NBA: Kobe Bryant sá til þess að Los Angeles Lakers er komið í 2-0 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2010 09:00 Kobe Bryant og Pau Gasol fagna körfu í nótt. Mynd/AP Los Angeles Lakers, Boston Celtics og Atlanta komust í nótt öll í 2-0 í einvígum sínum í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og Steve Nash og félagar í Phoenix Suns svöruðu fyrir tap á heimavelli í fyrsta leik með því að bursta lið Portland Trail Blazers og jafna einvígið í 1-1.Kobe Bryant skoraði 39 stig og bar upp leik sinna manna í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Lakers vann 95-92 sigur á Oklahoma City Thunder og tók þar með 2-0 forustu í einvíginu. Hið unga liða Oklahoma City sýndi allt annan og betri leik en í fyrsta leiknum og komst meðal annars þrisvar yfir í lokaleikhlutanum. Kobe Bryant hitti úr 12 af 14 vítum sínum og 12 af 28 skotum utan af velli. Pau Gasol var með 25 stig og 12 fráköst hjá Lakers. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Thunder og Russell Westbrook var með 19 stig.Boston Celtics vann 106-77 á Miami Heat og saknaði ekki mikið Kevin Garnett sem tók út leikbann fyrir að gefa Quentin Richardson vænt olnbogaskot í leik eitt. Glen Davis kom inn í byrjunarlið Boston í staðinn og var með 23 stig og 8 fráköst. Ray Allen skoraði 25 stig fyrir Boston en Dwyane Wade var með 29 stig fyrir Miami. Boston er þar með komið 2-0 yfir í einvíginu.Joe Johnson skoraði 27 stig og Josh Smith (21 stig, 14 fráköst, 9 stoðsendingar) var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu þegar Atlanta Hawks vann 96-86 sigur á Milwaukee Bucks og komst 2-0 yfir í einvíginu. Þetta var í fyrsta sinn sem Atlanta kemst 2-0 yfir í einvígi síðan 1970. Al Horford var líka með 20 stig, 10 fráköst og 3 varin skot hjá Atlanta en John Salmons skoraði mest fyrir Bucks eða 2 stig. Nýliðinn Brandon Jennings sem skoraði 34 stig í leik eitt var aðeins með 9 stig en hann hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum.Phoenix Suns svaraði óvæntu heimatapi í fyrsta leik á móti Portland Trail Blazers með því að bursta Portland með 29 stigum, 119-90, í leik tvö í nótt. " Gömlu" mennirnir voru í miklu stuði hjá Suns, Jason Richardson skoraði 29 stig, Grant Hill bætti við 20 stigum (hitti úr 10 af 11 skotum) og Steve Nash var með 13 stig og 16 stoðsendingar. Amare Stoudemire skoraði síðan 18 stig en enginn byrjunarliðsmanna Phoenix spilaði í fjórða og síðasta leikhlutanum. Martell Webster skoraði mest fyrir Portland eða 16 stig.Úrslitin í nótt, staðan í einvígunum og næsti leikur: Atlanta Hawks-Milwaukee Bucks 96-86 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Milwaukee á laugardag) Boston Celtics-Miami Heat 106-77 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Miami á föstudag) Phoenix Suns-Portland Trail Blazers 119-90 (Staðan er 1-1, næsti leikur í Portland á morgun) Los Angeles Lakers-Oklahoma City Thunder 95-92 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Oklahoma City á morgun) NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Sjá meira
Los Angeles Lakers, Boston Celtics og Atlanta komust í nótt öll í 2-0 í einvígum sínum í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og Steve Nash og félagar í Phoenix Suns svöruðu fyrir tap á heimavelli í fyrsta leik með því að bursta lið Portland Trail Blazers og jafna einvígið í 1-1.Kobe Bryant skoraði 39 stig og bar upp leik sinna manna í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Lakers vann 95-92 sigur á Oklahoma City Thunder og tók þar með 2-0 forustu í einvíginu. Hið unga liða Oklahoma City sýndi allt annan og betri leik en í fyrsta leiknum og komst meðal annars þrisvar yfir í lokaleikhlutanum. Kobe Bryant hitti úr 12 af 14 vítum sínum og 12 af 28 skotum utan af velli. Pau Gasol var með 25 stig og 12 fráköst hjá Lakers. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Thunder og Russell Westbrook var með 19 stig.Boston Celtics vann 106-77 á Miami Heat og saknaði ekki mikið Kevin Garnett sem tók út leikbann fyrir að gefa Quentin Richardson vænt olnbogaskot í leik eitt. Glen Davis kom inn í byrjunarlið Boston í staðinn og var með 23 stig og 8 fráköst. Ray Allen skoraði 25 stig fyrir Boston en Dwyane Wade var með 29 stig fyrir Miami. Boston er þar með komið 2-0 yfir í einvíginu.Joe Johnson skoraði 27 stig og Josh Smith (21 stig, 14 fráköst, 9 stoðsendingar) var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu þegar Atlanta Hawks vann 96-86 sigur á Milwaukee Bucks og komst 2-0 yfir í einvíginu. Þetta var í fyrsta sinn sem Atlanta kemst 2-0 yfir í einvígi síðan 1970. Al Horford var líka með 20 stig, 10 fráköst og 3 varin skot hjá Atlanta en John Salmons skoraði mest fyrir Bucks eða 2 stig. Nýliðinn Brandon Jennings sem skoraði 34 stig í leik eitt var aðeins með 9 stig en hann hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum.Phoenix Suns svaraði óvæntu heimatapi í fyrsta leik á móti Portland Trail Blazers með því að bursta Portland með 29 stigum, 119-90, í leik tvö í nótt. " Gömlu" mennirnir voru í miklu stuði hjá Suns, Jason Richardson skoraði 29 stig, Grant Hill bætti við 20 stigum (hitti úr 10 af 11 skotum) og Steve Nash var með 13 stig og 16 stoðsendingar. Amare Stoudemire skoraði síðan 18 stig en enginn byrjunarliðsmanna Phoenix spilaði í fjórða og síðasta leikhlutanum. Martell Webster skoraði mest fyrir Portland eða 16 stig.Úrslitin í nótt, staðan í einvígunum og næsti leikur: Atlanta Hawks-Milwaukee Bucks 96-86 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Milwaukee á laugardag) Boston Celtics-Miami Heat 106-77 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Miami á föstudag) Phoenix Suns-Portland Trail Blazers 119-90 (Staðan er 1-1, næsti leikur í Portland á morgun) Los Angeles Lakers-Oklahoma City Thunder 95-92 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Oklahoma City á morgun)
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum