þessar áætlanir eiga áfram að gera frjálsum félagasamtökum og öðrum, sem koma að þessum málum, kleift að fá stuðning við starfsemi sem miðar að því að gera þessi mál sýnileg og tala máli þeirra sem minna mega sín. Einnig þarf að sinna frumkvöðlastarfsemi og rannsóknum. Sýnið vilja, sýnið getu, stöðvið fátæktina!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun