Snæfell frá Stykkishólmi heldur áfram að safna titlum en liðið varð í kvöld meistari meistaranna er það lagði Grindavík í Hólminum, 101-93.
Snæfell vann tvöfalt á síðustu leiktíð og það var því kannski vel við hæfi að liðið landaði þessum titli líka.
Pálmi Freyr Sigurgeirsson átti stórleik fyrir Snæfell en hann skoraði 26 stig í leiknum. Ryan Amaroso var með 22 og Jón Ólafur Jónsson 21.
Hjá Grindavík bar mest á Andre Smith sem skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar. Páll Axel Vilbergsson skoraði 19 stig og tók 9 fráköst. Ómar Sævarsson var einnig sterkur með 17 stig og 9 fráköst.